Dómsmál í vegi uppbyggingar hjúkrunarrýma í Kópavogi Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2018 06:30 Miklar tafir hafa orðið á uppbyggingu rúmlega sextíu hjúkrunarrýma við Boðaþing í Kópavogi. Vísir/Pjetur Bæjarráð Kópavogs gagnrýnir heilbrigðisráðherra harðlega vegna neitunar ráðuneytisins um stækkun hjúkrunarheimilisins við Boðaþing 11 og 13 í bænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir málið eina allsherjar sorgarsögu. Tvö ár eru nú síðan skrifað var undir samkomulag um stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Síðan þá hefur hins vegar ekkert gerst í málinu og eru forsvarsmenn Kópavogsbæjar afar ósáttir við framgang þess.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.„Það var skrifað undir með pompi og prakt en síðan hefur sáralítið gerst og þetta er orðið ein sorgarsaga. Staðan er þá núna að Kópavogur er í óásættanlegri stöðu hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma miðað við þau sveitarfélög sem við berum okkur saman við,“ segir Ármann. Hönnunarsamkeppni var haldin fyrir um tveimur árum um hús sem átti að tengjast eldra heimilinu með tengibyggingu. Arkitektar að eldri byggingunni fóru fram á lögbannskröfu á samkeppnina og töldu sig vera í rétti til að teikna hið nýja hús. „Það verður að taka þetta úr þessum hjólförum að okkar mati og við höfum sagt að við séum tilbúin til að taka þetta verkefni yfir og keyra þetta verkefni í höfn. Við höfum skrifað ráðuneytinu þess efnis og fengum svar nú þar sem beðið er dóms í Landsrétti vegna málsins,“ bætir Ármann við. Stækkun hjúkrunarheimilisins í Boðaþingi gæti tafist til 2020 vegna dómsmálsins um hver eigi rétt á að teikna bygginguna sem á að hýsa 64 hjúkrunarrými. „Það ófremdarástand sem ríkir í bið eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu verður að leysa. Hægt væri að hefja framkvæmdir innan 6 mánaða við byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing ef Kópavogur fengi heimild ráðuneytisins til að taka verkið yfir,“ segir í bókun bæjarráðs Kópavogs um málið. Í bókuninni segir einnig: „Vegna mikilla tafa við stækkun Boðaþings er nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Kópavogsbær er tilbúinn, í samstarfi við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, að fjölga dagvistunarrýmum fyrir aldraða um 10 sem mun nýtast allt að 25 manns sem eru á biðlista sem telur 135 manns.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs gagnrýnir heilbrigðisráðherra harðlega vegna neitunar ráðuneytisins um stækkun hjúkrunarheimilisins við Boðaþing 11 og 13 í bænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir málið eina allsherjar sorgarsögu. Tvö ár eru nú síðan skrifað var undir samkomulag um stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Síðan þá hefur hins vegar ekkert gerst í málinu og eru forsvarsmenn Kópavogsbæjar afar ósáttir við framgang þess.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.„Það var skrifað undir með pompi og prakt en síðan hefur sáralítið gerst og þetta er orðið ein sorgarsaga. Staðan er þá núna að Kópavogur er í óásættanlegri stöðu hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma miðað við þau sveitarfélög sem við berum okkur saman við,“ segir Ármann. Hönnunarsamkeppni var haldin fyrir um tveimur árum um hús sem átti að tengjast eldra heimilinu með tengibyggingu. Arkitektar að eldri byggingunni fóru fram á lögbannskröfu á samkeppnina og töldu sig vera í rétti til að teikna hið nýja hús. „Það verður að taka þetta úr þessum hjólförum að okkar mati og við höfum sagt að við séum tilbúin til að taka þetta verkefni yfir og keyra þetta verkefni í höfn. Við höfum skrifað ráðuneytinu þess efnis og fengum svar nú þar sem beðið er dóms í Landsrétti vegna málsins,“ bætir Ármann við. Stækkun hjúkrunarheimilisins í Boðaþingi gæti tafist til 2020 vegna dómsmálsins um hver eigi rétt á að teikna bygginguna sem á að hýsa 64 hjúkrunarrými. „Það ófremdarástand sem ríkir í bið eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu verður að leysa. Hægt væri að hefja framkvæmdir innan 6 mánaða við byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing ef Kópavogur fengi heimild ráðuneytisins til að taka verkið yfir,“ segir í bókun bæjarráðs Kópavogs um málið. Í bókuninni segir einnig: „Vegna mikilla tafa við stækkun Boðaþings er nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Kópavogsbær er tilbúinn, í samstarfi við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, að fjölga dagvistunarrýmum fyrir aldraða um 10 sem mun nýtast allt að 25 manns sem eru á biðlista sem telur 135 manns.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira