Sóttu kindur áður en vonskuveður skellur á minnugir haustinu 2012 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2018 19:45 Bændur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu hafa undanfarna daga staðið í ströngu við að sækja það fé sem eftir er á heiðum í tæka tíð áður en vonskuveður skellur á. Gul viðvörun er í gildi víða á landinu næstu daga og í Aðaldal er gert ráð fyrir allhvassri norðanátt og slyddu eða snjókomu. Bændum á svæðinu eru í fersku minni óveðrið mikla haustið 2012 þar sem ríflega þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi með tilheyrandi tjóni. Því var ákveðið að sækja það fé sem ekki var búið að sækja. „Það er náttúrulega vond veðurspá og við erum svolítið brenndir af því að hafa lent í vondum haustveðrum hérna, síðast 2012. Þannig að við tókum enga séns og þrumuðum bara í þetta og náðum í það sem við héldum að væri eftir,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal. Farið var í fyrstu göngur í Aðaldal fyrr í mánuðinum og þá var megnið af fénu sótt. Upphaflega ætluðu bændur í dalnum þó að vera búnir að sækja eftirlegukindurnar en veðrið hefur sett strik í reikninginn. „Upphaflega ætluðum við fara í aðrar göngur föstudaginn og laugardaginn var en það var slæm veðurspá á föstudag þannig að við frestuðum því líka. Við tókum þennan dag og í gær í þetta því það var ekki um annað að ræða. Spáin er það vond,“ segir Sæþór. Fénu var safnað saman upp á heiði í lítilli rétt áður en því var ekið niður á Presthvamm. Þar var fénu svo komið í réttar hendur. Talið er að nánast allt fé sem eftir var sé nú komið til byggða, en hversu margar kindur voru sóttar í dag og í gær? „Á þessum tveimur dögum núna erum við búin að koma með 150-160 en í fyrstu réttum vorum við með sex þúsund en það er búið að ganga mjög vel og þetta er bara gott mál núna.“ Dýr Landbúnaður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
Bændur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu hafa undanfarna daga staðið í ströngu við að sækja það fé sem eftir er á heiðum í tæka tíð áður en vonskuveður skellur á. Gul viðvörun er í gildi víða á landinu næstu daga og í Aðaldal er gert ráð fyrir allhvassri norðanátt og slyddu eða snjókomu. Bændum á svæðinu eru í fersku minni óveðrið mikla haustið 2012 þar sem ríflega þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi með tilheyrandi tjóni. Því var ákveðið að sækja það fé sem ekki var búið að sækja. „Það er náttúrulega vond veðurspá og við erum svolítið brenndir af því að hafa lent í vondum haustveðrum hérna, síðast 2012. Þannig að við tókum enga séns og þrumuðum bara í þetta og náðum í það sem við héldum að væri eftir,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal. Farið var í fyrstu göngur í Aðaldal fyrr í mánuðinum og þá var megnið af fénu sótt. Upphaflega ætluðu bændur í dalnum þó að vera búnir að sækja eftirlegukindurnar en veðrið hefur sett strik í reikninginn. „Upphaflega ætluðum við fara í aðrar göngur föstudaginn og laugardaginn var en það var slæm veðurspá á föstudag þannig að við frestuðum því líka. Við tókum þennan dag og í gær í þetta því það var ekki um annað að ræða. Spáin er það vond,“ segir Sæþór. Fénu var safnað saman upp á heiði í lítilli rétt áður en því var ekið niður á Presthvamm. Þar var fénu svo komið í réttar hendur. Talið er að nánast allt fé sem eftir var sé nú komið til byggða, en hversu margar kindur voru sóttar í dag og í gær? „Á þessum tveimur dögum núna erum við búin að koma með 150-160 en í fyrstu réttum vorum við með sex þúsund en það er búið að ganga mjög vel og þetta er bara gott mál núna.“
Dýr Landbúnaður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira