Úr 193 löxum í hátt í 900 milli ára Karl Lúðvíksson skrifar 8. október 2018 10:00 Núna eru lokatölur komnar inn úr flestum laxveiðiánum nema þeim sem byggja veiðina á seiðasleppingum. Það er nokkuð áhugavert að skoða þessar tölur og sjá hvernig sumarið kemur út í ánum. Það liggur fyrir að veiðin á norðurlandi er langt undir meðaltali nema þá í Miðfjarðará en þar munar engu að síður um 1.000 löxum á milli ára. Við eigum eftir að grúska meira í veiðitölum næstu daga og draga fram það sem okkur þykir áhugavert. Eitt af því sem sem Veiðivísir telur nokkuð sérstakt og gaman að segja frá er munur á veiðitölum milli ára í Affallinu. Veiðin í fyrra var ekki nema 193 laxar sem er lélegasta veiðin frá 2010 en það ár veiddust til að mynda 1.021 lax. Veiðin í sumar hefur aftur á móti verið afbragðsgóð og þegar þetta er skrifað er Affallið líklega að detta í 900 laxa og það á ennþá eftir að veiða í tæpar tvær vikur og það er, að sögn þeirra sem hafa verið við ána nýverið, nóg af laxi í ánni en hann er farinn að safnast saman við þrjá til fjóra veiðistaði að mestu en lax má þó finna í flestum hyljum ofan við veiðistaði 4 og 5. Það þarf bara nokkra daga af jafnri veiði til að lyfta ánni upp í 1.000 og miðað við hlýnandi spá næstu daga er það bara ekkert óhugsandi að Affallið nái þeirri tölu. Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði
Núna eru lokatölur komnar inn úr flestum laxveiðiánum nema þeim sem byggja veiðina á seiðasleppingum. Það er nokkuð áhugavert að skoða þessar tölur og sjá hvernig sumarið kemur út í ánum. Það liggur fyrir að veiðin á norðurlandi er langt undir meðaltali nema þá í Miðfjarðará en þar munar engu að síður um 1.000 löxum á milli ára. Við eigum eftir að grúska meira í veiðitölum næstu daga og draga fram það sem okkur þykir áhugavert. Eitt af því sem sem Veiðivísir telur nokkuð sérstakt og gaman að segja frá er munur á veiðitölum milli ára í Affallinu. Veiðin í fyrra var ekki nema 193 laxar sem er lélegasta veiðin frá 2010 en það ár veiddust til að mynda 1.021 lax. Veiðin í sumar hefur aftur á móti verið afbragðsgóð og þegar þetta er skrifað er Affallið líklega að detta í 900 laxa og það á ennþá eftir að veiða í tæpar tvær vikur og það er, að sögn þeirra sem hafa verið við ána nýverið, nóg af laxi í ánni en hann er farinn að safnast saman við þrjá til fjóra veiðistaði að mestu en lax má þó finna í flestum hyljum ofan við veiðistaði 4 og 5. Það þarf bara nokkra daga af jafnri veiði til að lyfta ánni upp í 1.000 og miðað við hlýnandi spá næstu daga er það bara ekkert óhugsandi að Affallið nái þeirri tölu.
Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði