Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2018 21:55 Áslaug Thelma Einarsdóttir, fráfarandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Vísir Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur barst í kvöld bréf frá lögmanni Áslaugu Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru í síðustu viku. Var bréfið rætt á fundi stjórnar OR í kvöld en sama bréf var sent stjórn Orku náttúru og mun sú stjórn taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sagði við Vísi að loknum stjórnarfundi OR að hún hefði ekkert rætt við Áslaugu Thelmu frá því málið kom upp. „En að sjálfsögðu verður talað við hana,“ sagði Brynhildur. Spurð hvort að komið hafi til tals að endurráða Thelmu eða draga uppsögn hennar til baka sagðist Brynhildur ekki geta tjáð sig um það. Málið fái sitt ferli og fer til umfjöllunar í stjórn. Brottrekstur Áslaugar hefur dregið dilk á eftir sér og eftirmálinn vakið mikla athygli. Henni var sagt upp störfum á mánudag í síðustu viku en að hennar sögn var sú uppsögn án nokkurra haldbærra skýringa og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Daginn eftir sendu Áslaug og eiginmaður hennar Einar Bárðarson forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarna Bjarnasyni, og starfsmannastjóra OR, Sólrúnu Kristjánsdóttur, harðorðan tölvupóst. Honum fylgdi afrit af tölvupósti sem Bjarni Már Júlíusson, þáverandi framkvæmdastjóri Orku náttúru, hafði sent kvenundirmönnum sínum og hjólreiðafélögum í mars. Ákvað Bjarni Bjarnason að boða Áslaugu og Einar á sinn fund klukkan klukkan tíu síðastliðin miðvikudagsmorgun, ásamt starfsmannastjóra og lögmanni Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir fundinn var stjórn Orku náttúru boðuð saman og ákveðið að segja Bjarna Má upp störfum.Áslaug Thelma hefur haldið því fram að Bjarni Bjarnason hafi meðvitað stutt ruddalega framkomu gagnvart konum. Bjarni Bjarnason sendi tilkynningu á fjölmiðla í vikunni þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því við stjórn OR að víkja tímabundið á meðan úttekt yrði gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Stjórn OR tók þá beiðni fyrir í kvöld og ákvað að verða við henni. Mun Bjarni víkja í tvo mánuði og Helga Jónsdóttir sinna starfi hans á meðan. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur barst í kvöld bréf frá lögmanni Áslaugu Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru í síðustu viku. Var bréfið rætt á fundi stjórnar OR í kvöld en sama bréf var sent stjórn Orku náttúru og mun sú stjórn taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sagði við Vísi að loknum stjórnarfundi OR að hún hefði ekkert rætt við Áslaugu Thelmu frá því málið kom upp. „En að sjálfsögðu verður talað við hana,“ sagði Brynhildur. Spurð hvort að komið hafi til tals að endurráða Thelmu eða draga uppsögn hennar til baka sagðist Brynhildur ekki geta tjáð sig um það. Málið fái sitt ferli og fer til umfjöllunar í stjórn. Brottrekstur Áslaugar hefur dregið dilk á eftir sér og eftirmálinn vakið mikla athygli. Henni var sagt upp störfum á mánudag í síðustu viku en að hennar sögn var sú uppsögn án nokkurra haldbærra skýringa og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Daginn eftir sendu Áslaug og eiginmaður hennar Einar Bárðarson forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarna Bjarnasyni, og starfsmannastjóra OR, Sólrúnu Kristjánsdóttur, harðorðan tölvupóst. Honum fylgdi afrit af tölvupósti sem Bjarni Már Júlíusson, þáverandi framkvæmdastjóri Orku náttúru, hafði sent kvenundirmönnum sínum og hjólreiðafélögum í mars. Ákvað Bjarni Bjarnason að boða Áslaugu og Einar á sinn fund klukkan klukkan tíu síðastliðin miðvikudagsmorgun, ásamt starfsmannastjóra og lögmanni Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir fundinn var stjórn Orku náttúru boðuð saman og ákveðið að segja Bjarna Má upp störfum.Áslaug Thelma hefur haldið því fram að Bjarni Bjarnason hafi meðvitað stutt ruddalega framkomu gagnvart konum. Bjarni Bjarnason sendi tilkynningu á fjölmiðla í vikunni þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því við stjórn OR að víkja tímabundið á meðan úttekt yrði gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Stjórn OR tók þá beiðni fyrir í kvöld og ákvað að verða við henni. Mun Bjarni víkja í tvo mánuði og Helga Jónsdóttir sinna starfi hans á meðan.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14
Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24