Giftingarhringur kominn aftur á fingur eigandans eftir sex ár í rotþró Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. september 2018 09:00 Það er ýmislegt sem gerist í veröldinni og margt svo ótrúlegt að það er vart hægt að trúa viðkomandi sögu. Þessi er þó dagsönn og hófst með þessum skilaboðum á íbúasíðu Hrunamannahrepps í vikunni. „Það er ýmislegt sem finnst í rotþróm sem hreinsibílinn okkar er að tæma, t.d þessi giftingarhringur. Þetta er karlmannshringur og inni í honum stendur nafnið Guðlaug María og svo er dagsetning. Ef einhver kannast við hringinn þá er um að gera að hafa samband við okkur með því að hafa samband við skrifstofu Hrunamannahrepps eða að senda okkur skilaboð hér á fésbókinni,“ skrifar Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti sveitarfélagsins.Myndin sem var birt af hringnum á íbúasíðu Hrunamannahrepps fyrir helgina.Mynd/HrunamannahreppurEftir að hafa séð tilkynninguna á síðu Hrunamanna ákvað Guðbjörg Helga Sigurdórsdóttir á Selfossi að senda þessi sömu skilaboð á allar konur að nafni Guðlaug María í þeirri von að einhver þeirra kannaðist við málið. Jú, viti menn, í Keflavík er kona með þessu nafni og þá fór boltinn að rúlla.Leitað og leitað að hringnum „Þannig er mál með vexti að að fyrir 6 árum fórum við Halldór Sigurðsson, maðurinn minn í sumarbústað með foreldrum mínum rétt fyrir utan Þjórsárdal. Halldór skrapp í veiði með syni okkar, Arnari Geir sem þá var 10 ára, og settu þeir í fiska í Frostastaðavatni. Þegar heim í bústað var komið hófst aðgerð á aflanum og fljótlega eftir að henni lauk uppgötvar Halldór að giftingarhringurinn hans var horfinn af fingri hans. Varð þá uppi fótur og fit og mikil leit hófst og var m.a. farið í gegnum allt fiskslorið, rusl og meira að segja var vatnslásinn í vaskinum losaður og skoðaður en allt kom fyrir ekki, hringurinn fannst hvergi,“ segir Guðlaug María Lewis í Keflavík þegar hún var beðin um að segja frá aðdraganda málsins. „Við það bættist að við vorum ekki hundrað prósent viss um að hringurinn hefði týnst þarna þar sem Halldór hafði skroppið á sjóstöng með mági sínum nokkrum dögum fyrr og við héldum að jafnvel hefði hringurinn getað dottið af þar, þar sem það var kalt og Halldór var í aðgerð á fiski.“ Til að gera langa sögu stutta þá hafði Guðlaug María samband við Halldóru oddvita Hrunamannahrepps sem bauðst til að koma með hringinn til Keflavíkur í gærkvöldi því hún var að fara í flug frá Leifsstöð.Guðlaug María og Halldór, ásamt Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps sem kom hringnum til þeirra í gærkvöldi á leið sinni í Leifsstöð.Mynd/Linda Sjöfn SigurðardóttirHringurinn í sápubaði „Við erum ótrúlega þakklát fyrir eftirtektarsemi mannanna á dælubílnum, fólkinu á hreppsskrifstofunni á Flúðum og Halldóru oddvita, sem sendi skilaboðin út í kosmosið. Þess má geta að einungis 3 klukkusundunir liðu frá því Facbook-færslan fór í loftið og þar til eigendurnir fundust. Okkur er sagt að hringurinn sé búinn að liggja í sápubaði frá því að hann fannst, þannig að við höfum engar áhyggjur,“ segir Guðlaug María alsæl með að vera búin að endurheimta hringinn eftir að hafa verið án hans í sex ár. Hrunamannahreppur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Það er ýmislegt sem gerist í veröldinni og margt svo ótrúlegt að það er vart hægt að trúa viðkomandi sögu. Þessi er þó dagsönn og hófst með þessum skilaboðum á íbúasíðu Hrunamannahrepps í vikunni. „Það er ýmislegt sem finnst í rotþróm sem hreinsibílinn okkar er að tæma, t.d þessi giftingarhringur. Þetta er karlmannshringur og inni í honum stendur nafnið Guðlaug María og svo er dagsetning. Ef einhver kannast við hringinn þá er um að gera að hafa samband við okkur með því að hafa samband við skrifstofu Hrunamannahrepps eða að senda okkur skilaboð hér á fésbókinni,“ skrifar Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti sveitarfélagsins.Myndin sem var birt af hringnum á íbúasíðu Hrunamannahrepps fyrir helgina.Mynd/HrunamannahreppurEftir að hafa séð tilkynninguna á síðu Hrunamanna ákvað Guðbjörg Helga Sigurdórsdóttir á Selfossi að senda þessi sömu skilaboð á allar konur að nafni Guðlaug María í þeirri von að einhver þeirra kannaðist við málið. Jú, viti menn, í Keflavík er kona með þessu nafni og þá fór boltinn að rúlla.Leitað og leitað að hringnum „Þannig er mál með vexti að að fyrir 6 árum fórum við Halldór Sigurðsson, maðurinn minn í sumarbústað með foreldrum mínum rétt fyrir utan Þjórsárdal. Halldór skrapp í veiði með syni okkar, Arnari Geir sem þá var 10 ára, og settu þeir í fiska í Frostastaðavatni. Þegar heim í bústað var komið hófst aðgerð á aflanum og fljótlega eftir að henni lauk uppgötvar Halldór að giftingarhringurinn hans var horfinn af fingri hans. Varð þá uppi fótur og fit og mikil leit hófst og var m.a. farið í gegnum allt fiskslorið, rusl og meira að segja var vatnslásinn í vaskinum losaður og skoðaður en allt kom fyrir ekki, hringurinn fannst hvergi,“ segir Guðlaug María Lewis í Keflavík þegar hún var beðin um að segja frá aðdraganda málsins. „Við það bættist að við vorum ekki hundrað prósent viss um að hringurinn hefði týnst þarna þar sem Halldór hafði skroppið á sjóstöng með mági sínum nokkrum dögum fyrr og við héldum að jafnvel hefði hringurinn getað dottið af þar, þar sem það var kalt og Halldór var í aðgerð á fiski.“ Til að gera langa sögu stutta þá hafði Guðlaug María samband við Halldóru oddvita Hrunamannahrepps sem bauðst til að koma með hringinn til Keflavíkur í gærkvöldi því hún var að fara í flug frá Leifsstöð.Guðlaug María og Halldór, ásamt Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps sem kom hringnum til þeirra í gærkvöldi á leið sinni í Leifsstöð.Mynd/Linda Sjöfn SigurðardóttirHringurinn í sápubaði „Við erum ótrúlega þakklát fyrir eftirtektarsemi mannanna á dælubílnum, fólkinu á hreppsskrifstofunni á Flúðum og Halldóru oddvita, sem sendi skilaboðin út í kosmosið. Þess má geta að einungis 3 klukkusundunir liðu frá því Facbook-færslan fór í loftið og þar til eigendurnir fundust. Okkur er sagt að hringurinn sé búinn að liggja í sápubaði frá því að hann fannst, þannig að við höfum engar áhyggjur,“ segir Guðlaug María alsæl með að vera búin að endurheimta hringinn eftir að hafa verið án hans í sex ár.
Hrunamannahreppur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent