Sviku út tugi milljóna með því að þykjast vera Brad Pitt Lovísa Arnardóttir skrifar 23. september 2024 21:55 Konurnar héldu að þær ættu í ástarsambandi við leikarann Brad Pitt og millifærðu milljónir. Vísir/EPA Fimm hafa verið handteknir á Spáni fyrir að svíkja út úr tveimur konum 325 þúsund evrur með því að þykjast vera leikarinn Brad Pitt. Það samsvarar tæpum 50 milljónum íslenskra króna. Konurnar héldu báðar að þær ættu í ástarsambandi við Brad Pitt. Lögreglan á Spáni er búin að vera með málið í rannsókn frá því í fyrra og hefur kallað aðgerðina Bralina. Rannsóknin náði til fjölmargra héraða á Spáni. Eftir síðustu handtökur segir í frétt El Mundo að lögreglan sé nú búin að uppræta glæpahringinn sem skipulagði þjófnaðinn. Meðlimir glæpahópsins eiga yfir höfði sér ákæru fyrir fjársvik, peningaþvætti, skjalafals og aðild að skipulagðri glæpastarfsemi. Notuðu ákveðna frasa Á vef spænska miðilsins El Mundo kom fram í dag að auk þeirra fimm sem voru handtekin hafi tíu aðrir verið til rannsóknar vegna þjófnaðarins. Í tengslum við rannsóknina fór fram húsleit í fimm húsum auk þess sem lögregla lagði hald á farsíma, bankakort, tölvur og ýmis skjöl. Meðal skjalanna sem voru haldlögð voru dagbækur þar sem mátti finna ýmsa frasa sem svikahrapparnir notuðu á konurnar til að blekkja þær. „Ást mín til þín er sönn. Tilfinningarnar koma frá hjarta mínu,“ segir í dagbókinni auk ýmissa annarra ástarjátninga og yfirlýsinga. Í frétt El Mundo segir að lögreglan hafi hafið rannsókn sína eftir að kona í Granada á Spáni tilkynnti til lögreglu að hún hefði verið svikin um 175 þúsund evrur. Sú rannsókn leiddi svo til annars fórnarlambs i Vizcaya héraði. Þar kemur einnig fram að glæpamennirnir hafi haft samband við fórnarlömbin í gegnum aðdáendasíðu sem tileinkuð var Brad Pitt. Konurnar voru látnar halda að þær hafi verið í sambandi með leikaranum. Konur í viðkvæmri stöðu Eftir að svikarinn hafi stofnað til sambands með konunum, í nafni Brad Pitt, lagði hann svo til að þær myndu styrkja ýmis verkefni sem hann væri með í gangi. Þannig tókst honum að svíkja 175 þúsund af konunni í Granada, sem samsvarar um 26 milljónum íslenskra króna, og 150 þúsund evrur af konunni í Biscay. Það samsvarar um 22 milljónum íslenskra króna. Svikahrapparnir lögðu áherslu á að finna konur sem væru í viðkvæmri stöðu annað hvort tilfinningalega eða konur sem ættu við andleg vandamál að stríða. Eftir að svikahrapparnir höfðu skipst á skilaboðum við konurnar, og talið þeim trú um að þær ættu nú í sambandi við Brad Pitt, voru þær fengnar til að millifæra. Þá kemur einnig fram að lögreglan hafi komist að því að glæpahópurinn hafi þvegið peningana með því að stofna bankareikninga á nafni afrískra ríkisborgara. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Sjá meira
Lögreglan á Spáni er búin að vera með málið í rannsókn frá því í fyrra og hefur kallað aðgerðina Bralina. Rannsóknin náði til fjölmargra héraða á Spáni. Eftir síðustu handtökur segir í frétt El Mundo að lögreglan sé nú búin að uppræta glæpahringinn sem skipulagði þjófnaðinn. Meðlimir glæpahópsins eiga yfir höfði sér ákæru fyrir fjársvik, peningaþvætti, skjalafals og aðild að skipulagðri glæpastarfsemi. Notuðu ákveðna frasa Á vef spænska miðilsins El Mundo kom fram í dag að auk þeirra fimm sem voru handtekin hafi tíu aðrir verið til rannsóknar vegna þjófnaðarins. Í tengslum við rannsóknina fór fram húsleit í fimm húsum auk þess sem lögregla lagði hald á farsíma, bankakort, tölvur og ýmis skjöl. Meðal skjalanna sem voru haldlögð voru dagbækur þar sem mátti finna ýmsa frasa sem svikahrapparnir notuðu á konurnar til að blekkja þær. „Ást mín til þín er sönn. Tilfinningarnar koma frá hjarta mínu,“ segir í dagbókinni auk ýmissa annarra ástarjátninga og yfirlýsinga. Í frétt El Mundo segir að lögreglan hafi hafið rannsókn sína eftir að kona í Granada á Spáni tilkynnti til lögreglu að hún hefði verið svikin um 175 þúsund evrur. Sú rannsókn leiddi svo til annars fórnarlambs i Vizcaya héraði. Þar kemur einnig fram að glæpamennirnir hafi haft samband við fórnarlömbin í gegnum aðdáendasíðu sem tileinkuð var Brad Pitt. Konurnar voru látnar halda að þær hafi verið í sambandi með leikaranum. Konur í viðkvæmri stöðu Eftir að svikarinn hafi stofnað til sambands með konunum, í nafni Brad Pitt, lagði hann svo til að þær myndu styrkja ýmis verkefni sem hann væri með í gangi. Þannig tókst honum að svíkja 175 þúsund af konunni í Granada, sem samsvarar um 26 milljónum íslenskra króna, og 150 þúsund evrur af konunni í Biscay. Það samsvarar um 22 milljónum íslenskra króna. Svikahrapparnir lögðu áherslu á að finna konur sem væru í viðkvæmri stöðu annað hvort tilfinningalega eða konur sem ættu við andleg vandamál að stríða. Eftir að svikahrapparnir höfðu skipst á skilaboðum við konurnar, og talið þeim trú um að þær ættu nú í sambandi við Brad Pitt, voru þær fengnar til að millifæra. Þá kemur einnig fram að lögreglan hafi komist að því að glæpahópurinn hafi þvegið peningana með því að stofna bankareikninga á nafni afrískra ríkisborgara.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Sjá meira