Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2018 13:19 Bjarni Bjarnason hefur staðið í ströngu sem forstjóri OR. Ekki er langt síðan hann greindi frá rakaskemmdum í umdeildum húsakynnum stofnunarinnar og nú hefur fallið skuggi á áður rómaða hæfni hans sem stjórnanda. Öll spjót standa nú á Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur sem og stjórn hins opinbera fyrirtækisins, eftir harðorðar útlistanir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar – dótturfyrirtækis OR, á samskiptum sínum við forstjórann. Sem kemur á óvart því fyrir fjórum árum var Bjarni sérstaklega kjörinn stjórnandi ársins.Stjórnandi ársins árið 2014 Áslaug Thelma heldur því fram að Bjarna hafi verið kunnugt um ruddalega framgöngu framkvæmdastjóra ON, sem kvartað var undan, en hafi snúið blinda auganu að því á þeim forsendum að framkvæmdastjórinn væri svo góður rekstrarmaður. Málið hefur vakið mikla athygli en Bjarni sendi frá sér yfirlýsingu fyrir stundu þar sem hann segist ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu.Á vef OR er að finna frásögn af því þegar Bjarni Bjarnason þáði viðurkenningu úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar sem snéri að því að Bjarni væri afbragð annarra stjórnenda.skjáskot af vef orÞetta klandur forstjórans hlýtur að koma mörgum í opna skjöldu. Þó ekki sé nema vegna þess að árið 2014 var Bjarni sérstaklega kosinn stjórnandi ársins af Stjórnvísi og þáði sem slíkur sérstaka viðurkenningu sem þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti við hátíðlega athöfn.Nýtur virðingar starfsfólks að sögn Orkuveita Reykjavíkur greindi frá þeim viðburði á vef sínum og vitnar skilmerkilega í afar lofsamlega umsögn dómnefndar um hæfi Bjarna sem stjórnanda. Hann er sagður öflugur leiðtogi, með sterka framtíðarsýn og hefur, að mati samstarfsmanna sinna, tekist að fylkja starfsfólkinu á bak við sig. Jafnframt að hann hafi látið jafnréttismál sérstaklega til sín taka. Ef marka má umsagnir eru starfsmenn OR honum þakklátir fyrir að hafa náð að bjarga fyrirtækinu úr ógöngum. „Hann er sagður sýna ótrúlega elju og dugnað, vera sanngjarn en kröfuharður og einnig góð fyrirmynd; hann fari fram af ákveðni en sýni mýkt þegar það á við og hlusti vel. Hann nýtur virðingar jafnt inni á vinnustaðnum sem og utan hans.“Vakinn og sofinn yfir velferð starfsfólks En, sem áður sagði er Áslaug Thelma ekki í hópi aðdáenda Bjarna. Og svo enn sé vitnað í umsagnir dómnefndar Stjórnvísis: „Um leið og hann hafi náð gríðarlegum árangri í fjármálastjórnun, þá hafi hann fundið tíma til að sinna þáttum eins og upplýsingagjöf til starfsmanna, jafnréttismálum og umhverfismálum, auk þess sem þjónustumenningin hafi batnað með mælanlegum hætti undir hans forystu.“ Bjarni er aukinheldur sagður óhræddur við að hugsa út fyrir boxið hvort sem um er að ræða aðgerðir til hagræðingar eða að bæta starfsumhverfi starfsfólks. MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Öll spjót standa nú á Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur sem og stjórn hins opinbera fyrirtækisins, eftir harðorðar útlistanir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar – dótturfyrirtækis OR, á samskiptum sínum við forstjórann. Sem kemur á óvart því fyrir fjórum árum var Bjarni sérstaklega kjörinn stjórnandi ársins.Stjórnandi ársins árið 2014 Áslaug Thelma heldur því fram að Bjarna hafi verið kunnugt um ruddalega framgöngu framkvæmdastjóra ON, sem kvartað var undan, en hafi snúið blinda auganu að því á þeim forsendum að framkvæmdastjórinn væri svo góður rekstrarmaður. Málið hefur vakið mikla athygli en Bjarni sendi frá sér yfirlýsingu fyrir stundu þar sem hann segist ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu.Á vef OR er að finna frásögn af því þegar Bjarni Bjarnason þáði viðurkenningu úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar sem snéri að því að Bjarni væri afbragð annarra stjórnenda.skjáskot af vef orÞetta klandur forstjórans hlýtur að koma mörgum í opna skjöldu. Þó ekki sé nema vegna þess að árið 2014 var Bjarni sérstaklega kosinn stjórnandi ársins af Stjórnvísi og þáði sem slíkur sérstaka viðurkenningu sem þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti við hátíðlega athöfn.Nýtur virðingar starfsfólks að sögn Orkuveita Reykjavíkur greindi frá þeim viðburði á vef sínum og vitnar skilmerkilega í afar lofsamlega umsögn dómnefndar um hæfi Bjarna sem stjórnanda. Hann er sagður öflugur leiðtogi, með sterka framtíðarsýn og hefur, að mati samstarfsmanna sinna, tekist að fylkja starfsfólkinu á bak við sig. Jafnframt að hann hafi látið jafnréttismál sérstaklega til sín taka. Ef marka má umsagnir eru starfsmenn OR honum þakklátir fyrir að hafa náð að bjarga fyrirtækinu úr ógöngum. „Hann er sagður sýna ótrúlega elju og dugnað, vera sanngjarn en kröfuharður og einnig góð fyrirmynd; hann fari fram af ákveðni en sýni mýkt þegar það á við og hlusti vel. Hann nýtur virðingar jafnt inni á vinnustaðnum sem og utan hans.“Vakinn og sofinn yfir velferð starfsfólks En, sem áður sagði er Áslaug Thelma ekki í hópi aðdáenda Bjarna. Og svo enn sé vitnað í umsagnir dómnefndar Stjórnvísis: „Um leið og hann hafi náð gríðarlegum árangri í fjármálastjórnun, þá hafi hann fundið tíma til að sinna þáttum eins og upplýsingagjöf til starfsmanna, jafnréttismálum og umhverfismálum, auk þess sem þjónustumenningin hafi batnað með mælanlegum hætti undir hans forystu.“ Bjarni er aukinheldur sagður óhræddur við að hugsa út fyrir boxið hvort sem um er að ræða aðgerðir til hagræðingar eða að bæta starfsumhverfi starfsfólks.
MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51