Segir aðgerðaáætlun byltingu í fjármögnun loftslagsmála Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2018 16:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist telja að dagurinn í dag væri upphafið að einhverju mjög góðu fyrir Ísland. Vísir/VIlhelm Ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem kynntu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum lögðu áherslu á mikilvægi þess að almenningur og atvinnulíf tæki höndum saman með stjórnvöldum við að ná árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Forsætisráðherra sagði áætlunina algera byltingu í fjármögnun loftslagsmála á Íslandi. Markmið þeirra 34 aðgerða sem áætlunin felur í sér er að gera Íslandi kleift að standast skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu annars vegar og hins vegar að ná markmiði ríkisstjórnarinnar um að Íslandi verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Á meðal þess sem stendur til er að styrkja innviði fyrir orkuskipti og rafvæðingu og banna nýskráningar á bensín- og dísilbílum eftir árið 2030. Þá á að halda áfram að hækka kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti. Sjö ráðherrar kynntu áætlunina í Austurbæjarskóla í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að Ísland hefði ótrúleg tækifæri á sviði loftslagsaðgerða til að sýna gott fordæmi. Hún væri þeirrar skoðunar allir þyrftu að taka höndum sama. Þó að stjórnvöld leiddu baráttuna þyrfti einnig framlag almennings, atvinnulífs og félagasamtaka. Ríkisstjórnin hefur með áætluninni ákveðið að verja 6,8 milljörðum króna í loftslagsmál. Um 1,5 milljarður fer í uppbyggingu innviða fyrir orkuskipti og um fjórir milljarðar í bindingu kolefnis með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Taldi Katrín þetta vera straumhvörf og byltingu í fjárveitingum til loftslagsmála þar sem loftslagsaðgerðir hafi aldrei verið fjármagnaðar með slíkum hætti áður. Gott væri að finna einbeittan pólitískan vilja til aðgerða í loftslagsmálum sem væru einn af lykilþáttunum í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Við erum að leggja af stað í vegferð sem ég held að geti orðið okkar samfélagi til góðs,“ sagði Katrín.Sjö ráðherrar kynntu áætlunina í Austurbæjarskóla. Auk forsætisráðherra voru það Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Bjarni Benedtiksson, fjármálaráðherra.Vísir/VilhelmLíkt og hitaveituvæðingin sem hófst í Austurbæjarskóla Í sama streng tók Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem lýsti loftslagsbreytingum sem stærstu áskorun mannkynsins á 21. öldinni. Mestu möguleikar Íslands í að draga úr losun væri olía sem væri rót 60% losunar sem heyri undir beinar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda vegna Parísarsamkomulagsins. Verkefnið nú væri að umbylta orkukerfinu og að fara úr innfluttum mengandi orkugjöfum yfir í innlenda endurnýjanlega og hreina. Líkti Guðmundur Ingi orkuskiptunum sem nú standa fyrir dyrum við þau sem áttu sér stað með hitaveituvæðingu Íslands. Austurbæjarskóli varð meðal annars fyrir valinu fyrir kynninguna í dag því hann var fyrsta húsið í Reykjavík sem var tengt við heitt vatn árið 1930. „Þannig að við kunnum þetta og við getum þetta,“ sagði umhverfisráðherra.Katrín og Kristján Þór töluðu bæði um mikilvægi þess að atvinnulíf og almenningur taki höndum saman með stjórnvöldum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Vísir/VilhelmStuðlar að betra lífi og sjálfbærari tilvist Nokkrir ráðherraranna lögðu áherslu á efnahagslegan ávinning af því að ráðast í aðgerðirnar sem lagðar eru til í áætluninni. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði aðgerðaáætlunina ekki aðeins mikilvæga til að takast á við ógnir sem steðja að Íslandi og heimsbyggðinni allri heldur myndu hún raunverulega stuðla að betra lífi og sjálfbærari tilveru á Íslandi og annars staðar. Orkuskipti úr jarðefnaeldsneyti muni enn fremur tryggja efnahagslegt sjálfstæði Íslands og festa það í sessi. Allir hlytu þannig að geta verið sammála um mikilvægi aðgerðanna, þó að ekki væri nema aðeins á þeim grundvelli. Þannig sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, það spara gjaldeyri að nota orku sem Íslendingar framleiða sjálfir í stað innfluttrar olíu. Slíkt myndi einnig lækka rekstrarkostnað bifreiðaeigenda sjálfra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, benti á að Íslendingar flytji inn eldsneyti fyrir um 23 milljarða króna á ári. Orkuskiptin væru þannig rakin ráðstöfun til að ráðast í, ekki síst fyrir fjölskyldur í landinu og buddu þeirra. Sagðist hún telja að rafbílar stuðluðu að aukinni hagkvæmni í raforkudreifikerfi landsins og jöfnuðu út álag á það. Einnig lagði hún áherslu á að mikil tækifæri væru í ferðaþjónustunni fyrir aðgerðir. Íslensk ferðaþjónusta þyrfti að marka sér sérstöðu og vera framúrskarandi í að vera umhverfisvæn. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem kynntu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum lögðu áherslu á mikilvægi þess að almenningur og atvinnulíf tæki höndum saman með stjórnvöldum við að ná árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Forsætisráðherra sagði áætlunina algera byltingu í fjármögnun loftslagsmála á Íslandi. Markmið þeirra 34 aðgerða sem áætlunin felur í sér er að gera Íslandi kleift að standast skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu annars vegar og hins vegar að ná markmiði ríkisstjórnarinnar um að Íslandi verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Á meðal þess sem stendur til er að styrkja innviði fyrir orkuskipti og rafvæðingu og banna nýskráningar á bensín- og dísilbílum eftir árið 2030. Þá á að halda áfram að hækka kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti. Sjö ráðherrar kynntu áætlunina í Austurbæjarskóla í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að Ísland hefði ótrúleg tækifæri á sviði loftslagsaðgerða til að sýna gott fordæmi. Hún væri þeirrar skoðunar allir þyrftu að taka höndum sama. Þó að stjórnvöld leiddu baráttuna þyrfti einnig framlag almennings, atvinnulífs og félagasamtaka. Ríkisstjórnin hefur með áætluninni ákveðið að verja 6,8 milljörðum króna í loftslagsmál. Um 1,5 milljarður fer í uppbyggingu innviða fyrir orkuskipti og um fjórir milljarðar í bindingu kolefnis með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Taldi Katrín þetta vera straumhvörf og byltingu í fjárveitingum til loftslagsmála þar sem loftslagsaðgerðir hafi aldrei verið fjármagnaðar með slíkum hætti áður. Gott væri að finna einbeittan pólitískan vilja til aðgerða í loftslagsmálum sem væru einn af lykilþáttunum í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Við erum að leggja af stað í vegferð sem ég held að geti orðið okkar samfélagi til góðs,“ sagði Katrín.Sjö ráðherrar kynntu áætlunina í Austurbæjarskóla. Auk forsætisráðherra voru það Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Bjarni Benedtiksson, fjármálaráðherra.Vísir/VilhelmLíkt og hitaveituvæðingin sem hófst í Austurbæjarskóla Í sama streng tók Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem lýsti loftslagsbreytingum sem stærstu áskorun mannkynsins á 21. öldinni. Mestu möguleikar Íslands í að draga úr losun væri olía sem væri rót 60% losunar sem heyri undir beinar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda vegna Parísarsamkomulagsins. Verkefnið nú væri að umbylta orkukerfinu og að fara úr innfluttum mengandi orkugjöfum yfir í innlenda endurnýjanlega og hreina. Líkti Guðmundur Ingi orkuskiptunum sem nú standa fyrir dyrum við þau sem áttu sér stað með hitaveituvæðingu Íslands. Austurbæjarskóli varð meðal annars fyrir valinu fyrir kynninguna í dag því hann var fyrsta húsið í Reykjavík sem var tengt við heitt vatn árið 1930. „Þannig að við kunnum þetta og við getum þetta,“ sagði umhverfisráðherra.Katrín og Kristján Þór töluðu bæði um mikilvægi þess að atvinnulíf og almenningur taki höndum saman með stjórnvöldum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Vísir/VilhelmStuðlar að betra lífi og sjálfbærari tilvist Nokkrir ráðherraranna lögðu áherslu á efnahagslegan ávinning af því að ráðast í aðgerðirnar sem lagðar eru til í áætluninni. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði aðgerðaáætlunina ekki aðeins mikilvæga til að takast á við ógnir sem steðja að Íslandi og heimsbyggðinni allri heldur myndu hún raunverulega stuðla að betra lífi og sjálfbærari tilveru á Íslandi og annars staðar. Orkuskipti úr jarðefnaeldsneyti muni enn fremur tryggja efnahagslegt sjálfstæði Íslands og festa það í sessi. Allir hlytu þannig að geta verið sammála um mikilvægi aðgerðanna, þó að ekki væri nema aðeins á þeim grundvelli. Þannig sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, það spara gjaldeyri að nota orku sem Íslendingar framleiða sjálfir í stað innfluttrar olíu. Slíkt myndi einnig lækka rekstrarkostnað bifreiðaeigenda sjálfra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, benti á að Íslendingar flytji inn eldsneyti fyrir um 23 milljarða króna á ári. Orkuskiptin væru þannig rakin ráðstöfun til að ráðast í, ekki síst fyrir fjölskyldur í landinu og buddu þeirra. Sagðist hún telja að rafbílar stuðluðu að aukinni hagkvæmni í raforkudreifikerfi landsins og jöfnuðu út álag á það. Einnig lagði hún áherslu á að mikil tækifæri væru í ferðaþjónustunni fyrir aðgerðir. Íslensk ferðaþjónusta þyrfti að marka sér sérstöðu og vera framúrskarandi í að vera umhverfisvæn.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent