Þar heyra áhorfendur sögur foreldra sem misst hafa börn sín frá sér, eru allt annað en sáttir við starfsmenn barnaverndarnefnda og fólkinu sem tekur við börnunum og hræðist ekkert meira en að þau fari til baka.
Einnig kynnast áhorfendur líka fólki sem vill ekkert með kynforeldra sína hafa, syrgir jafnvel ekki dauða þeirra og heyrum lýsingu fólks á því hvaða áhrif það hafði á þau að vera tekin af foreldrum sínum á unga aldri.
Sindri fylgir eftir einstæðri konu inn í kerfið sem langar ekki að ganga í gegnum lífið án þess að barn komi við sögu. Þessar sögur og fleiri í Fósturbörnum á sunnudögum í vetur á Stöð 2.