Bíllaus fagna tíu ára starfi Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2018 06:00 Björn Hákon Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vill að fólk hafi val um ferðamáta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það hefur verið mjög framsækið að stofna samtökin á sínum tíma. Við finnum fyrir því að það er mjög mikill áhugi á þessu í dag. Okkur langar þess vegna til að efla samtökin og setja þau í fastari skorður,“ segir Björn Hákon Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Samtökin hafa verið rekin sem frjáls félagasamtök en ekki haft fasta félagaskrá. „Við erum öflug samtök í dag en það er enginn að greiða félagsgjöld. Það getur líka verið erfiðara að sækja um styrki þegar það er engin félagaskrá.“ Björn segir að allir séu velkomnir í samtökin, líka þeir sem eiga bíl. „Við erum að vinna að því að fólk hafi val um ferðamáta. Fólk á að geta nýtt sér almenningssamgöngur og hjólreiðar en líka farið fótgangandi. Þetta tengist mikið skipulagsmálunum. Það skiptir miklu máli hvernig borgin og sveitarfélög eru skipulögð.“ Að mati Björns felast ákveðin lífsgæði í því að eiga ekki bíl. „Þú sparar bæði peninga og tíma og losnar við mikinn streituvald. Við fjölskyldan erum með rafmagnsbíl núna en vorum alveg bíllaus í tvö og hálft ár þegar ég bjó nær vinnustaðnum. Í framtíðinni stefnum við að því að verða alveg bíllaus.“ Núverandi vinnustaður Björns er á Bíldshöfða en hann býr í Vesturbænum. „Ég hjóla í vinnuna eins oft og ég get. Maður stjórnar þessu auðvitað sjálfur og þetta er líka spurning um hugarfar. Það er alveg hægt að klæða veðrið af sér.“ Á fundinum verður kynning á Byggingarfélagi Samtaka um bíllausan lífsstíl. Félagið sótti um að fá að byggja bíllaust hverfi á Sjómannaskólareitnum við Háteigsveg. Reykjavíkurborg auglýsti nokkrar lóðir sem óhagnaðardrifin félög gátu sótt um. „Þessi hópur hefur unnið mikla vinna við hönnun og skipulagningu hverfisins. Þetta er mjög spennandi verkefni en það kemur í ljós í október hver fær svæðið úthlutað.“ Nýlega voru kynntar tillögur stjórnvalda í loftslagsmálum. Meðal annars á að banna nýskráningar bensín- og dísilbíla frá 2030 en einnig á að efla almenningssamgöngur og hjólreiðar. „Þetta eru mál sem við erum að skoða og munum jafnvel álykta um á fundinum. Persónulega er ég ekki hrifinn af boðum og bönnum. Mér finnst frekar að það eigi að gera innviðina þannig að fólk hafi raunhæfan valkost við einkabílinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Það hefur verið mjög framsækið að stofna samtökin á sínum tíma. Við finnum fyrir því að það er mjög mikill áhugi á þessu í dag. Okkur langar þess vegna til að efla samtökin og setja þau í fastari skorður,“ segir Björn Hákon Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Samtökin hafa verið rekin sem frjáls félagasamtök en ekki haft fasta félagaskrá. „Við erum öflug samtök í dag en það er enginn að greiða félagsgjöld. Það getur líka verið erfiðara að sækja um styrki þegar það er engin félagaskrá.“ Björn segir að allir séu velkomnir í samtökin, líka þeir sem eiga bíl. „Við erum að vinna að því að fólk hafi val um ferðamáta. Fólk á að geta nýtt sér almenningssamgöngur og hjólreiðar en líka farið fótgangandi. Þetta tengist mikið skipulagsmálunum. Það skiptir miklu máli hvernig borgin og sveitarfélög eru skipulögð.“ Að mati Björns felast ákveðin lífsgæði í því að eiga ekki bíl. „Þú sparar bæði peninga og tíma og losnar við mikinn streituvald. Við fjölskyldan erum með rafmagnsbíl núna en vorum alveg bíllaus í tvö og hálft ár þegar ég bjó nær vinnustaðnum. Í framtíðinni stefnum við að því að verða alveg bíllaus.“ Núverandi vinnustaður Björns er á Bíldshöfða en hann býr í Vesturbænum. „Ég hjóla í vinnuna eins oft og ég get. Maður stjórnar þessu auðvitað sjálfur og þetta er líka spurning um hugarfar. Það er alveg hægt að klæða veðrið af sér.“ Á fundinum verður kynning á Byggingarfélagi Samtaka um bíllausan lífsstíl. Félagið sótti um að fá að byggja bíllaust hverfi á Sjómannaskólareitnum við Háteigsveg. Reykjavíkurborg auglýsti nokkrar lóðir sem óhagnaðardrifin félög gátu sótt um. „Þessi hópur hefur unnið mikla vinna við hönnun og skipulagningu hverfisins. Þetta er mjög spennandi verkefni en það kemur í ljós í október hver fær svæðið úthlutað.“ Nýlega voru kynntar tillögur stjórnvalda í loftslagsmálum. Meðal annars á að banna nýskráningar bensín- og dísilbíla frá 2030 en einnig á að efla almenningssamgöngur og hjólreiðar. „Þetta eru mál sem við erum að skoða og munum jafnvel álykta um á fundinum. Persónulega er ég ekki hrifinn af boðum og bönnum. Mér finnst frekar að það eigi að gera innviðina þannig að fólk hafi raunhæfan valkost við einkabílinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15