Fólk hugi að skiptingu lífeyrisréttinda Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. ágúst 2018 05:15 Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, hvetur fólk til að kanna hvort skipting lífeyrisréttinda henti því. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hjónum og sambúðarfólki er heimilt að semja um skiptingu lífeyrisréttinda. Sé mikill tekjumunur er þannig hægt að jafna lífeyrisréttindi. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða hvetur fólk til að huga að þessu. Leiðin henti þó ekki öllum. „Við hjónin höfðum talað lengi um að gera samning um að lífeyrisréttindum okkar verði skipt til helminga en létum nú loksins verða af því,“ segir Hólmar Svansson. Hólmar segist hafa orðið meðvitaður um þennan möguleika eftir að frænka hans missti eiginmann sinn óvænt. Hann hafði haft töluvert hærri tekjur og þar með safnað meiri lífeyrisréttindum. Þar sem þau höfðu gert samning um skiptingu lífeyrisréttinda hélt frænka hans helmingi af sameiginlegum réttindum þeirra. Hólmar greindi nýlega frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég var hissa á hversu mikla athygli þetta vakti. Það voru margir sem höfðu samband við mig til að segja sína sögu og að þeir hefðu viljað vita af þessum möguleika.“ Ganga þarf frá samkomulagi um skiptingu lífeyrisréttinda fyrir 65 ára aldur og skila þarf inn heilsufarsvottorði sem sýnir fram á að sjúkdómar eða heilsufar dragi ekki úr lífslíkum. „Læknarnir sem ég fór til voru ekki með þetta á hreinu, þannig að þetta er greinilega ekki mjög algengt. Samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði verslunarmanna voru í árslok 232 samningar um skiptingu lífeyrisréttinda í gildi. Hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóði eru slíkir samningar sagðir óalgengir. Að sögn Þóreyjar S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, hafa samtökin reynt að vekja athygli á þessu. „Þetta hentar hins vegar alls ekki öllum og þess vegna er mikilvægt að fá ráðgjöf. Það er því ekki hægt að mæla með þessu yfir línuna.“ Þórey bendir á að hjá eldri lífeyrissjóðum, sem séu hlutfallssjóðir, sé réttur til makalífeyris almennt mjög sterkur. Í þeim tilfellum sé ekki mælt með samningi um skiptingu réttinda. „Þetta er ekki hugsað sem eitthvert skilnaðarúrræði eins og margir halda. Þarna er um að ræða möguleika fyrir hjón og sambúðarfólk til að jafna stöðu sína þegar kemur að lífeyrisréttindum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Hjónum og sambúðarfólki er heimilt að semja um skiptingu lífeyrisréttinda. Sé mikill tekjumunur er þannig hægt að jafna lífeyrisréttindi. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða hvetur fólk til að huga að þessu. Leiðin henti þó ekki öllum. „Við hjónin höfðum talað lengi um að gera samning um að lífeyrisréttindum okkar verði skipt til helminga en létum nú loksins verða af því,“ segir Hólmar Svansson. Hólmar segist hafa orðið meðvitaður um þennan möguleika eftir að frænka hans missti eiginmann sinn óvænt. Hann hafði haft töluvert hærri tekjur og þar með safnað meiri lífeyrisréttindum. Þar sem þau höfðu gert samning um skiptingu lífeyrisréttinda hélt frænka hans helmingi af sameiginlegum réttindum þeirra. Hólmar greindi nýlega frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég var hissa á hversu mikla athygli þetta vakti. Það voru margir sem höfðu samband við mig til að segja sína sögu og að þeir hefðu viljað vita af þessum möguleika.“ Ganga þarf frá samkomulagi um skiptingu lífeyrisréttinda fyrir 65 ára aldur og skila þarf inn heilsufarsvottorði sem sýnir fram á að sjúkdómar eða heilsufar dragi ekki úr lífslíkum. „Læknarnir sem ég fór til voru ekki með þetta á hreinu, þannig að þetta er greinilega ekki mjög algengt. Samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði verslunarmanna voru í árslok 232 samningar um skiptingu lífeyrisréttinda í gildi. Hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóði eru slíkir samningar sagðir óalgengir. Að sögn Þóreyjar S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, hafa samtökin reynt að vekja athygli á þessu. „Þetta hentar hins vegar alls ekki öllum og þess vegna er mikilvægt að fá ráðgjöf. Það er því ekki hægt að mæla með þessu yfir línuna.“ Þórey bendir á að hjá eldri lífeyrissjóðum, sem séu hlutfallssjóðir, sé réttur til makalífeyris almennt mjög sterkur. Í þeim tilfellum sé ekki mælt með samningi um skiptingu réttinda. „Þetta er ekki hugsað sem eitthvert skilnaðarúrræði eins og margir halda. Þarna er um að ræða möguleika fyrir hjón og sambúðarfólk til að jafna stöðu sína þegar kemur að lífeyrisréttindum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira