Hrútasýningar um allt land: Bændur raða fénu upp í gæðaröð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2018 20:15 Pétur að mæla vöðva á hrygg með sónartæki á hrútasýningunni. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Bak, malir, læri,haus og háls og herðar eru meðal þeirra atriða sem þarf að dæma á hrútasýningum sem standa nú yfir um allt land, samhliða gimbrasýningum. Tilgangur dómanna er að raða fénu upp í gæðaröð svo bóndinn eigi auðveldara með að velja ásetningslömb. Hrútasýning var nýlega haldin í fjárhúsinu á bænum Þjóðólfshaga tvö í Holta og Landsveit hjá þeim Stefáni Þór og Þórhöllu Guðrúnu. Sveitungarnir mættu með bestu hrútana og gimbrarnar sínar í dóm hjá ráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins. Spenna var í loftinu og bændur báru saman bækur sínar enda vilja allir fá háa dóma hjá dómurunum. „Ég er að dæma veturgamlan hrút núna. Ég dæmi hann frá toppi til táar, ég mæli fótinn, ég athuga hvort höfuðið sé ekki í lagi, athuga háls og herðar, bringu og útlögur. Pétur Halldórsson, samstarfsmaður minn mælir hvað vöðvinn í hryggnum sé þykkur, kótelettanm og gefur honum einkunn fyrir lögun. Svo skoða ég malirnar á hrútunum og gef honum einkunn fyrir læri líka“, segir Guðrún Hildur Gunnarsdóttir ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Hún segir ekki flókið að dæma hrúta og gimbrar en það kalli á mikla þjálfun. „Samvinna við bændur gengur mjög vel og þetta er mjög gaman. Mér líst mjög vel á féð í haust, ég er búin að skoða fullt af flottum lömbum víða um land, þetta virðist ætla að koma ágætlega út“. Bændurnir í Þjóðólfshaga tvö segja sauðfjárbúskap alltaf jafn gefandi og skemmtilegan þó þau vinni bæði aðra vinnu samhliða búskapnum. „Við eru með með 350 vetrarfóðraðar. Þetta er ekki stórt bú en samt, maður verður að vinna með því fulla vinnu, þannig að þetta er alveg nóg“, segir Stefán Þór Sigurðsson, sauðfjárbóndi.Tveir fallegir hrútar sem mættu í dóm á hrútasýningunni.Magnús Hlynur HreiðarssonGuðrún Hildur að störfum á hrúta og gimbrasýningunni á Þjóðólfshaga tvö í Holta og Landsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttir Landbúnaður Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Sjá meira
Bak, malir, læri,haus og háls og herðar eru meðal þeirra atriða sem þarf að dæma á hrútasýningum sem standa nú yfir um allt land, samhliða gimbrasýningum. Tilgangur dómanna er að raða fénu upp í gæðaröð svo bóndinn eigi auðveldara með að velja ásetningslömb. Hrútasýning var nýlega haldin í fjárhúsinu á bænum Þjóðólfshaga tvö í Holta og Landsveit hjá þeim Stefáni Þór og Þórhöllu Guðrúnu. Sveitungarnir mættu með bestu hrútana og gimbrarnar sínar í dóm hjá ráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins. Spenna var í loftinu og bændur báru saman bækur sínar enda vilja allir fá háa dóma hjá dómurunum. „Ég er að dæma veturgamlan hrút núna. Ég dæmi hann frá toppi til táar, ég mæli fótinn, ég athuga hvort höfuðið sé ekki í lagi, athuga háls og herðar, bringu og útlögur. Pétur Halldórsson, samstarfsmaður minn mælir hvað vöðvinn í hryggnum sé þykkur, kótelettanm og gefur honum einkunn fyrir lögun. Svo skoða ég malirnar á hrútunum og gef honum einkunn fyrir læri líka“, segir Guðrún Hildur Gunnarsdóttir ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Hún segir ekki flókið að dæma hrúta og gimbrar en það kalli á mikla þjálfun. „Samvinna við bændur gengur mjög vel og þetta er mjög gaman. Mér líst mjög vel á féð í haust, ég er búin að skoða fullt af flottum lömbum víða um land, þetta virðist ætla að koma ágætlega út“. Bændurnir í Þjóðólfshaga tvö segja sauðfjárbúskap alltaf jafn gefandi og skemmtilegan þó þau vinni bæði aðra vinnu samhliða búskapnum. „Við eru með með 350 vetrarfóðraðar. Þetta er ekki stórt bú en samt, maður verður að vinna með því fulla vinnu, þannig að þetta er alveg nóg“, segir Stefán Þór Sigurðsson, sauðfjárbóndi.Tveir fallegir hrútar sem mættu í dóm á hrútasýningunni.Magnús Hlynur HreiðarssonGuðrún Hildur að störfum á hrúta og gimbrasýningunni á Þjóðólfshaga tvö í Holta og Landsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Sjá meira