Samfélagslegur kostnaður vegna myglu í húsnæði 10 milljarðar á ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. október 2018 20:00 Samfélagslegur kostnaður vegna myglu í húsnæðum nemur um tíu milljörðum króna á hverju ári. Prófessor segir átak þurfa til þess að þjóðin átti sig á þeim skaða sem myglan veldur. Mygluskaðar í húsum hafa reglulega verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en stærstu tilfellin hafa verið í Orkuveituhúsinu, byggingum Landspítalans og í fyrrum húsakynnum Velferðarráðuneytisins í Hafnarhúsinu svo ekki séu nefnd tilfellin sem hafa átt sér stað í híbýlum einstaklinga og fjölskyldna. Tilkynningum vegna myglu í húsnæði hefur fjölgað mikið á síðustu árum enda fólk meðvitaðra um vandamálið. Á málþingi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í dag kom fram að samfélagslegur kostnaður vegna myglunnar sé farinn að hlaupa á milljörðum. Ólafur H. Wallevik, prófessor við HR og forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins hjá Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsVísir/Jóhann K. Jóhannsson „Af stærðargráðunni getum við sagt að það er svona sirka átta til tíu milljarðar á ári, svo þetta er verulegur samfélagslegur baggi,“ sagði Ólafur H. Wallevik, prófessor við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en hann hélt erindi á málþinginu í dag. Kostnaðurinn skiptist í fjóra þætti. Ólafur segir að tveir til þrír milljarðar liggi í hreinum vatnsskaða, vinnutap einstaklinga vegna myglu hleypur á tveimur milljörðum, og skemmdir vegna myglu sem tryggingafélög greiða ekki hleypur á þremur milljörðum. Erfiðast reynst að reikna úr heilsutjón sem verður að völdum myglu. „Veikindi er erfiðast að meta og þá notum við tölur sem koma erlendis frá, þannig að við ætlum að segja mjög grófa tölu. Þetta getur allt verið frá tveimur milljörðum til fimm milljarðar á ári," segir Ólafur. Ólafur segir að leggja verði áherslu á að minnka rakaskemmdir í byggingum til að lágmarka tjón. Hann segir að Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt öðrum fagaðilum vinni að því að því að safna rannsóknarfé til þess að vinna úr fimmtán kenningum um myglu og að fyrirhugað sé átak til vekja fólk til vitundar. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu, verkfræðistofuVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Við erum að sjá þetta í nýbyggingum og í rauninni má segja að við séum að búa til nýtt vandamál á hverjum degi þegar við erum að byggja hús, þannig að það er að ýmsu að taka og við erum að fara í átak til þess að koma í veg fyrir og fyrirbyggja þennan vanda að einhverju leiti,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu, verkfræðistofu og ráðgjafi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. „Ef við náum fimmtíu prósent árangri og minnkum segjum frá tíu milljörðum niður í fimm milljarða á ári, með vissu átaki, þá gætum við byggt að stærðargráðunni hundrað íbúðir aukalega á ári fyrir þennan pening. Yrði það ekki stórkostlegt,“ segir Ólafur Húsnæðismál Tengdar fréttir Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka hafa enn ekki flust yfir í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan framkvæmdir þar hafa staðið yfir. Ástæðan er að þau eru viðkvæm fyrir ryki og raski eftir veikindi sem rekja má til myglu- og rakaskemmda í gömlu höfuðstöðvunum. Ráðgert að rífa gamla húsið. 9. apríl 2018 06:00 Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Samfélagslegur kostnaður vegna myglu í húsnæðum nemur um tíu milljörðum króna á hverju ári. Prófessor segir átak þurfa til þess að þjóðin átti sig á þeim skaða sem myglan veldur. Mygluskaðar í húsum hafa reglulega verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en stærstu tilfellin hafa verið í Orkuveituhúsinu, byggingum Landspítalans og í fyrrum húsakynnum Velferðarráðuneytisins í Hafnarhúsinu svo ekki séu nefnd tilfellin sem hafa átt sér stað í híbýlum einstaklinga og fjölskyldna. Tilkynningum vegna myglu í húsnæði hefur fjölgað mikið á síðustu árum enda fólk meðvitaðra um vandamálið. Á málþingi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í dag kom fram að samfélagslegur kostnaður vegna myglunnar sé farinn að hlaupa á milljörðum. Ólafur H. Wallevik, prófessor við HR og forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins hjá Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsVísir/Jóhann K. Jóhannsson „Af stærðargráðunni getum við sagt að það er svona sirka átta til tíu milljarðar á ári, svo þetta er verulegur samfélagslegur baggi,“ sagði Ólafur H. Wallevik, prófessor við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en hann hélt erindi á málþinginu í dag. Kostnaðurinn skiptist í fjóra þætti. Ólafur segir að tveir til þrír milljarðar liggi í hreinum vatnsskaða, vinnutap einstaklinga vegna myglu hleypur á tveimur milljörðum, og skemmdir vegna myglu sem tryggingafélög greiða ekki hleypur á þremur milljörðum. Erfiðast reynst að reikna úr heilsutjón sem verður að völdum myglu. „Veikindi er erfiðast að meta og þá notum við tölur sem koma erlendis frá, þannig að við ætlum að segja mjög grófa tölu. Þetta getur allt verið frá tveimur milljörðum til fimm milljarðar á ári," segir Ólafur. Ólafur segir að leggja verði áherslu á að minnka rakaskemmdir í byggingum til að lágmarka tjón. Hann segir að Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt öðrum fagaðilum vinni að því að því að safna rannsóknarfé til þess að vinna úr fimmtán kenningum um myglu og að fyrirhugað sé átak til vekja fólk til vitundar. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu, verkfræðistofuVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Við erum að sjá þetta í nýbyggingum og í rauninni má segja að við séum að búa til nýtt vandamál á hverjum degi þegar við erum að byggja hús, þannig að það er að ýmsu að taka og við erum að fara í átak til þess að koma í veg fyrir og fyrirbyggja þennan vanda að einhverju leiti,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu, verkfræðistofu og ráðgjafi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. „Ef við náum fimmtíu prósent árangri og minnkum segjum frá tíu milljörðum niður í fimm milljarða á ári, með vissu átaki, þá gætum við byggt að stærðargráðunni hundrað íbúðir aukalega á ári fyrir þennan pening. Yrði það ekki stórkostlegt,“ segir Ólafur
Húsnæðismál Tengdar fréttir Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka hafa enn ekki flust yfir í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan framkvæmdir þar hafa staðið yfir. Ástæðan er að þau eru viðkvæm fyrir ryki og raski eftir veikindi sem rekja má til myglu- og rakaskemmda í gömlu höfuðstöðvunum. Ráðgert að rífa gamla húsið. 9. apríl 2018 06:00 Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka hafa enn ekki flust yfir í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan framkvæmdir þar hafa staðið yfir. Ástæðan er að þau eru viðkvæm fyrir ryki og raski eftir veikindi sem rekja má til myglu- og rakaskemmda í gömlu höfuðstöðvunum. Ráðgert að rífa gamla húsið. 9. apríl 2018 06:00
Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15
Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent