Kínaheimsókn utanríkisráðherra lýkur í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2018 09:30 Fjögurra daga opinberri heimsókn utanríkisráðherra í Kína líkur í dag. Mynd/utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lýkur fjögurra daga opinberri heimsókn í Kína í dag. Þar hefur hann meðal annars átt fundi með varaþingforseta og utanríksiráðherra Kína og um helgina hitti hann einnig aðstoðarviðskiptaráðherra og tollamálaráðherra þar sem undirritaðir voru nokkrir samningar. „Þegar við gerðum fríverslunarsamninginn við Kína þá voru hins vegar nokkrir hlutir sem að stóðu útaf sem ekki hafa verið kláraðir og við erum að vinna að því að klára það og eitt af því snýr að sölu á lambakjöti en það þurfti að ganga frá heilbrigðisvottorði fyrir þá vöru og það var klárað,” sagði Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Íslenskir lambakjötsframleiðendur geti þegar notið góðs af þessu að sögn ráðherra. „Það er mjög stórt skref að við séum búin að klára þetta varðandi lambakjötið. Við þekkjum það að við erum að selja á hverju ári nokkur hundruð tonn af lambakjöti til Japan, það er sömuleiðis góður markaður og vonandi munum við geta nýtt þessi tækifæri sem að þessi samningur býður upp á,” segir Guðlaugur Þór. Þá voru einnig undirritaðar bókanir um samstarf á sviði jarðvarma og netviðskipta. „Það snýr auðvitað ekki bara að því að auðvelda Kínverjum að selja okkur, þetta snýr líka að því að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vörur á kínverskan markað í gegnum þær leiðir,” segir Guðlaugur Þór. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardaginn var ranglega fullyrt að einnig hafi verið undirritað bókanir við fríverslunarsamning er lúta að viðskiptum með fiskimjöl, lýsi, eldisfisk. Hið rétta er að það stendur til en er ófrágengið enn þá. Utanríkismál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lýkur fjögurra daga opinberri heimsókn í Kína í dag. Þar hefur hann meðal annars átt fundi með varaþingforseta og utanríksiráðherra Kína og um helgina hitti hann einnig aðstoðarviðskiptaráðherra og tollamálaráðherra þar sem undirritaðir voru nokkrir samningar. „Þegar við gerðum fríverslunarsamninginn við Kína þá voru hins vegar nokkrir hlutir sem að stóðu útaf sem ekki hafa verið kláraðir og við erum að vinna að því að klára það og eitt af því snýr að sölu á lambakjöti en það þurfti að ganga frá heilbrigðisvottorði fyrir þá vöru og það var klárað,” sagði Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Íslenskir lambakjötsframleiðendur geti þegar notið góðs af þessu að sögn ráðherra. „Það er mjög stórt skref að við séum búin að klára þetta varðandi lambakjötið. Við þekkjum það að við erum að selja á hverju ári nokkur hundruð tonn af lambakjöti til Japan, það er sömuleiðis góður markaður og vonandi munum við geta nýtt þessi tækifæri sem að þessi samningur býður upp á,” segir Guðlaugur Þór. Þá voru einnig undirritaðar bókanir um samstarf á sviði jarðvarma og netviðskipta. „Það snýr auðvitað ekki bara að því að auðvelda Kínverjum að selja okkur, þetta snýr líka að því að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vörur á kínverskan markað í gegnum þær leiðir,” segir Guðlaugur Þór. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardaginn var ranglega fullyrt að einnig hafi verið undirritað bókanir við fríverslunarsamning er lúta að viðskiptum með fiskimjöl, lýsi, eldisfisk. Hið rétta er að það stendur til en er ófrágengið enn þá.
Utanríkismál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira