Gera allt sem þeir geta til að valda starfsfólki og fárveikum sjúklingum Landspítalans sem minnstu ónæði Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2018 16:30 Frá framkvæmdum við legudeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Allt verður gert til að draga úr hávaða sem berst frá framkvæmdum við Landspítalann við Hringbraut til að valda sjúklingum og starfsfólki sem minnstu ónæði. Þetta segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, í samtali við Vísi en fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því fyrr í dag að aðstandendur sjúklinga á Landspítalanum kvarti stöðugt undan hávaða sem fylgi framkvæmdum á svæðinu. Jón Axel Ólafsson birti í gær myndband úr herbergi á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Hann sagði mikinn hávaða þar vegna framkvæmda frá klukkan níu á morgnanna til átta á kvöldin og sagði ótrúlegt að starfsfólki og fárveikum sjúklingum sé boðið upp á þetta umhverfi og þessi óhljóð. Ingólfur segir í samtali við Vísi að verið sé að skipta um gler í gluggum á álmu Landspítalans sem hýsir legudeildir. Verið sé að setja nýtt sólvarnargler í gluggana og breyta opnanlegum fögum. „Þessi hávaði sem heyrist er frá trésmíðavélum,“ segir Ingólfur.Sjúkrastofur tæmdar Hann tekur fram að þegar farið er í slíkar framkvæmdir þá séu sjúkrastofur tæmdar þar sem framkvæmdirnar eiga sér stað og þá var sumarið notað til að flytja legudeildir á milli hæða svo verktakinn gæti unnið í heilli hæð í einu. „Þetta er það sem við gerum og ef það eru sérstakleglega erfiðar aðstæður þá stoppum við framkvæmdir,“ segir Ingólfur. Hann segir byggingar þarfnast viðhalds og ekki verði komist hjá því. Byggingin verði betri fyrir bragðið þar sem betri opnanleg fög verða til staðar og sólvarnargler sem gerir veruna í sjúkrastofum betri. „Við gerum allt sem við getum til að draga úr hávaða og flytja til eins og mögulegt er,“ segir Ingólfur.Verið er að skipta um gler í álmu sem hýsir legudeildir Landspítalans.Vísir/VilhelmHafa áhyggjur af hávaðaÍ frétt RÚV er rætt við starfsfólk Landspítalans og það sagt kvíða hávaða og öðru jarðraski sem mun fylgja framkvæmdum nýs meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut. Er vitnað í ljósmæður sem segja mikinn hávaða hafa verið vegna byggingar nýs sjúkrahótels á svæðinu og það hafi meðal annars ítrekað haft þau áhrif að ljósmæður gátu ekki hlustað á hjartslátt fólks. Vinna við nýjan meðferðarkjarna er hafin en verið er að gera bílastæði við BSÍ og úti við Eiríksgötu er verið að leggja nýja vatnslögn. Framkvæmdir verða farnar á fullt í haust og er áætlað að þær standi yfir í tuttugu mánuði. Ingólfur segir að sjálfsagt hafi starfsfólk áhyggjur af hávaðanum. „En ég hugsa að flestir fagni því að það sé verið að byggja nýjar byggingar hérna og aðstaða kemur til með að batna mjög mikið. Það verður allt gert í þessum framkvæmdum til þess draga úr hávaða, ryki og öðru raski.“ Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Allt verður gert til að draga úr hávaða sem berst frá framkvæmdum við Landspítalann við Hringbraut til að valda sjúklingum og starfsfólki sem minnstu ónæði. Þetta segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, í samtali við Vísi en fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því fyrr í dag að aðstandendur sjúklinga á Landspítalanum kvarti stöðugt undan hávaða sem fylgi framkvæmdum á svæðinu. Jón Axel Ólafsson birti í gær myndband úr herbergi á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Hann sagði mikinn hávaða þar vegna framkvæmda frá klukkan níu á morgnanna til átta á kvöldin og sagði ótrúlegt að starfsfólki og fárveikum sjúklingum sé boðið upp á þetta umhverfi og þessi óhljóð. Ingólfur segir í samtali við Vísi að verið sé að skipta um gler í gluggum á álmu Landspítalans sem hýsir legudeildir. Verið sé að setja nýtt sólvarnargler í gluggana og breyta opnanlegum fögum. „Þessi hávaði sem heyrist er frá trésmíðavélum,“ segir Ingólfur.Sjúkrastofur tæmdar Hann tekur fram að þegar farið er í slíkar framkvæmdir þá séu sjúkrastofur tæmdar þar sem framkvæmdirnar eiga sér stað og þá var sumarið notað til að flytja legudeildir á milli hæða svo verktakinn gæti unnið í heilli hæð í einu. „Þetta er það sem við gerum og ef það eru sérstakleglega erfiðar aðstæður þá stoppum við framkvæmdir,“ segir Ingólfur. Hann segir byggingar þarfnast viðhalds og ekki verði komist hjá því. Byggingin verði betri fyrir bragðið þar sem betri opnanleg fög verða til staðar og sólvarnargler sem gerir veruna í sjúkrastofum betri. „Við gerum allt sem við getum til að draga úr hávaða og flytja til eins og mögulegt er,“ segir Ingólfur.Verið er að skipta um gler í álmu sem hýsir legudeildir Landspítalans.Vísir/VilhelmHafa áhyggjur af hávaðaÍ frétt RÚV er rætt við starfsfólk Landspítalans og það sagt kvíða hávaða og öðru jarðraski sem mun fylgja framkvæmdum nýs meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut. Er vitnað í ljósmæður sem segja mikinn hávaða hafa verið vegna byggingar nýs sjúkrahótels á svæðinu og það hafi meðal annars ítrekað haft þau áhrif að ljósmæður gátu ekki hlustað á hjartslátt fólks. Vinna við nýjan meðferðarkjarna er hafin en verið er að gera bílastæði við BSÍ og úti við Eiríksgötu er verið að leggja nýja vatnslögn. Framkvæmdir verða farnar á fullt í haust og er áætlað að þær standi yfir í tuttugu mánuði. Ingólfur segir að sjálfsagt hafi starfsfólk áhyggjur af hávaðanum. „En ég hugsa að flestir fagni því að það sé verið að byggja nýjar byggingar hérna og aðstaða kemur til með að batna mjög mikið. Það verður allt gert í þessum framkvæmdum til þess draga úr hávaða, ryki og öðru raski.“
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira