Innlent

Ölvaður undir stýri og olli tjóni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu.
Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu. Vísir/Vilhelm
Seint á sjötta tímanum í gær var tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 108 í Reykjavík. Tjónvaldur er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu vegna rannsókn málsins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Skömmu eftir klukkan 1 í nótt var maður handtekinn í Hafnarfirði grunaður um eignaspjöll. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×