Eldri borgarar duglegastir að kjósa Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2018 10:10 Kjörsókn var mest í Árneshreppi eða 93,5 prósent en minnst í Reykjanesbæ 57,0 prósent. visir/vilhelm Við sveitarstjórnarkosningarnar í vor voru 247.943 á kjörskrá og greiddu 167.622 kjósendur atkvæði í 71 sveitarfélagi, en sjálfkjörið í einu sveitarfélagi. Sveitarfélög voru tveimur færri en við kosningarnar 2014 vegna sameiningar sveitarfélaga á tímabilinu. Kosningaþátttakan var 67,6 prósent þar sem kosning fór fram eða heldur hærri en í sveitarstjórnarkosningunum 2014 þegar hún var dræmust eða 66,5 prósent. Kosningaþátttaka kvenna var 68,8 prósent og karla 66,5 prósent.Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar sem birt var nú í morgun. Þar segir ennfremur að mikill munur sé á þátttöku eftir sveitarfélögum. Kjörsókn var mest í Árneshreppi eða 93,5 prósent en minnst í Reykjanesbæ 57,0 prósent. „Í Reykjavík var kosningaþátttakan 67,1% eða svipuð og á landinu í heild.“ Hagstofan birtir nokkur lýsandi súlurit með frétt sinni. Hér má sjá þróun kosningaþátttöku yfir nokkurra áratuga tímabil.Hér má sjá þróun kosningaþátttöku sem virðist aðeins vera að braggast eftir talsverða niðursveiflu.hagstofanÍ samantektinni kemur fram að Kosningaþátttaka var almennt minni í yngri aldurshópum eins og í sveitarstjórnarkosningum 2014, forsetakjöri 2016 og alþingiskosningum 2016 og 2017. „Minnst kosningaþátttaka var í aldurshópnum 20–24 ára en tæpur helmingur þeirra greiddi atkvæði í kosningunum (48,1%) og rétt rúmur helmingur þeirra sem voru 25–29 ára (51,2%). Hinsvegar mætti yngsti aldurshópurinn, 18–19 ára, betur á kjörstað (53,7%).“ Eldri borgarar eru hins vegar duglegastir að mæta á kjörstað. Þátttaka var mest í aldurshópnum 65–74 ára eða um 83 prósent. En, minnkaði svo með hækkandi aldri. „Var þessu svipað farið hjá konum og körlum en þátttaka kvenna eftir aldri var meiri en karla að aldurshópnum 65–69 ára þegar viðsnúningur varð og var kjörsókn eldri karla meiri en kvenna.“ Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Sjá meira
Við sveitarstjórnarkosningarnar í vor voru 247.943 á kjörskrá og greiddu 167.622 kjósendur atkvæði í 71 sveitarfélagi, en sjálfkjörið í einu sveitarfélagi. Sveitarfélög voru tveimur færri en við kosningarnar 2014 vegna sameiningar sveitarfélaga á tímabilinu. Kosningaþátttakan var 67,6 prósent þar sem kosning fór fram eða heldur hærri en í sveitarstjórnarkosningunum 2014 þegar hún var dræmust eða 66,5 prósent. Kosningaþátttaka kvenna var 68,8 prósent og karla 66,5 prósent.Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar sem birt var nú í morgun. Þar segir ennfremur að mikill munur sé á þátttöku eftir sveitarfélögum. Kjörsókn var mest í Árneshreppi eða 93,5 prósent en minnst í Reykjanesbæ 57,0 prósent. „Í Reykjavík var kosningaþátttakan 67,1% eða svipuð og á landinu í heild.“ Hagstofan birtir nokkur lýsandi súlurit með frétt sinni. Hér má sjá þróun kosningaþátttöku yfir nokkurra áratuga tímabil.Hér má sjá þróun kosningaþátttöku sem virðist aðeins vera að braggast eftir talsverða niðursveiflu.hagstofanÍ samantektinni kemur fram að Kosningaþátttaka var almennt minni í yngri aldurshópum eins og í sveitarstjórnarkosningum 2014, forsetakjöri 2016 og alþingiskosningum 2016 og 2017. „Minnst kosningaþátttaka var í aldurshópnum 20–24 ára en tæpur helmingur þeirra greiddi atkvæði í kosningunum (48,1%) og rétt rúmur helmingur þeirra sem voru 25–29 ára (51,2%). Hinsvegar mætti yngsti aldurshópurinn, 18–19 ára, betur á kjörstað (53,7%).“ Eldri borgarar eru hins vegar duglegastir að mæta á kjörstað. Þátttaka var mest í aldurshópnum 65–74 ára eða um 83 prósent. En, minnkaði svo með hækkandi aldri. „Var þessu svipað farið hjá konum og körlum en þátttaka kvenna eftir aldri var meiri en karla að aldurshópnum 65–69 ára þegar viðsnúningur varð og var kjörsókn eldri karla meiri en kvenna.“
Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Sjá meira