Góður lokasprettur í Jöklu Karl Lúðvíksson skrifar 27. september 2018 10:31 Þessi lax veiddist á Jöklusvæðinu í gær. Mynd: Strengir Veiðiþjónusta Jökla fór óvenjusnemma í yfirfall sem gerði veiðina í Jöklu sjálfri ómögulega en veiðin í hliðaránum var engu að síður ágæt á veiðitímanum. Jökla varð hrein aftur núna í september en var lítið veidd. Veiðin í hliðaránum hefur aftur á móti verið fín en til að mynda veiddust 15 laxar á fjórar stangir þar í gær og var leginn og nýgengin lax þar í bland þar af nokkrir rígvænir. Svæðið er komið í 500 laxa en veiðin hefði klárlega verið mun meiri ef Jökla hefði farið á yfirfall seinna eins og hún gerir venjulega eða um lok ágúst eða byjrun september. Framtíðin fyrir veiði á Jöklusvæðinu er björt því samkvæmt seiðatalningum er mikil aukning í hrygningu og sýnir þéttleiki seiða í mælingum það svart á hvítu. Þéttleikinn hefur nær þrefaldast á nokkrum árum og með þessu framhaldi stefnir í að hrygningin verði orðin það góð að veiðin verði alveg sjálfbær í Jöklu. Mest lesið Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 12 kg stórlax úr Nessvæðinu í Aðaldal Veiði
Jökla fór óvenjusnemma í yfirfall sem gerði veiðina í Jöklu sjálfri ómögulega en veiðin í hliðaránum var engu að síður ágæt á veiðitímanum. Jökla varð hrein aftur núna í september en var lítið veidd. Veiðin í hliðaránum hefur aftur á móti verið fín en til að mynda veiddust 15 laxar á fjórar stangir þar í gær og var leginn og nýgengin lax þar í bland þar af nokkrir rígvænir. Svæðið er komið í 500 laxa en veiðin hefði klárlega verið mun meiri ef Jökla hefði farið á yfirfall seinna eins og hún gerir venjulega eða um lok ágúst eða byjrun september. Framtíðin fyrir veiði á Jöklusvæðinu er björt því samkvæmt seiðatalningum er mikil aukning í hrygningu og sýnir þéttleiki seiða í mælingum það svart á hvítu. Þéttleikinn hefur nær þrefaldast á nokkrum árum og með þessu framhaldi stefnir í að hrygningin verði orðin það góð að veiðin verði alveg sjálfbær í Jöklu.
Mest lesið Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 12 kg stórlax úr Nessvæðinu í Aðaldal Veiði