Innlent

Exton fékk samtals 62 milljónir

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Kostnaður við fundinn fór umtalsvert fram úr áætlun vegna veglegri sjónvarpsútsendingar en gert hafði verið ráð fyrir.
Kostnaður við fundinn fór umtalsvert fram úr áætlun vegna veglegri sjónvarpsútsendingar en gert hafði verið ráð fyrir. EINAR Á.E. SÆMUNDSEN
Fyrirtækið Exton fékk um 62 milljónir vegna hátíðarfundarins sem haldinn var á Þingvöllum í sumar. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins. Exton á að hafa verið eina fyrirtækið sem skilaði inn fullnægjandi tilboði eftir að verkið var auglýst. Á vefnum opnirreikningar.is má sjá birta reikninga sem ríkið greiðir.

Hátíðarfundurinn á Þingvöllum kostaði samtals um 87 milljónir króna og því ljóst að hlutur Exton af þeirri upphæð er stór. Alls bárust tvö tilboð í verkið en hnökrar voru á öðru tilboðinu og því varð úr að Exton fékk verkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×