Staða Braga enn ekki auglýst Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. september 2018 07:15 Bragi Guðbrandsson var í eldlínunni í vor, hér á leið til fundar við velferðarnefnd Alþingis. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær staða forstjóra Barnaverndarstofu verður auglýst. Staðan hefur verið laus frá því í júní, þegar Bragi Guðbrandsson sagði starfi sínu lausu í kjölfar þess að hann var kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna í júní. Bragi hafði þá verið í tímabundnu leyfi frá því í febrúar og því legið í loftinu frá þeim tíma að staða hans myndi losna. Heiða Björg Pálmadóttir hefur starfað sem staðgengill forstjóra frá því í febrúar. Hennar tímabundna skipun rennur út í október. „Ákvörðun um auglýsingu verður tekin á næstu vikum,“ segir Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra, aðspurður um stöðuna. Bragi Guðbrandsson verður á fullum forstjóralaunum hjá Barnaverndarstofu til 28. febrúar á næsta ári, samkvæmt samningi sem velferðarráðuneytið gerði við Braga, þá forstjóra Barnaverndarstofu, undirrituðum þegar framboð Braga var í undirbúningi. Í samkomulaginu er fjallað um starfskjör Braga bæði á framboðstímanum og eftir kjör hans í nefndina. Auk nefndarsetunnar í New York sinnir Bragi sérverkefnum fyrir velferðarráðuneytið; veitir ráðgjöf og sinnir afmörkuðum verkefnum samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra, eins og greinir í 2. gr. samningsins. Þegar launagreiðslum Barnaverndarstofu lýkur í lok febrúar á næsta ári tekur velferðarráðuneytið við og greiðir Braga full forstjóralaun til 31. ágúst 2019 en frá þeim tíma og þar til Bragi lætur af störfum fyrir barnaréttarnefndina, verður hann í hálfu starfi hjá ráðuneytinu, annars vegar vegna nefndarsetunnar og hins vegar í ráðgjöf fyrir ráðuneytið. Hjá Sameinuðu þjóðunum er ekki litið á nefndarsetuna sem starf og er hún ólaunuð. Hins vegar er greiddur ferðakostnaður auk dagpeninga en nefndin kemur saman tvisvar til þrisvar á ári í fjórar vikur í senn. Fjallað er um barnaréttarnefndina í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Nefndin hefur það hlutverk að fara yfir skýrslur um réttarstöðu og aðbúnað barna í aðildarríkjum barnasáttmálans og taka kvörtunum um brot á samningnum. Lögð er áhersla á að nefndarmenn séu óháðir í störfum sínum hjá þeim nefndum Sameinuðu þjóðanna sem hafa eftirlit með mannréttindasamningum. Í skráðum viðmiðum um hlutleysi og óhlutdrægni nefndarmanna slíkra nefnda er vikið að sambandi nefndarmanna við heimaríki sín. Með hliðsjón af mögulegum áhrifum þess að nefndarmenn eru tilnefndir í nefndina af pólitískum fulltrúum framkvæmdarvaldsins er sérstaklega brýnt fyrir nefndarmönnum að gæta að stöðu sinni í nefndinni í öllum samskiptum við ríkið á málefnasviði samningsins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun verða við beiðni Braga um endurupptöku Velferðarráðuneytið mun verða við beiðni Braga Guðbrandssonar um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda í garð Braga. 8. júní 2018 19:14 Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. 29. júní 2018 16:19 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær staða forstjóra Barnaverndarstofu verður auglýst. Staðan hefur verið laus frá því í júní, þegar Bragi Guðbrandsson sagði starfi sínu lausu í kjölfar þess að hann var kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna í júní. Bragi hafði þá verið í tímabundnu leyfi frá því í febrúar og því legið í loftinu frá þeim tíma að staða hans myndi losna. Heiða Björg Pálmadóttir hefur starfað sem staðgengill forstjóra frá því í febrúar. Hennar tímabundna skipun rennur út í október. „Ákvörðun um auglýsingu verður tekin á næstu vikum,“ segir Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra, aðspurður um stöðuna. Bragi Guðbrandsson verður á fullum forstjóralaunum hjá Barnaverndarstofu til 28. febrúar á næsta ári, samkvæmt samningi sem velferðarráðuneytið gerði við Braga, þá forstjóra Barnaverndarstofu, undirrituðum þegar framboð Braga var í undirbúningi. Í samkomulaginu er fjallað um starfskjör Braga bæði á framboðstímanum og eftir kjör hans í nefndina. Auk nefndarsetunnar í New York sinnir Bragi sérverkefnum fyrir velferðarráðuneytið; veitir ráðgjöf og sinnir afmörkuðum verkefnum samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra, eins og greinir í 2. gr. samningsins. Þegar launagreiðslum Barnaverndarstofu lýkur í lok febrúar á næsta ári tekur velferðarráðuneytið við og greiðir Braga full forstjóralaun til 31. ágúst 2019 en frá þeim tíma og þar til Bragi lætur af störfum fyrir barnaréttarnefndina, verður hann í hálfu starfi hjá ráðuneytinu, annars vegar vegna nefndarsetunnar og hins vegar í ráðgjöf fyrir ráðuneytið. Hjá Sameinuðu þjóðunum er ekki litið á nefndarsetuna sem starf og er hún ólaunuð. Hins vegar er greiddur ferðakostnaður auk dagpeninga en nefndin kemur saman tvisvar til þrisvar á ári í fjórar vikur í senn. Fjallað er um barnaréttarnefndina í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Nefndin hefur það hlutverk að fara yfir skýrslur um réttarstöðu og aðbúnað barna í aðildarríkjum barnasáttmálans og taka kvörtunum um brot á samningnum. Lögð er áhersla á að nefndarmenn séu óháðir í störfum sínum hjá þeim nefndum Sameinuðu þjóðanna sem hafa eftirlit með mannréttindasamningum. Í skráðum viðmiðum um hlutleysi og óhlutdrægni nefndarmanna slíkra nefnda er vikið að sambandi nefndarmanna við heimaríki sín. Með hliðsjón af mögulegum áhrifum þess að nefndarmenn eru tilnefndir í nefndina af pólitískum fulltrúum framkvæmdarvaldsins er sérstaklega brýnt fyrir nefndarmönnum að gæta að stöðu sinni í nefndinni í öllum samskiptum við ríkið á málefnasviði samningsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun verða við beiðni Braga um endurupptöku Velferðarráðuneytið mun verða við beiðni Braga Guðbrandssonar um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda í garð Braga. 8. júní 2018 19:14 Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. 29. júní 2018 16:19 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Sjá meira
Mun verða við beiðni Braga um endurupptöku Velferðarráðuneytið mun verða við beiðni Braga Guðbrandssonar um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda í garð Braga. 8. júní 2018 19:14
Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. 29. júní 2018 16:19