Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2018 10:00 Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár, samkvæmt áætlunum átti að taka göngin í notkun á seinni hluta ársins 2016. Í síðustu viku var hins vegar tilkynnt að samkomlag hefði náðst um að göngunum yrði skilað tilbúnum til umferðar þann 30. nóvember næstkomandi. Er miðað við að göngin verði tekin í notkun 1. desember. „Ég held að það sé lykilatriði að festa dagsetningu niður svo allir geti miðað á sömu dagsetningu og lagt aðeins meiri kraft í verkið eins og núna er verið að gera,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Þegar fréttamaður leit við í göngunum á dögunum var nóg um að vera, rafvirkjar, malbikarar, pípulagningarmenn og fjölmargir verkamenn voru þar að störfum en eins og sjá á myndunum eru ansi mörg handtök sem eftir á að vinna eigi að nást að opna göngin á fullveldisdaginn. Þá má einnig sjá að staðan á frágangi er mjög mismunandi eftir því hvar maður er staddur í göngunum, sums staðar eru þau nær fullkláruð en annars staðar er mikið eftir. En mun mönnum takast að ná að klára allt sem þarf að gera fyrir 1. desember? „Það er hellingur sem þarf að gerast en menn bretta upp ermarnar og allir ætlar sér að reyna að ná þessu markmiði.“Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig göngin lítu út um helgina en fréttamaður keyrði í gegnum hin 7,5 kílómetra löngu göng frjá Fnjóskadal í fylgd starfsmanns Vaðlaheiðarganga. Athuga skal að myndbandið spilast á sexföldum hraða. Samgöngur Tengdar fréttir Ekki þarf að stansa til að aka um Vaðlaheiðargöng Greiðsla fyrir að aka um Vaðlaheiðargöngin verður rafræn og mun þar af leiðandi engin mönnuð stöð vera við annan enda ganganna til að rukka ökumenn. Hægt verður að kaupa miða í gegnum göngin á netinu eða í appi í snjalltækjum. Þeir sem greiða ekki en fara um göngin fá sendan greiðsluseðil. 11. janúar 2018 06:00 Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár, samkvæmt áætlunum átti að taka göngin í notkun á seinni hluta ársins 2016. Í síðustu viku var hins vegar tilkynnt að samkomlag hefði náðst um að göngunum yrði skilað tilbúnum til umferðar þann 30. nóvember næstkomandi. Er miðað við að göngin verði tekin í notkun 1. desember. „Ég held að það sé lykilatriði að festa dagsetningu niður svo allir geti miðað á sömu dagsetningu og lagt aðeins meiri kraft í verkið eins og núna er verið að gera,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Þegar fréttamaður leit við í göngunum á dögunum var nóg um að vera, rafvirkjar, malbikarar, pípulagningarmenn og fjölmargir verkamenn voru þar að störfum en eins og sjá á myndunum eru ansi mörg handtök sem eftir á að vinna eigi að nást að opna göngin á fullveldisdaginn. Þá má einnig sjá að staðan á frágangi er mjög mismunandi eftir því hvar maður er staddur í göngunum, sums staðar eru þau nær fullkláruð en annars staðar er mikið eftir. En mun mönnum takast að ná að klára allt sem þarf að gera fyrir 1. desember? „Það er hellingur sem þarf að gerast en menn bretta upp ermarnar og allir ætlar sér að reyna að ná þessu markmiði.“Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig göngin lítu út um helgina en fréttamaður keyrði í gegnum hin 7,5 kílómetra löngu göng frjá Fnjóskadal í fylgd starfsmanns Vaðlaheiðarganga. Athuga skal að myndbandið spilast á sexföldum hraða.
Samgöngur Tengdar fréttir Ekki þarf að stansa til að aka um Vaðlaheiðargöng Greiðsla fyrir að aka um Vaðlaheiðargöngin verður rafræn og mun þar af leiðandi engin mönnuð stöð vera við annan enda ganganna til að rukka ökumenn. Hægt verður að kaupa miða í gegnum göngin á netinu eða í appi í snjalltækjum. Þeir sem greiða ekki en fara um göngin fá sendan greiðsluseðil. 11. janúar 2018 06:00 Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Ekki þarf að stansa til að aka um Vaðlaheiðargöng Greiðsla fyrir að aka um Vaðlaheiðargöngin verður rafræn og mun þar af leiðandi engin mönnuð stöð vera við annan enda ganganna til að rukka ökumenn. Hægt verður að kaupa miða í gegnum göngin á netinu eða í appi í snjalltækjum. Þeir sem greiða ekki en fara um göngin fá sendan greiðsluseðil. 11. janúar 2018 06:00
Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33
Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38