Innlent

Kalla eftir byggingu nýrrar Ölfusárbrúar á næstu fjórum árum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ölfusárbrú.
Ölfusárbrú. Vísir/magnús hlynur hreiðarsson

„Bæjarráð Árborgar kallar eftir því að hafist verði handa við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá á næstu fjórum árum, enda er þegar orðið ófremdarástand við gömlu brúna þar sem 17.000 bílar fara yfir daglega og það ástand mun ekki skána með vaxandi umferð,“ segir í bókun ráðsins frá því morgun þegar málefni Ölfusárbrúar við Selfos voru tekin til umræðu.



Á þessum sama fundi lýsti ráðið ánægju sinni með að hefjast eigi handa við breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss.



Ráðið telur þó að fjögur ár sé of löng bið eftir að verkinu ljúki, jafnvel þó önnur mikilvæg verkefni liggi fyrir í vegamálum landsmanna í ljósi þess hve ört umferðarþunginn eykst á þessum vegarkafla, sem er einn sá hættulegasti á landinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×