Serena Williams breytir tennis Benedikt Bóas skrifar 15. september 2018 09:30 Serena Williams ræðir hér við dómarann Carlos Ramos. Samskipti þeirra voru ekkert sérlega vingjarnleg en Serena vill meina að karlmaður hefði aldrei fengið sömu meðhöndlun. Það var lítill klassi yfir leik Serenu Williams í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis um síðustu helgi. Williams, sem margir telja einn besta íþróttamann sögunnar enda búin að vina 23 risatitla, tapaði þá fyrir Japananum Naomi Osaka nokkuð verðskuldað en hegðun hennar í leiknum sjálfum hefur valdið ofboðslegu fjaðrafoki. Williams braut spaða í leiknum, sakaði dómarann, Carlos Ramos, um lygar, karlrembu og þjófnað og lét almennt öllum illum látum. Hún sýndi enga meistaratakta og tapaði fyrir betri tennisleikara þennan dag. Alls námu sektirnar sem Ramos henti á hana 17 þúsund dollurum. En þótt Serena hafi tapað á vellinum var hún ekki klár í að tapa eftirleiknum líka. Hún hefur haldið áfram baráttu sinni gegn karlrembu í tennisheiminum og hefur talað um að karlmaður af hennar stjörnugráðu hefði aldrei fengið svona dóma á sig.Serena Williams að rífast við dómara á U.S. Open árið 2009.Vísir/GettyBreska blaðið The Times sagði frá því í vikunni að dómarar í tennis ætluðu að taka höndum saman og sniðganga leiki Williams. Nafnlaus heimildarmaður sem The Times vitnar í segir að dómarar séu ekki sáttir við skort á stuðningi frá Tennissambandi Bandaríkjanna og að Ramos sé hent fyrir úlfana eingöngu fyrir að sinna starfi sínu. Allar ákvarðanir hans hafi verið réttar og samkvæmt laganna bókstaf og hann sé þannig dómari. Þeir eru jú misjafnir eins og leikmennirnir. Ein tillagan er að sniðganga alla leiki Williams þar til hún biður Ramos afsökunar. Trúlega mun fyrr frjósa í helvíti. Eftir að Ramos hafði dæmt víti á hana fyrir að vera þjálfuð frá áhorfendabekkjunum, en slíkt er stranglega bannað, sakaði Williams hann um lygar. Flestir eru á því að dómur Ramos hafi verið réttur.Serena Williams hefur unnið alls 39 risatitla á ferlinum að meðtöldum tvíliða- og tvenndarleik. Ein og sér hefur hún unnið 23 risatitla og fjögur Ólympíugull. Hún var á toppi heimslistans 186 vikur í röð og 319 vikur í það heila. Vön að vera númer eitt.Því næst braut hún spaðann og víti var eðlilega rétt ákvörðun hjá Portúgalanum. Þriðja brot hennar var að kalla Ramos þjóf og vera með dónaskap. Fyrir það fékk hún víti á sig og Osaka fékk stig í kjölfarið sem tryggði í raun sigur hennar. Ramos hefur í gegnum dómaraferil sinn verið strangur gagnvart öllum dónaskap. Hann mun dæma næst í Davies-bikarnum milli Bandaríkjanna og Króatíu. Williams er þó ekki af baki dottin og ætlar að berjast áfram gegn karlrembunni því henni finnst að hvítir menn í tennis fái að gera hluti sem hún fengi aldrei að komast upp með. Og um það snýst málið. Að konur fái sömu meðferð. Billy Jean King, goðsögn í tennisheiminum og einn af stofnendum tennissambands kvenna, WTA, sagðist á Twitter-síðu sinni styðja Williams. Það sé fáránlegt að refsa konu fyrir að vera í uppnámi og segja hana hysteríska en segja karlmenn hreinskilna þegar þeir hegða sér á sama hátt. Tennisleikarnir Andy Roddick og James Blake hafa einnig stigið fram til stuðnings Williams. WTA sagði í yfirlýsingu að þolinmæði gagnvart karlmönnum væri mun meiri og kallaði eftir aðgerðum.Sigurvegarinn Naomi Osaka gat ekki falið tárin fyrir bauli áhorfenda sem studdu átrúnaðargoð hennar Serenu Williams sem stöðvaði það í lokin.Dómarinn Carlos Ramos sagði í örviðtali við Tribuna Expresso í Portúgal, að sér væri slétt sama – svona miðað við aðstæður. „Þetta er viðkvæmt mál en þetta er ekki klippt og skorið. Þannig er það aldrei. En það þarf enginn að hafa áhyggjur af mér.“ Blaðið segir að nokkrir leikmenn og vinir hafi sent honum stuðningskveðjur. WTA hefur kallað eftir jafnri meðferð og að þjálfun á meðan á leik stendur verði leyfð. Hvort karlrembunni í tennisheiminum verði útrýmt er erfitt að spá fyrir um. Það gengur hægt í fótbolta til dæmis og íþróttum almennt. Trúlega er jafnréttið mest í MMA. En flestir eru sammála um að það þurfi að setja skýrari reglur um þjálfun frá hliðarlínunni. Þar hefur Serena eitthvað til síns máls. Trúlega mun málflutningur hennar verða til þess að reglunum verði breytt. Eitt er víst að þó að Serena hafi tapað úrslitaleiknum þá vinnur hún sjálfan tennisleikinn þegar öll kurl eru komin til grafar. Hún hefur sýnt það áður á ferlinum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Serena Williams kallaði dómarann þjóf og tapaði úrslitaeinvíginu Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams tapaði nokkuð óvænt fyrir Japananum Naomi Osaka í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis en mótið er eitt af risamótunum í tennis. 9. september 2018 10:00 Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. 10. september 2018 16:30 Tennissamband kvenna styður ásakanir Serenu um kynjamismunun Tennissamband kvenna stendur við bakið á Serenu Williams í gagnrýni hennar á dómaranum Carlos Ramos og styður ásakanir hennar um kynjabundna mismunun. 10. september 2018 08:00 Serena hvíslaði fallegum orðum í eyra Osaka Í öllum látunum í kringum Serenu Williams í úrslitum US Open þá gleymdist eiginlega að hin 20 ára gamla Naomi Osaka vann frábæran sigur á átrúnaðargoði sínu í úrslitaleik mótsins. 13. september 2018 22:00 Gefa lítið fyrir harða gagnrýni á umdeilda skopmynd af Serenu Williams Ritstjórn ástralska dagblaðsins Herald Sun gefur lítið fyrir harða gagnrýni sem blaðið hefur fengið eftir að það birti umdeilda skopmynd af íþróttakonunni Serenu Williams. 11. september 2018 21:06 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Það var lítill klassi yfir leik Serenu Williams í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis um síðustu helgi. Williams, sem margir telja einn besta íþróttamann sögunnar enda búin að vina 23 risatitla, tapaði þá fyrir Japananum Naomi Osaka nokkuð verðskuldað en hegðun hennar í leiknum sjálfum hefur valdið ofboðslegu fjaðrafoki. Williams braut spaða í leiknum, sakaði dómarann, Carlos Ramos, um lygar, karlrembu og þjófnað og lét almennt öllum illum látum. Hún sýndi enga meistaratakta og tapaði fyrir betri tennisleikara þennan dag. Alls námu sektirnar sem Ramos henti á hana 17 þúsund dollurum. En þótt Serena hafi tapað á vellinum var hún ekki klár í að tapa eftirleiknum líka. Hún hefur haldið áfram baráttu sinni gegn karlrembu í tennisheiminum og hefur talað um að karlmaður af hennar stjörnugráðu hefði aldrei fengið svona dóma á sig.Serena Williams að rífast við dómara á U.S. Open árið 2009.Vísir/GettyBreska blaðið The Times sagði frá því í vikunni að dómarar í tennis ætluðu að taka höndum saman og sniðganga leiki Williams. Nafnlaus heimildarmaður sem The Times vitnar í segir að dómarar séu ekki sáttir við skort á stuðningi frá Tennissambandi Bandaríkjanna og að Ramos sé hent fyrir úlfana eingöngu fyrir að sinna starfi sínu. Allar ákvarðanir hans hafi verið réttar og samkvæmt laganna bókstaf og hann sé þannig dómari. Þeir eru jú misjafnir eins og leikmennirnir. Ein tillagan er að sniðganga alla leiki Williams þar til hún biður Ramos afsökunar. Trúlega mun fyrr frjósa í helvíti. Eftir að Ramos hafði dæmt víti á hana fyrir að vera þjálfuð frá áhorfendabekkjunum, en slíkt er stranglega bannað, sakaði Williams hann um lygar. Flestir eru á því að dómur Ramos hafi verið réttur.Serena Williams hefur unnið alls 39 risatitla á ferlinum að meðtöldum tvíliða- og tvenndarleik. Ein og sér hefur hún unnið 23 risatitla og fjögur Ólympíugull. Hún var á toppi heimslistans 186 vikur í röð og 319 vikur í það heila. Vön að vera númer eitt.Því næst braut hún spaðann og víti var eðlilega rétt ákvörðun hjá Portúgalanum. Þriðja brot hennar var að kalla Ramos þjóf og vera með dónaskap. Fyrir það fékk hún víti á sig og Osaka fékk stig í kjölfarið sem tryggði í raun sigur hennar. Ramos hefur í gegnum dómaraferil sinn verið strangur gagnvart öllum dónaskap. Hann mun dæma næst í Davies-bikarnum milli Bandaríkjanna og Króatíu. Williams er þó ekki af baki dottin og ætlar að berjast áfram gegn karlrembunni því henni finnst að hvítir menn í tennis fái að gera hluti sem hún fengi aldrei að komast upp með. Og um það snýst málið. Að konur fái sömu meðferð. Billy Jean King, goðsögn í tennisheiminum og einn af stofnendum tennissambands kvenna, WTA, sagðist á Twitter-síðu sinni styðja Williams. Það sé fáránlegt að refsa konu fyrir að vera í uppnámi og segja hana hysteríska en segja karlmenn hreinskilna þegar þeir hegða sér á sama hátt. Tennisleikarnir Andy Roddick og James Blake hafa einnig stigið fram til stuðnings Williams. WTA sagði í yfirlýsingu að þolinmæði gagnvart karlmönnum væri mun meiri og kallaði eftir aðgerðum.Sigurvegarinn Naomi Osaka gat ekki falið tárin fyrir bauli áhorfenda sem studdu átrúnaðargoð hennar Serenu Williams sem stöðvaði það í lokin.Dómarinn Carlos Ramos sagði í örviðtali við Tribuna Expresso í Portúgal, að sér væri slétt sama – svona miðað við aðstæður. „Þetta er viðkvæmt mál en þetta er ekki klippt og skorið. Þannig er það aldrei. En það þarf enginn að hafa áhyggjur af mér.“ Blaðið segir að nokkrir leikmenn og vinir hafi sent honum stuðningskveðjur. WTA hefur kallað eftir jafnri meðferð og að þjálfun á meðan á leik stendur verði leyfð. Hvort karlrembunni í tennisheiminum verði útrýmt er erfitt að spá fyrir um. Það gengur hægt í fótbolta til dæmis og íþróttum almennt. Trúlega er jafnréttið mest í MMA. En flestir eru sammála um að það þurfi að setja skýrari reglur um þjálfun frá hliðarlínunni. Þar hefur Serena eitthvað til síns máls. Trúlega mun málflutningur hennar verða til þess að reglunum verði breytt. Eitt er víst að þó að Serena hafi tapað úrslitaleiknum þá vinnur hún sjálfan tennisleikinn þegar öll kurl eru komin til grafar. Hún hefur sýnt það áður á ferlinum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Serena Williams kallaði dómarann þjóf og tapaði úrslitaeinvíginu Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams tapaði nokkuð óvænt fyrir Japananum Naomi Osaka í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis en mótið er eitt af risamótunum í tennis. 9. september 2018 10:00 Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. 10. september 2018 16:30 Tennissamband kvenna styður ásakanir Serenu um kynjamismunun Tennissamband kvenna stendur við bakið á Serenu Williams í gagnrýni hennar á dómaranum Carlos Ramos og styður ásakanir hennar um kynjabundna mismunun. 10. september 2018 08:00 Serena hvíslaði fallegum orðum í eyra Osaka Í öllum látunum í kringum Serenu Williams í úrslitum US Open þá gleymdist eiginlega að hin 20 ára gamla Naomi Osaka vann frábæran sigur á átrúnaðargoði sínu í úrslitaleik mótsins. 13. september 2018 22:00 Gefa lítið fyrir harða gagnrýni á umdeilda skopmynd af Serenu Williams Ritstjórn ástralska dagblaðsins Herald Sun gefur lítið fyrir harða gagnrýni sem blaðið hefur fengið eftir að það birti umdeilda skopmynd af íþróttakonunni Serenu Williams. 11. september 2018 21:06 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Serena Williams kallaði dómarann þjóf og tapaði úrslitaeinvíginu Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams tapaði nokkuð óvænt fyrir Japananum Naomi Osaka í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis en mótið er eitt af risamótunum í tennis. 9. september 2018 10:00
Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. 10. september 2018 16:30
Tennissamband kvenna styður ásakanir Serenu um kynjamismunun Tennissamband kvenna stendur við bakið á Serenu Williams í gagnrýni hennar á dómaranum Carlos Ramos og styður ásakanir hennar um kynjabundna mismunun. 10. september 2018 08:00
Serena hvíslaði fallegum orðum í eyra Osaka Í öllum látunum í kringum Serenu Williams í úrslitum US Open þá gleymdist eiginlega að hin 20 ára gamla Naomi Osaka vann frábæran sigur á átrúnaðargoði sínu í úrslitaleik mótsins. 13. september 2018 22:00
Gefa lítið fyrir harða gagnrýni á umdeilda skopmynd af Serenu Williams Ritstjórn ástralska dagblaðsins Herald Sun gefur lítið fyrir harða gagnrýni sem blaðið hefur fengið eftir að það birti umdeilda skopmynd af íþróttakonunni Serenu Williams. 11. september 2018 21:06