Sóttu kindur áður en vonskuveður skellur á minnugir haustinu 2012 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2018 19:45 Bændur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu hafa undanfarna daga staðið í ströngu við að sækja það fé sem eftir er á heiðum í tæka tíð áður en vonskuveður skellur á. Gul viðvörun er í gildi víða á landinu næstu daga og í Aðaldal er gert ráð fyrir allhvassri norðanátt og slyddu eða snjókomu. Bændum á svæðinu eru í fersku minni óveðrið mikla haustið 2012 þar sem ríflega þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi með tilheyrandi tjóni. Því var ákveðið að sækja það fé sem ekki var búið að sækja. „Það er náttúrulega vond veðurspá og við erum svolítið brenndir af því að hafa lent í vondum haustveðrum hérna, síðast 2012. Þannig að við tókum enga séns og þrumuðum bara í þetta og náðum í það sem við héldum að væri eftir,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal. Farið var í fyrstu göngur í Aðaldal fyrr í mánuðinum og þá var megnið af fénu sótt. Upphaflega ætluðu bændur í dalnum þó að vera búnir að sækja eftirlegukindurnar en veðrið hefur sett strik í reikninginn. „Upphaflega ætluðum við fara í aðrar göngur föstudaginn og laugardaginn var en það var slæm veðurspá á föstudag þannig að við frestuðum því líka. Við tókum þennan dag og í gær í þetta því það var ekki um annað að ræða. Spáin er það vond,“ segir Sæþór. Fénu var safnað saman upp á heiði í lítilli rétt áður en því var ekið niður á Presthvamm. Þar var fénu svo komið í réttar hendur. Talið er að nánast allt fé sem eftir var sé nú komið til byggða, en hversu margar kindur voru sóttar í dag og í gær? „Á þessum tveimur dögum núna erum við búin að koma með 150-160 en í fyrstu réttum vorum við með sex þúsund en það er búið að ganga mjög vel og þetta er bara gott mál núna.“ Dýr Landbúnaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Bændur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu hafa undanfarna daga staðið í ströngu við að sækja það fé sem eftir er á heiðum í tæka tíð áður en vonskuveður skellur á. Gul viðvörun er í gildi víða á landinu næstu daga og í Aðaldal er gert ráð fyrir allhvassri norðanátt og slyddu eða snjókomu. Bændum á svæðinu eru í fersku minni óveðrið mikla haustið 2012 þar sem ríflega þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi með tilheyrandi tjóni. Því var ákveðið að sækja það fé sem ekki var búið að sækja. „Það er náttúrulega vond veðurspá og við erum svolítið brenndir af því að hafa lent í vondum haustveðrum hérna, síðast 2012. Þannig að við tókum enga séns og þrumuðum bara í þetta og náðum í það sem við héldum að væri eftir,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal. Farið var í fyrstu göngur í Aðaldal fyrr í mánuðinum og þá var megnið af fénu sótt. Upphaflega ætluðu bændur í dalnum þó að vera búnir að sækja eftirlegukindurnar en veðrið hefur sett strik í reikninginn. „Upphaflega ætluðum við fara í aðrar göngur föstudaginn og laugardaginn var en það var slæm veðurspá á föstudag þannig að við frestuðum því líka. Við tókum þennan dag og í gær í þetta því það var ekki um annað að ræða. Spáin er það vond,“ segir Sæþór. Fénu var safnað saman upp á heiði í lítilli rétt áður en því var ekið niður á Presthvamm. Þar var fénu svo komið í réttar hendur. Talið er að nánast allt fé sem eftir var sé nú komið til byggða, en hversu margar kindur voru sóttar í dag og í gær? „Á þessum tveimur dögum núna erum við búin að koma með 150-160 en í fyrstu réttum vorum við með sex þúsund en það er búið að ganga mjög vel og þetta er bara gott mál núna.“
Dýr Landbúnaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira