Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2018 20:00 Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. Borgarráð samþykkti í síðustu viku að verja 450 milljónum króna í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislausa. Málefni heimilislausra og utangarðsfólks voru til umræðu í velferðarráði í dag. Að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns ráðsins, er áætlað að um 80 einstaklingar þurfi á sértækri búsetu á borð við þessa að halda. „Við teljum að þetta sé mjög gott fyrsta skref. Við erum nú þegar með tvö hús úti á granda sem hafa virkað ágætlega,“ segir Heiða Björg, spurð hvort kaup hússanna 25 dugi til til að mæta vandanum. Samkvæmt nýjustu samantekt sem er frá því í fyrrasumar voru um 350 einstaklingar skráðir utangarðs eða heimilislausir í Reykjavík en sá hópur hefur ólíkar þarfir. Samhliða kaupum smáhýsa er til skoðunar að kaupa gistiheimili og einstaka íbúðir til að mæta þörfinni að sögn Heiðu. „Þetta er í rauninni fyrir þann hóp sem að ekki rekst vel í svona ef maður segir „venulegu húsnæði“ í nábýli við annað fólk, þarf aðeins öðruvísi úrræði,“ útskýrir Heiða. Ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar smáhýsunum verður komið fyrir en þau verða ekki öll eins. „Það er verið að skoða staðsetningar, við munum reyna að hafa ekki mörg hús nálægt hvort öðru, munum reyna að dreifa þeim vel um borgina og vonumst til þess að borgarbúar sýni því skilning,“ segir Heiða. Þeir sem koma til með að fá úthlutað smáhýsi munu þurfa að greiða leigu. „Leiguupphæðin er ekki komin en hún verður ekki há, lágmarksleiga er þó 40.000 á mánuði,“ segir Heiða. Tengdar fréttir Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. 10. ágúst 2018 20:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. Borgarráð samþykkti í síðustu viku að verja 450 milljónum króna í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislausa. Málefni heimilislausra og utangarðsfólks voru til umræðu í velferðarráði í dag. Að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns ráðsins, er áætlað að um 80 einstaklingar þurfi á sértækri búsetu á borð við þessa að halda. „Við teljum að þetta sé mjög gott fyrsta skref. Við erum nú þegar með tvö hús úti á granda sem hafa virkað ágætlega,“ segir Heiða Björg, spurð hvort kaup hússanna 25 dugi til til að mæta vandanum. Samkvæmt nýjustu samantekt sem er frá því í fyrrasumar voru um 350 einstaklingar skráðir utangarðs eða heimilislausir í Reykjavík en sá hópur hefur ólíkar þarfir. Samhliða kaupum smáhýsa er til skoðunar að kaupa gistiheimili og einstaka íbúðir til að mæta þörfinni að sögn Heiðu. „Þetta er í rauninni fyrir þann hóp sem að ekki rekst vel í svona ef maður segir „venulegu húsnæði“ í nábýli við annað fólk, þarf aðeins öðruvísi úrræði,“ útskýrir Heiða. Ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar smáhýsunum verður komið fyrir en þau verða ekki öll eins. „Það er verið að skoða staðsetningar, við munum reyna að hafa ekki mörg hús nálægt hvort öðru, munum reyna að dreifa þeim vel um borgina og vonumst til þess að borgarbúar sýni því skilning,“ segir Heiða. Þeir sem koma til með að fá úthlutað smáhýsi munu þurfa að greiða leigu. „Leiguupphæðin er ekki komin en hún verður ekki há, lágmarksleiga er þó 40.000 á mánuði,“ segir Heiða.
Tengdar fréttir Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. 10. ágúst 2018 20:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. 10. ágúst 2018 20:00
Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37
Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16