Skutlað á þyrlu yfir í Málmey þar sem hann verður fastur næstu fjóra daga án vatns og matar Stefán Árni Pálsson skrifar 22. ágúst 2018 19:45 Heiðar Logi er einn besti brimbretakappi landsins. Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti Heiðar Loga á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Heiðar fór á fætur fyrir alla aldir í morgun og tók flug til Ísafjarðar klukkan átta. Seinna um daginn steig hann upp í þyrlu og var skutlað yfir í Málmey. „Ég ætla taka með mér veiðistöng og lámarksnauðsynjar og ég ætla bara að bjarga mér. Enginn aðstoð frá neinum en ég verð með síma og ætla sýna frá þessu á Snapchat (heidarlogi). Ef þetta klikkar allt, þá get ég alltaf hringt,“ segir Heiðar Logi sem verður með fullt af hleðslubönkum með sér til að hlaða græjurnar. Heiðar segist vera mest stressaður fyrir því að hann finni engan eldivið og geti því ekki soðið vatn. „Ef það gerist þá get ég ekki hitað mér vatn og ekki eldað mér fisk og þá endar maður kannski á því að borða sushi eða einhverskonar hráan mat.“ Þessi vinsæli brimbrettakappi er vanur að ferðast um land allt á húsbílnum sínum og þekkir hvern krók og kima, en tjaldið heillar hann ekkert sérstaklega mikið.En er hann góður veiðimaður? „Ég er ekki góður veiðimaður en ég er fínn að bjarga mér úti í náttúrunni. Ég hef eytt miklum tíma út í náttúrunni, keyrandi um í húsbílnum og gisti hvar sem er, en þetta er aðeins öðruvísi og ég er ekki vanur að vera í tjaldi.“Er ekki algjör bilun að gera þetta?„Sumum kannski finnst það. Fyrir mér er þetta bara áskorun. Maður getur alveg verið án matar í fjóra daga í versta falli. Það verður rigning og örugglega ekkert mál að ná sér í vatn. Ég er ekki að búast við að þetta verði auðvelt en býst ekki við því að þetta verði auðvelt.“ Fylgst verður með Heiðari Loga og hans ævintýrum í Málmey næstu fjóra daga á Vísi. Skagafjörður Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson ætlar að bjarga sér einn næstu fjóra daga í Málmey í Skagafirði og það án vatns og matar. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti Heiðar Loga á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Heiðar fór á fætur fyrir alla aldir í morgun og tók flug til Ísafjarðar klukkan átta. Seinna um daginn steig hann upp í þyrlu og var skutlað yfir í Málmey. „Ég ætla taka með mér veiðistöng og lámarksnauðsynjar og ég ætla bara að bjarga mér. Enginn aðstoð frá neinum en ég verð með síma og ætla sýna frá þessu á Snapchat (heidarlogi). Ef þetta klikkar allt, þá get ég alltaf hringt,“ segir Heiðar Logi sem verður með fullt af hleðslubönkum með sér til að hlaða græjurnar. Heiðar segist vera mest stressaður fyrir því að hann finni engan eldivið og geti því ekki soðið vatn. „Ef það gerist þá get ég ekki hitað mér vatn og ekki eldað mér fisk og þá endar maður kannski á því að borða sushi eða einhverskonar hráan mat.“ Þessi vinsæli brimbrettakappi er vanur að ferðast um land allt á húsbílnum sínum og þekkir hvern krók og kima, en tjaldið heillar hann ekkert sérstaklega mikið.En er hann góður veiðimaður? „Ég er ekki góður veiðimaður en ég er fínn að bjarga mér úti í náttúrunni. Ég hef eytt miklum tíma út í náttúrunni, keyrandi um í húsbílnum og gisti hvar sem er, en þetta er aðeins öðruvísi og ég er ekki vanur að vera í tjaldi.“Er ekki algjör bilun að gera þetta?„Sumum kannski finnst það. Fyrir mér er þetta bara áskorun. Maður getur alveg verið án matar í fjóra daga í versta falli. Það verður rigning og örugglega ekkert mál að ná sér í vatn. Ég er ekki að búast við að þetta verði auðvelt en býst ekki við því að þetta verði auðvelt.“ Fylgst verður með Heiðari Loga og hans ævintýrum í Málmey næstu fjóra daga á Vísi.
Skagafjörður Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira