Þórdís Lóa vill að ON-karlar komist að því hvar Davíð keypti ölið Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2018 16:29 Þórdís Lóa segir að við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað því hverjir stjórna. Gylfi segir að málið verði tekið sérstaklega fyrir á stjórnarfundi OR. Mikill hiti er í máli sem upphaflega kom upp á yfirborðið á síðu Einars Bárðarsonar athafnamanns og leiddi svo til uppsagnar á Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrnnar - dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur.Þórdís Lóa vill ekki að hinn meinti dóni fái neinn afslátt OR er í eigu Reykjavíkurborgar og meðal þeirra fjölmörgu sem hefur tjáð sig á vegg Einars og fordæma þann atburð sem hann lýsir er formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Hún segir: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið.Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“ Þannig liggur fyrir að málið er heitt innan stjórnmálanna sem væntanlega munu þá hafa samband við sitt fólk í stjórn OR og krefjast aðgerða. Málið kom upp í kjölfar fundar Einars og forstjóra OR, sem Einar kallar ómerkilegan mann; að hann hafi staðið með framkvæmdastjóranum sem nú hefur mátt víkja vegna „óviðeigandi hegðunar“ eins og það er kallað. Spjótin beinast þannig að Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem segist hins vegar hafa upplifað téðan fund á allt annan hátt en Einar.Málið verður tekið fyrir í stjórn OR Gylfi Magnússon er einn stjórnarmanna í OR og hann telur víst, í samtali við Vísi, að málið verði tekið sérstaklega fyrir á næsta stjórnarfundi. „Þetta hefur þegar verið tekið fyrir af stjórn ON, sem sagði Bjarna Má upp. Ég geri fastlega ráð fyrir að einnig verði farið yfir málið á næsta fundi stjórnar OR, annað væri óeðlilegt,“ segir Gylfi. Næsti reglulegi fundur er á dagskrá 24. september. Gylfi segist ekki vita hvort haldinn verði fundur áður til að fara sérstaklega yfir málið. „Ég hef ekki óskað eftir því. Stjórnin hefur verið upplýst um málið nú þegar. Það er auðvitað mikilvægt að draga af því réttan lærdóm og bregðast rétt við, bæði nú og í framtíðarmálum, en það kallar ekki á neinar skyndiákvarðanir umfram þær sem þegar hafa verið teknar.“ Vísir hefur rætt við aðra stjórnarmenn, svo sem Hildi Björnsdóttur, Sigríði Rut Júlíusdóttur og Kjartan Magnússon en þau hafa öll kosið að tjá sig ekki um málið að svo stöddu máli. MeToo Sveitarstjórnarmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Viðskipti Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Mikill hiti er í máli sem upphaflega kom upp á yfirborðið á síðu Einars Bárðarsonar athafnamanns og leiddi svo til uppsagnar á Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrnnar - dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur.Þórdís Lóa vill ekki að hinn meinti dóni fái neinn afslátt OR er í eigu Reykjavíkurborgar og meðal þeirra fjölmörgu sem hefur tjáð sig á vegg Einars og fordæma þann atburð sem hann lýsir er formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Hún segir: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið.Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“ Þannig liggur fyrir að málið er heitt innan stjórnmálanna sem væntanlega munu þá hafa samband við sitt fólk í stjórn OR og krefjast aðgerða. Málið kom upp í kjölfar fundar Einars og forstjóra OR, sem Einar kallar ómerkilegan mann; að hann hafi staðið með framkvæmdastjóranum sem nú hefur mátt víkja vegna „óviðeigandi hegðunar“ eins og það er kallað. Spjótin beinast þannig að Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem segist hins vegar hafa upplifað téðan fund á allt annan hátt en Einar.Málið verður tekið fyrir í stjórn OR Gylfi Magnússon er einn stjórnarmanna í OR og hann telur víst, í samtali við Vísi, að málið verði tekið sérstaklega fyrir á næsta stjórnarfundi. „Þetta hefur þegar verið tekið fyrir af stjórn ON, sem sagði Bjarna Má upp. Ég geri fastlega ráð fyrir að einnig verði farið yfir málið á næsta fundi stjórnar OR, annað væri óeðlilegt,“ segir Gylfi. Næsti reglulegi fundur er á dagskrá 24. september. Gylfi segist ekki vita hvort haldinn verði fundur áður til að fara sérstaklega yfir málið. „Ég hef ekki óskað eftir því. Stjórnin hefur verið upplýst um málið nú þegar. Það er auðvitað mikilvægt að draga af því réttan lærdóm og bregðast rétt við, bæði nú og í framtíðarmálum, en það kallar ekki á neinar skyndiákvarðanir umfram þær sem þegar hafa verið teknar.“ Vísir hefur rætt við aðra stjórnarmenn, svo sem Hildi Björnsdóttur, Sigríði Rut Júlíusdóttur og Kjartan Magnússon en þau hafa öll kosið að tjá sig ekki um málið að svo stöddu máli.
MeToo Sveitarstjórnarmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Viðskipti Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40