Sandra María Jessen var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna 2018 en þetta var tilkynnt eftir lokaumferðina í deildinni sem fór fram í dag.
Leikmennirnir velja sjálfir þann besta en Sandra María er fyrirliði Þórs/KA sem endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar þetta árið.
Hún skoraði fjórtán mörk í átján leikjum og hefur leikið lykilhlutverk í liðinu undanfarin ár þrátt fyrir að vera einungis 23 ára gömul.
Efnilegasti leikmaðurinn var kosin Alexandra Jóhannsdóttir úr Breiðabliki en Breiðablik varð Íslands- og bikarmeistari.
Alexandra lék alla leiki Blika í sumar og hún skoraði í þeim fimm mörk en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún tryggt sér sæti í landsliði Íslands.
Besti dómarinn var svo valin Bríet Bragadóttir. Þetta er annað árið í röð sem Bríet er kosin dómari ársins af leikmönnum.
Sandra best, Alexandra efnilegust og Bríet besti dómarinn
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti




Mark Martinez lyfti Inter á toppinn
Fótbolti

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn

„Eigum skilið að finna til“
Enski boltinn

