„Aumingja maðurinn hefur greinilega ekki vitað að ég sé garðyrkjumaður“ Jakob Bjarnar skrifar 5. september 2018 15:03 Eftir því sem deilur þeirra Dags og Vigdísar magnast, þeim mun erfiðara reynist að fá botn í þær. Borgarbúar sem aðrir landsmenn eru nú að verða vitni að heldur flóknum deilum í borgarstjórn sem einkum birtast í harðri rimmu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Vigdísar Hauksdóttur, fulltrúa Miðflokksins í minnihluta borgarstjórnar.Samfylkingarfólk klappar fyrir borgarstjóra Samfylkingarfólk er helst á því að Dagur hafi hirt Vigdísi svo um munar á fundi borgarstjórnar í dag í ræðu þar sem hann beinir spjótum sínum að henni. Vísir greinir ítarlega frá efni ræðunnar en þar segir meðal annars. „Hann [Dagur] sagði Vigdísi ekki hafa dregið þau ummæli sín til baka þó að maður gangi undir manns hönd til að upplýsa að ekki sé um eineltismál sé að ræða.“ Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir og Logi Einarsson formaður Samfylkingar eru ánægð með sinn mann: „Takk Dagur,“ segir Helga Vala á Facebook og Logi segir: „Gott Dagur.“Dagur kominn út í skurð Vísir bar þetta undir Vigdísi sem segist ekki skilja þessi ummæli. „Hann er kominn langt út í skurð. Gögnin sem ég hef lagt fram tala sínu máli og ég er enn að bíða eftir opinberri afsökunarbeiðni frá borgarritara og hinum dæmda skrifstofustjóra,“ segir Vigdís. En, þessi meginflötur deilu Vigdísar og Dags snýr að kæru fjármálastjóra á hendur skrifstofustjóra í Ráðhúsinu, sem rataði fyrir dómsstóla hvar niðurstaðan var sú að áminning á hendur honum var látin niður falla.Dagur telur að Vigdís hafi, með þessari myndbirtingu verið að gera lítið úr starfsmanni borgarinnar. Vigdís telur ljóst að borgarstjóra sé ekki kunnugt um að hún er garðyrkjumaður.Dagur sagði á borgarstjórnarfundi að hvorugur þessara aðila ætti í deilum um hvort um eineltismál væri að ræða en Vigdís hefði varið sumrinu í að ræða það sem slíkt og að um dóm í eineltismáli væri að ræða. Vigdís telur þetta ódýran spuna og ljóst að þetta mál skrifstofustjórans sé að reynast Degi afar erfitt.Að vökva blóm í rigningu Illdeilur Dags og Vigdísar tóku svo einkennilegan snúning í því sem tengist mynd af starfsmanni borgarinnar sem var að vökva blóm í rigningu. Vigdís henti gaman að þessu á Facebooksíðu sinni en Dagur telur það til marks um að hún sé að gera lítið úr starfsfólki borgarinnar. „Mér finnst ekki sæmandi að beina spjótum úr stólum kjörinna fulltrúa að almennum starfsmönnum þannig að fólk geti skilið það svo að það sé verið að gera lítið úr því,“ sagði borgarstjóri meðal annars. „Aumingja maðurinn hefur greinilega ekki vitað að ég sé garðyrkjumaður,“ segir Vigdís.Segir borgarstjóra rökþrota „Hann hefði þá átt að snappa á mig og út af skrifstofustjóranum sínum – en ekki út af einhverri mynd á Facebook - svo laug hann því að Eyþór Arnalds hafi birt þessa mynd líka og talaði svo um brauðmylsnu á borði - ég er algjörlega orðlaus,“ segir Vigdís. En, bætir þó við: „En, þú lýgur sama hlutnum nógu oft þá er smá séns að fólk trúi lyginni fyrir rest. Það er þekkt pólitísk aðferð að viðurkenna aldrei mistök, sama hvað, heldur snúa því máli upp í persónulegt skítkast út í þann sem ber það uppi og er merki um algjör rökþrot.“ Af ummælum Vigdísar má ráða að hvergi nærri er séð fyrir enda á harkalegum átökum á vettvangi borgarstjórnar í vetur. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís vill fá opinbera afsökunarbeiðni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fór fram á það á fundi borgarráðs í dag að borgarritari og skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara biðji hana opinberlega afsökunar. 30. ágúst 2018 21:08 Borgarstjóri sagði enga eineltisrannsókn í gangi vegna máls fjármálastjórans Sagði að farið hefði verið fram á athugun vegna ummæla fjármálastjórans við aðalmeðferð málsins fyrir dómi. 5. september 2018 08:36 Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira
Borgarbúar sem aðrir landsmenn eru nú að verða vitni að heldur flóknum deilum í borgarstjórn sem einkum birtast í harðri rimmu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Vigdísar Hauksdóttur, fulltrúa Miðflokksins í minnihluta borgarstjórnar.Samfylkingarfólk klappar fyrir borgarstjóra Samfylkingarfólk er helst á því að Dagur hafi hirt Vigdísi svo um munar á fundi borgarstjórnar í dag í ræðu þar sem hann beinir spjótum sínum að henni. Vísir greinir ítarlega frá efni ræðunnar en þar segir meðal annars. „Hann [Dagur] sagði Vigdísi ekki hafa dregið þau ummæli sín til baka þó að maður gangi undir manns hönd til að upplýsa að ekki sé um eineltismál sé að ræða.“ Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir og Logi Einarsson formaður Samfylkingar eru ánægð með sinn mann: „Takk Dagur,“ segir Helga Vala á Facebook og Logi segir: „Gott Dagur.“Dagur kominn út í skurð Vísir bar þetta undir Vigdísi sem segist ekki skilja þessi ummæli. „Hann er kominn langt út í skurð. Gögnin sem ég hef lagt fram tala sínu máli og ég er enn að bíða eftir opinberri afsökunarbeiðni frá borgarritara og hinum dæmda skrifstofustjóra,“ segir Vigdís. En, þessi meginflötur deilu Vigdísar og Dags snýr að kæru fjármálastjóra á hendur skrifstofustjóra í Ráðhúsinu, sem rataði fyrir dómsstóla hvar niðurstaðan var sú að áminning á hendur honum var látin niður falla.Dagur telur að Vigdís hafi, með þessari myndbirtingu verið að gera lítið úr starfsmanni borgarinnar. Vigdís telur ljóst að borgarstjóra sé ekki kunnugt um að hún er garðyrkjumaður.Dagur sagði á borgarstjórnarfundi að hvorugur þessara aðila ætti í deilum um hvort um eineltismál væri að ræða en Vigdís hefði varið sumrinu í að ræða það sem slíkt og að um dóm í eineltismáli væri að ræða. Vigdís telur þetta ódýran spuna og ljóst að þetta mál skrifstofustjórans sé að reynast Degi afar erfitt.Að vökva blóm í rigningu Illdeilur Dags og Vigdísar tóku svo einkennilegan snúning í því sem tengist mynd af starfsmanni borgarinnar sem var að vökva blóm í rigningu. Vigdís henti gaman að þessu á Facebooksíðu sinni en Dagur telur það til marks um að hún sé að gera lítið úr starfsfólki borgarinnar. „Mér finnst ekki sæmandi að beina spjótum úr stólum kjörinna fulltrúa að almennum starfsmönnum þannig að fólk geti skilið það svo að það sé verið að gera lítið úr því,“ sagði borgarstjóri meðal annars. „Aumingja maðurinn hefur greinilega ekki vitað að ég sé garðyrkjumaður,“ segir Vigdís.Segir borgarstjóra rökþrota „Hann hefði þá átt að snappa á mig og út af skrifstofustjóranum sínum – en ekki út af einhverri mynd á Facebook - svo laug hann því að Eyþór Arnalds hafi birt þessa mynd líka og talaði svo um brauðmylsnu á borði - ég er algjörlega orðlaus,“ segir Vigdís. En, bætir þó við: „En, þú lýgur sama hlutnum nógu oft þá er smá séns að fólk trúi lyginni fyrir rest. Það er þekkt pólitísk aðferð að viðurkenna aldrei mistök, sama hvað, heldur snúa því máli upp í persónulegt skítkast út í þann sem ber það uppi og er merki um algjör rökþrot.“ Af ummælum Vigdísar má ráða að hvergi nærri er séð fyrir enda á harkalegum átökum á vettvangi borgarstjórnar í vetur.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís vill fá opinbera afsökunarbeiðni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fór fram á það á fundi borgarráðs í dag að borgarritari og skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara biðji hana opinberlega afsökunar. 30. ágúst 2018 21:08 Borgarstjóri sagði enga eineltisrannsókn í gangi vegna máls fjármálastjórans Sagði að farið hefði verið fram á athugun vegna ummæla fjármálastjórans við aðalmeðferð málsins fyrir dómi. 5. september 2018 08:36 Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira
Vigdís vill fá opinbera afsökunarbeiðni Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fór fram á það á fundi borgarráðs í dag að borgarritari og skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara biðji hana opinberlega afsökunar. 30. ágúst 2018 21:08
Borgarstjóri sagði enga eineltisrannsókn í gangi vegna máls fjármálastjórans Sagði að farið hefði verið fram á athugun vegna ummæla fjármálastjórans við aðalmeðferð málsins fyrir dómi. 5. september 2018 08:36
Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09