Allt er vænt sem vel er grænt Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. september 2018 07:15 Blikarnir fagna. vísir/daníel Breiðablik vann 17. Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki í gær þegar liðið vann 3-1 sigur á Selfossi á heimavelli í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna. Þegar ein umferð er eftir eru Blikar með fjögurra stiga forskot á fráfarandi Íslandsmeistara Þór/KA og er titillinn því í höfn. Eru Kópavogskonur því ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og fengu bikarinn afhentan í leikslok í gær í síðasta heimaleik tímabilsins. Blikar voru lengi af stað í gær og virtust taugarnar vera farnar að segja til sín, Selfyssingar sem höfðu að engu að keppa leiddu í hálfleik. Góð hálfleiksræða skilaði sínu og á upphafsmínútunum náðu Blikarnir forystunni og innsigluðu sigurinn á 73. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir skoraði annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Blika. „Tilfinningin var æðisleg, þetta var betri tilfinning en þegar við urðum bikarmeistarar. Ég var við það að tárast í sigurvímunni og trúði þessu varla sjálf,“ sagði Alexandra himinlifandi í leikslok. „Við vorum undir í hálfleik en sýndum í seinni hálfleik úr hverju við erum gerðar. Við ræddum það í hálfleik og vissum að við ættum nóg inni.“ Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti erfitt með að hemja sig í leikslok. „Tilfinningarnar, þegar leikurinn var flautaður af, báru mig ofurliði og ég brotnaði niður af gleði, þetta er minn fyrsti Íslandsmeistaratitill og ég var alveg í skýjunum,“ sagði Berglind. „Við erum búnar að vera besta liðið í sumar og eigum þetta skilið. Við ætluðum okkur strax báða titlana.“ Árið hefur verið sérstakt hjá Berglindi. Hún kom heim frá Ítalíu eftir fýluferð og fékk ekki að æfa með Blikum vegna samningsins á Ítalíu. Þurfti hún að æfa einsömul í aðdraganda móts. „Þetta hefur verið betra en ég þorði að láta mig dreyma um, ég fékk ekki að æfa með liðinu fyrr en í mars en ég fann aðrar leiðir. Það gekk allt upp og við unnum tvöfalt í fyrsta sinn í þrettán ár. Ég er eiginlega orðlaus yfir því hvað allt gekk upp,“ sagði Berglind. Tímabilinu er ekki lokið hjá henni, hún er í keppni um gullskóinn. „Ég fer ekkert í felur með það, ég ætla að taka gullskóinn. Það væri fullkominn endir á tímabilinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Breiðablik vann 17. Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki í gær þegar liðið vann 3-1 sigur á Selfossi á heimavelli í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna. Þegar ein umferð er eftir eru Blikar með fjögurra stiga forskot á fráfarandi Íslandsmeistara Þór/KA og er titillinn því í höfn. Eru Kópavogskonur því ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og fengu bikarinn afhentan í leikslok í gær í síðasta heimaleik tímabilsins. Blikar voru lengi af stað í gær og virtust taugarnar vera farnar að segja til sín, Selfyssingar sem höfðu að engu að keppa leiddu í hálfleik. Góð hálfleiksræða skilaði sínu og á upphafsmínútunum náðu Blikarnir forystunni og innsigluðu sigurinn á 73. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir skoraði annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Blika. „Tilfinningin var æðisleg, þetta var betri tilfinning en þegar við urðum bikarmeistarar. Ég var við það að tárast í sigurvímunni og trúði þessu varla sjálf,“ sagði Alexandra himinlifandi í leikslok. „Við vorum undir í hálfleik en sýndum í seinni hálfleik úr hverju við erum gerðar. Við ræddum það í hálfleik og vissum að við ættum nóg inni.“ Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti erfitt með að hemja sig í leikslok. „Tilfinningarnar, þegar leikurinn var flautaður af, báru mig ofurliði og ég brotnaði niður af gleði, þetta er minn fyrsti Íslandsmeistaratitill og ég var alveg í skýjunum,“ sagði Berglind. „Við erum búnar að vera besta liðið í sumar og eigum þetta skilið. Við ætluðum okkur strax báða titlana.“ Árið hefur verið sérstakt hjá Berglindi. Hún kom heim frá Ítalíu eftir fýluferð og fékk ekki að æfa með Blikum vegna samningsins á Ítalíu. Þurfti hún að æfa einsömul í aðdraganda móts. „Þetta hefur verið betra en ég þorði að láta mig dreyma um, ég fékk ekki að æfa með liðinu fyrr en í mars en ég fann aðrar leiðir. Það gekk allt upp og við unnum tvöfalt í fyrsta sinn í þrettán ár. Ég er eiginlega orðlaus yfir því hvað allt gekk upp,“ sagði Berglind. Tímabilinu er ekki lokið hjá henni, hún er í keppni um gullskóinn. „Ég fer ekkert í felur með það, ég ætla að taka gullskóinn. Það væri fullkominn endir á tímabilinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira