Umferðarslys síðustu tíu ár kostað 500 milljarða Sveinn Arnarsson skrifar 23. ágúst 2018 06:00 Reiknaður kostnaður samfélagsins af umferðarslysum síðustu tíu ára er um 500 milljarðar. Brot af upphæðinni fer í uppbyggingu vegakerfisins til þess að bæta öryggi vegfarenda sem skilar sér margfalt að mati sérfræðinga. Ellefu eru látnir í umferðinni það sem af er þessu ári. Fréttablaðið/Stefán Kostnaður samfélagsins af umferðarslysum síðustu tíu árin er rúmir fimm hundruð milljarðar króna eða að meðaltali um fimmtíu milljarðar króna árlega. Á sama tíma hefur Vegagerðin fengið um 144 milljarða króna til nýframkvæmda. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi árið 2017. Tölurnar er unnar eftir ákveðinni aðferð sem notuð hefur verið bæði hér á landi og erlendis um áratuga skeið, svonefnd greiðsluviljaaðferð. Kostnaði vegna umferðarslysa er þannig skipt í beinan, óbeinan og óáþreifanlegan kostnað. Kostnaður vegna slysa er borinn af mörgum aðilum, bæði einstaklingum sem verða fyrir slysi, aðstandendum, vinnuveitendum auk hagkerfisins í heild og samfélagsins. „Slíkt kostnaðarmat er til þess fallið að styðja við stefnu stjórnvalda um fækkun banaslysa og alvarlegra slysa ásamt því að með þeirri aðferð er tekið tillit til velferðar einstaklinga, sem er hinn rétti mælikvarði,“ segir í rannsókn Haralds Sigþórssonar og Vilhjálms Hilmarssonar um kostnaðaf umferðarslysum sem kom út árið 2014 og var unnin með rannsóknarfé Vegagerðarinnar. Gunnar Geir Gunnarsson, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, segir það miklu máli skipta að bæta öryggi á íslenskum vegum og þannig fækka bílslysum. „Samkvæmt þessum útreikningum þá er það staðreynd að allar fjárveitingar til að bæta öryggi í umferðinni, hvort sem það er með bættum vegasamgöngum eða aukinni löggæslu, skila sér margfalt til baka til samfélagsins.“ Ríkislögreglustjóri hefur látið hafa eftir sér tvisvar sinnum á síðustu árum að staða löggæslumála séóviðunandi. Lögreglan íslenska sé ekki í stakk búin til að standa undir öryggi og þjónustu við landsmenn í samræmi við lögbundið hlutverk hennar og að lögreglumenn séu til þess allt of fáir. „Frekari styrkingar er þörf því við blasir að tiltækur mannafli nægir ekki. Fyrir liggur ógrynni skýrslna, samantekta, greininga, og Excel-skjala frá liðnum árum sem allar fjalla um nauðsyn þess að efla lögregluna. Það var afar brýnt úrlausnarefni löngu áður en milljónir ferðamanna tóku að sækja Íslendinga heim og útlendingar að óska eftir hæli,“ segir í ársskýrslu lögreglunnar fyrir árið 2016 sem var gefin út um mitt árið 2017. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir stóru myndina sem birtist í gögnunum sýna að gera þurfi betur í málaflokknum. „Stóra myndin er rétt. Þeir fjármunir, sem varið er til umferðaröryggis, skila sér margfalt og fjárframlag til nýframkvæmda hér á landi er of lítið. Einnig er vert að minna á það að heildarskattheimta af umferð rennur ekki nema að hálfu til baka aftur til umferðaröryggismála,“ segir Bergþór. „Efling lögreglunnar og löggæslu vítt og breitt um landið er einnig umferðaröryggismál og við þyrftum að horfa á þann hluta löggæslustarfsins í meiri mæli.“ Árið 2017 var ekki gott í íslenskri umferð. Þá létust sextán í umferðinni, 189 einstaklingar slösuðust alvarlega og tæplega 1.200 aðrir slösuðust minna. Á síðustu tíu árum hafa 127 einstaklingar látist í umferðinni á Íslandi. Árið 2017 var þriðja árið í röð þar sem flestir létust í umferðinni hér af Norður- löndum, miðað við höfðatölu. Ellefu hafa látist í umferðinni það sem af er ári. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kostnaður samfélagsins af umferðarslysum síðustu tíu árin er rúmir fimm hundruð milljarðar króna eða að meðaltali um fimmtíu milljarðar króna árlega. Á sama tíma hefur Vegagerðin fengið um 144 milljarða króna til nýframkvæmda. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi árið 2017. Tölurnar er unnar eftir ákveðinni aðferð sem notuð hefur verið bæði hér á landi og erlendis um áratuga skeið, svonefnd greiðsluviljaaðferð. Kostnaði vegna umferðarslysa er þannig skipt í beinan, óbeinan og óáþreifanlegan kostnað. Kostnaður vegna slysa er borinn af mörgum aðilum, bæði einstaklingum sem verða fyrir slysi, aðstandendum, vinnuveitendum auk hagkerfisins í heild og samfélagsins. „Slíkt kostnaðarmat er til þess fallið að styðja við stefnu stjórnvalda um fækkun banaslysa og alvarlegra slysa ásamt því að með þeirri aðferð er tekið tillit til velferðar einstaklinga, sem er hinn rétti mælikvarði,“ segir í rannsókn Haralds Sigþórssonar og Vilhjálms Hilmarssonar um kostnaðaf umferðarslysum sem kom út árið 2014 og var unnin með rannsóknarfé Vegagerðarinnar. Gunnar Geir Gunnarsson, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, segir það miklu máli skipta að bæta öryggi á íslenskum vegum og þannig fækka bílslysum. „Samkvæmt þessum útreikningum þá er það staðreynd að allar fjárveitingar til að bæta öryggi í umferðinni, hvort sem það er með bættum vegasamgöngum eða aukinni löggæslu, skila sér margfalt til baka til samfélagsins.“ Ríkislögreglustjóri hefur látið hafa eftir sér tvisvar sinnum á síðustu árum að staða löggæslumála séóviðunandi. Lögreglan íslenska sé ekki í stakk búin til að standa undir öryggi og þjónustu við landsmenn í samræmi við lögbundið hlutverk hennar og að lögreglumenn séu til þess allt of fáir. „Frekari styrkingar er þörf því við blasir að tiltækur mannafli nægir ekki. Fyrir liggur ógrynni skýrslna, samantekta, greininga, og Excel-skjala frá liðnum árum sem allar fjalla um nauðsyn þess að efla lögregluna. Það var afar brýnt úrlausnarefni löngu áður en milljónir ferðamanna tóku að sækja Íslendinga heim og útlendingar að óska eftir hæli,“ segir í ársskýrslu lögreglunnar fyrir árið 2016 sem var gefin út um mitt árið 2017. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir stóru myndina sem birtist í gögnunum sýna að gera þurfi betur í málaflokknum. „Stóra myndin er rétt. Þeir fjármunir, sem varið er til umferðaröryggis, skila sér margfalt og fjárframlag til nýframkvæmda hér á landi er of lítið. Einnig er vert að minna á það að heildarskattheimta af umferð rennur ekki nema að hálfu til baka aftur til umferðaröryggismála,“ segir Bergþór. „Efling lögreglunnar og löggæslu vítt og breitt um landið er einnig umferðaröryggismál og við þyrftum að horfa á þann hluta löggæslustarfsins í meiri mæli.“ Árið 2017 var ekki gott í íslenskri umferð. Þá létust sextán í umferðinni, 189 einstaklingar slösuðust alvarlega og tæplega 1.200 aðrir slösuðust minna. Á síðustu tíu árum hafa 127 einstaklingar látist í umferðinni á Íslandi. Árið 2017 var þriðja árið í röð þar sem flestir létust í umferðinni hér af Norður- löndum, miðað við höfðatölu. Ellefu hafa látist í umferðinni það sem af er ári.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira