Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2018 13:41 Svavar Geir segir að þau á Urriðavelli hafi orðið meira vör við ref þetta sumarið en oftast áður. Svavar Geir Golfklúbburinn Oddur, sem á varnarþing á Urriðavelli sem er í Heiðmörk fyrir ofan Garðabæ, hefur auglýst laus pláss á sinni félagaskrá. Og það fylgdi svo þeirri sögu að í sumar hafi „nokkrir fallegir refir laumast í félagatalið og gert sig heimakomna og ef þeim fjölgar eitthvað þá gæti verið erfitt að komast að næsta sumar og því um að gera að skrá sig sem fyrst.“ Svavar Geir Svavarsson er skrifstofu- og markaðsstjóri klúbbsins og hann tók myndir af þessu fallega en umdeilda dýri. Að undanförnu hafa þeir séð talsvert mörg dýr á vellinum.Álykta mætti að refirnir fundi á þessum stað sem minnir á húsakynni Sameinuðu þjóðanna.Svavar Geir„Þeir eru voðalega líflegir. Það getur verið kyrrt og stillt hér á morgnana og þeir leika sér þá hér,“ segir Svavar Geir. Hann segir að þau hjá Oddi hafi orðið meira vör við refinn nú í sumar en oft áður. Þeir marka fótspor í bönkerana og grafa einnig eitt og annað matarkyns sem þeir komast yfir. Ekki er annað á Svavari Geir að heyra en þeir séu aufúsugestir. „Við viljum hafa sem mest dýralíf hér. Og viljum alls ekki láta lóga honum. En, hann ógnar reyndar rjúpunni. Hér er mikið af henni,“ segir Svavar Geir.Rakel segir rannsóknir Náttúrufræðistofnunar ekki benda til þess að refnum sé að fjölga.Rjúpan er friðuð á öllu Reykjanesi og hefur verið í áratugi. Því er ekki úr vegi að ætla að ref hafi fjölgað en hjá Náttúrufræðistofnun Íslands starfar Ragnheiður Rakel Hanson dýrafræðingur við verkefni sem stutt er af af Nýsköpunarsjóði námsmanna og hún segir svo ekki vera. Ekki samkvæmt síðustu talningu. „Við höfum einmitt verið að kortleggja útbreiðslu refs í kringum byggðina. Og þar sem byggðin er að færast meira út í þeirra heimasvæði er fólk farið að sjá miklu meira af þeim,“ segir Ragnheiður Rakel. Það er sem sagt svo að fólkið er að færa sig til refsins en ekki öfugt.Refirnir eru mest áberandi í morgunsárið þegar stillt er í Heiðmörk.Svavar Geir„Fólk sem er að leggja út æti fyrir hrafn og önnur dýr og þá sér refurinn það sem ókeypis máltíð. Gæti verið að lokka þá að. Ekki endilega að þeim sé að fjölga. Frekar að fólk verði meira vart við þá.“ Refastofninn er, að sögn Ragnheiðar, mjög stöðugur miðað við síðustu útreikninga. Refurinn er umdeilt dýr, og illa séður meðal bænda og annarra þeirra sem sjá hann sem skaðvald í öðru dýralífi.Hérna sést refur af flöt.Svavar Geir„Mér finnst þeir voðalega mikil krútt, finnst vænt um þá,“ segir Ragnheiður Rakel og vísar til rannsókna sinna á honum að undanförnu. Hún segir að refirnir á Urriðavelli, sem er staðsettur í næsta nágrenni við aðalstöðvar Náttúrufræðistofnunar í Garðabænum, sem getur að líta á meðfylgjandi myndum séu þrír yrðlingar og svo einn fullorðinn. Þess vegna eru þeir svona margir saman.Annar dekkri en hinn ljósari.Svavar GeirRefurinn er einfari að upplagi en stundum heldur tófan, eða kvendýrið, hópnum saman ef um er að ræða fjölskyldu. En, það snýr þá einkum að uppeldinu. „Þeir eru í Heiðmörk, við vitum það, og á þessu svæði. Costco-refurinn sem dæmi, þannig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fólk verður vart við þá.“Refirnir hoppa og skoppa í hrauninu.Svavar Geir Dýr Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Golfklúbburinn Oddur, sem á varnarþing á Urriðavelli sem er í Heiðmörk fyrir ofan Garðabæ, hefur auglýst laus pláss á sinni félagaskrá. Og það fylgdi svo þeirri sögu að í sumar hafi „nokkrir fallegir refir laumast í félagatalið og gert sig heimakomna og ef þeim fjölgar eitthvað þá gæti verið erfitt að komast að næsta sumar og því um að gera að skrá sig sem fyrst.“ Svavar Geir Svavarsson er skrifstofu- og markaðsstjóri klúbbsins og hann tók myndir af þessu fallega en umdeilda dýri. Að undanförnu hafa þeir séð talsvert mörg dýr á vellinum.Álykta mætti að refirnir fundi á þessum stað sem minnir á húsakynni Sameinuðu þjóðanna.Svavar Geir„Þeir eru voðalega líflegir. Það getur verið kyrrt og stillt hér á morgnana og þeir leika sér þá hér,“ segir Svavar Geir. Hann segir að þau hjá Oddi hafi orðið meira vör við refinn nú í sumar en oft áður. Þeir marka fótspor í bönkerana og grafa einnig eitt og annað matarkyns sem þeir komast yfir. Ekki er annað á Svavari Geir að heyra en þeir séu aufúsugestir. „Við viljum hafa sem mest dýralíf hér. Og viljum alls ekki láta lóga honum. En, hann ógnar reyndar rjúpunni. Hér er mikið af henni,“ segir Svavar Geir.Rakel segir rannsóknir Náttúrufræðistofnunar ekki benda til þess að refnum sé að fjölga.Rjúpan er friðuð á öllu Reykjanesi og hefur verið í áratugi. Því er ekki úr vegi að ætla að ref hafi fjölgað en hjá Náttúrufræðistofnun Íslands starfar Ragnheiður Rakel Hanson dýrafræðingur við verkefni sem stutt er af af Nýsköpunarsjóði námsmanna og hún segir svo ekki vera. Ekki samkvæmt síðustu talningu. „Við höfum einmitt verið að kortleggja útbreiðslu refs í kringum byggðina. Og þar sem byggðin er að færast meira út í þeirra heimasvæði er fólk farið að sjá miklu meira af þeim,“ segir Ragnheiður Rakel. Það er sem sagt svo að fólkið er að færa sig til refsins en ekki öfugt.Refirnir eru mest áberandi í morgunsárið þegar stillt er í Heiðmörk.Svavar Geir„Fólk sem er að leggja út æti fyrir hrafn og önnur dýr og þá sér refurinn það sem ókeypis máltíð. Gæti verið að lokka þá að. Ekki endilega að þeim sé að fjölga. Frekar að fólk verði meira vart við þá.“ Refastofninn er, að sögn Ragnheiðar, mjög stöðugur miðað við síðustu útreikninga. Refurinn er umdeilt dýr, og illa séður meðal bænda og annarra þeirra sem sjá hann sem skaðvald í öðru dýralífi.Hérna sést refur af flöt.Svavar Geir„Mér finnst þeir voðalega mikil krútt, finnst vænt um þá,“ segir Ragnheiður Rakel og vísar til rannsókna sinna á honum að undanförnu. Hún segir að refirnir á Urriðavelli, sem er staðsettur í næsta nágrenni við aðalstöðvar Náttúrufræðistofnunar í Garðabænum, sem getur að líta á meðfylgjandi myndum séu þrír yrðlingar og svo einn fullorðinn. Þess vegna eru þeir svona margir saman.Annar dekkri en hinn ljósari.Svavar GeirRefurinn er einfari að upplagi en stundum heldur tófan, eða kvendýrið, hópnum saman ef um er að ræða fjölskyldu. En, það snýr þá einkum að uppeldinu. „Þeir eru í Heiðmörk, við vitum það, og á þessu svæði. Costco-refurinn sem dæmi, þannig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fólk verður vart við þá.“Refirnir hoppa og skoppa í hrauninu.Svavar Geir
Dýr Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira