„Staðgöngumæðrun er gerleg sé það gert af fúsum og frjálsum vilja“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2018 19:17 Nokkur eftirspurn er eftir þjónustu ísraelsks staðgöngumæðrunarfyrirtækis sem nú býður þjónustu sína hér á landi. Staðgöngumæðrun er ólögleg á Íslandi en talsmaður fyrirtækisins fullyrðir að starfsemin standist lög þar sem staðgöngumóðir gangi með barnið erlendis. Fyrirtækið Tammuz Nordic býður Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun en forsvarsmaður fyrirtækisins segir nokkur áhugasöm íslensk pör nú íhuga að nýta sér þjónustuna. „Það er ekki hægt að hefja ferli staðgöngumæðrunar á Íslandi. Við getum það ekki af því að hún er ólögleg á Íslandi. Hinsvegar getum við skipulagt staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum, Úkraínu eða Albaníu þar sem það er löglegt og íslenskum ríkisborgurum er heimilt með lögum að nýta sér ferlið,“ segir Mikkel Raahede, fulltrúi Tammuz Nordic gagnvart Íslandi og Danmörku. Aðspurður segir hann fyrirtækið ekki þurfa sérstakt leyfi stjórnvalda til að bjóða þjónustu sína hér á landi. „Við störfum innan íslensks lagaramma. Ég hef ráðfært mig við bæði prófessor við Háskóla Íslands og við lögfræðing í Reykjavík og starfsemi okkar er sannarlega í samræmi við íslensk lög.“Þyrí Steingrímsdóttir hæstaréttarlögmaður.Vísir/EgillÞyrí Steingrímsdóttir, hæstaréttarlögmaður sem hefur verið fyrirtækinu innan handar, tekur undir þau orð. Til að barn geti fengið íslenskan ríkisborgararétt verði það þó að vera blóðskylt að minnsta kosti öðru foreldri. „Í rauninni eru íslensk lög ekki skýr með þessa mótttöku, um hvernig eigi að taka við barninu, og það er auðvitað verið að taka út eitt hér og annað þar, eins og með ríkisborgararéttinn eða með skráningu forsjár og ýmislegt í þeim dúr og við auðvitað bara vinnum innan þess ramma,“ segir Þurý. Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á þessu þingi samkvæmt svari við fyrirspurn fréttastofu í sumar. Það sé mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. „Staðgöngumæðrun er gerleg sé það gert af fúsum og frjálsum vilja og þegar um er að ræða fólk sem hefur ferlið með stóra drauma. Mér finnst að við megum ekki leggja stein í götu þeirra kvenna sem vilja ganga með barn fyrir aðra,“ segir Mikkel. Tengdar fréttir Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. 13. ágúst 2018 20:00 Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. 14. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Nokkur eftirspurn er eftir þjónustu ísraelsks staðgöngumæðrunarfyrirtækis sem nú býður þjónustu sína hér á landi. Staðgöngumæðrun er ólögleg á Íslandi en talsmaður fyrirtækisins fullyrðir að starfsemin standist lög þar sem staðgöngumóðir gangi með barnið erlendis. Fyrirtækið Tammuz Nordic býður Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun en forsvarsmaður fyrirtækisins segir nokkur áhugasöm íslensk pör nú íhuga að nýta sér þjónustuna. „Það er ekki hægt að hefja ferli staðgöngumæðrunar á Íslandi. Við getum það ekki af því að hún er ólögleg á Íslandi. Hinsvegar getum við skipulagt staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum, Úkraínu eða Albaníu þar sem það er löglegt og íslenskum ríkisborgurum er heimilt með lögum að nýta sér ferlið,“ segir Mikkel Raahede, fulltrúi Tammuz Nordic gagnvart Íslandi og Danmörku. Aðspurður segir hann fyrirtækið ekki þurfa sérstakt leyfi stjórnvalda til að bjóða þjónustu sína hér á landi. „Við störfum innan íslensks lagaramma. Ég hef ráðfært mig við bæði prófessor við Háskóla Íslands og við lögfræðing í Reykjavík og starfsemi okkar er sannarlega í samræmi við íslensk lög.“Þyrí Steingrímsdóttir hæstaréttarlögmaður.Vísir/EgillÞyrí Steingrímsdóttir, hæstaréttarlögmaður sem hefur verið fyrirtækinu innan handar, tekur undir þau orð. Til að barn geti fengið íslenskan ríkisborgararétt verði það þó að vera blóðskylt að minnsta kosti öðru foreldri. „Í rauninni eru íslensk lög ekki skýr með þessa mótttöku, um hvernig eigi að taka við barninu, og það er auðvitað verið að taka út eitt hér og annað þar, eins og með ríkisborgararéttinn eða með skráningu forsjár og ýmislegt í þeim dúr og við auðvitað bara vinnum innan þess ramma,“ segir Þurý. Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á þessu þingi samkvæmt svari við fyrirspurn fréttastofu í sumar. Það sé mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. „Staðgöngumæðrun er gerleg sé það gert af fúsum og frjálsum vilja og þegar um er að ræða fólk sem hefur ferlið með stóra drauma. Mér finnst að við megum ekki leggja stein í götu þeirra kvenna sem vilja ganga með barn fyrir aðra,“ segir Mikkel.
Tengdar fréttir Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. 13. ágúst 2018 20:00 Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. 14. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. 13. ágúst 2018 20:00
Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. 14. ágúst 2018 21:00