Var komin í landsliðið en sleit krossband í þriðja sinn Anton Ingi Leifsson skrifar 23. september 2018 07:00 Telma er hún spilaði með Breiðablik. vísir/ernir Telma Hjaltalín Þrastardóttir, framherji Stjörnunnar, varð fyrir því óláni að slíta krossband í þriðja skiptið á þremur árum. Telma meiddist í leik Stjörnunnar gegn FH í Kaplakrika á dögunum en Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur í leiknum eftir að hafa lent undir. Hún staðfesti svo á Instagram-síðu sinni í dag að hún væri með slitið krossband í þriðja skiptið og segir það mikið áfall. „Eftir frábæra 3 mánuði þá ákvað krossbandið að gefa sig í þriðja sinn og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig það gat gerst - ég bara trúi þessu ekki,” skrifaði Telma. Hún átti afar gott tímabil með Stjörnunni. Hún skoraði átta mörk í tíu leikjum og var komin í landsliðshópinn, svo góð var frammistaðan en nú er hún komin á byrjunarreit á ný. „Ég gerði allt rétt og hélt að þetta væri loksins komið en á nokkrum sekúndum er öllu kippt undan mér og ég komin aftur á byrjunarreit,” en færslu hennar í heild sinni má sjá hér að neðan. View this post on Instagram Það er svo hrikalega stutt á milli hláturs og gráturs. Eftir frábæra 3 mánuði þá ákvað krossbandið að gefa sig í þriðja sinn og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig það gat gerst - ég bara trúi þessu ekki. Þetta er svo ótrúlega svekkjandi að ég á varla orð til þess að lýsa því hvernig mér líður, er gjörsamlega miður mín. Ég gerði allt rétt og hélt að þetta væri loksins komið en á nokkrum sekúndum er öllu kippt undan mér og ég komin aftur á byrjunarreit. Það er ólýsanlega sárt að sjá alla vinnuna seinustu ár, þolinmæðina og skynsemina renna niður vaskinn. Sárt að hugsa út í það að þetta gæti verið seinasta sumarið þar sem ég sparka í bolta. En ég held í vonina að það sé eitthvað eftir af styrknum til að koma mér í gegnum þetta ferli aftur. Takk allir fyrir skilaboðin, þið eruð yndisleg A post shared by Telma Hjaltalín (@telmahjaltalin) on Sep 22, 2018 at 10:53am PDT Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Telma Hjaltalín Þrastardóttir, framherji Stjörnunnar, varð fyrir því óláni að slíta krossband í þriðja skiptið á þremur árum. Telma meiddist í leik Stjörnunnar gegn FH í Kaplakrika á dögunum en Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur í leiknum eftir að hafa lent undir. Hún staðfesti svo á Instagram-síðu sinni í dag að hún væri með slitið krossband í þriðja skiptið og segir það mikið áfall. „Eftir frábæra 3 mánuði þá ákvað krossbandið að gefa sig í þriðja sinn og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig það gat gerst - ég bara trúi þessu ekki,” skrifaði Telma. Hún átti afar gott tímabil með Stjörnunni. Hún skoraði átta mörk í tíu leikjum og var komin í landsliðshópinn, svo góð var frammistaðan en nú er hún komin á byrjunarreit á ný. „Ég gerði allt rétt og hélt að þetta væri loksins komið en á nokkrum sekúndum er öllu kippt undan mér og ég komin aftur á byrjunarreit,” en færslu hennar í heild sinni má sjá hér að neðan. View this post on Instagram Það er svo hrikalega stutt á milli hláturs og gráturs. Eftir frábæra 3 mánuði þá ákvað krossbandið að gefa sig í þriðja sinn og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig það gat gerst - ég bara trúi þessu ekki. Þetta er svo ótrúlega svekkjandi að ég á varla orð til þess að lýsa því hvernig mér líður, er gjörsamlega miður mín. Ég gerði allt rétt og hélt að þetta væri loksins komið en á nokkrum sekúndum er öllu kippt undan mér og ég komin aftur á byrjunarreit. Það er ólýsanlega sárt að sjá alla vinnuna seinustu ár, þolinmæðina og skynsemina renna niður vaskinn. Sárt að hugsa út í það að þetta gæti verið seinasta sumarið þar sem ég sparka í bolta. En ég held í vonina að það sé eitthvað eftir af styrknum til að koma mér í gegnum þetta ferli aftur. Takk allir fyrir skilaboðin, þið eruð yndisleg A post shared by Telma Hjaltalín (@telmahjaltalin) on Sep 22, 2018 at 10:53am PDT
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira