Innlent

Barði á hús í Úlfarsárdal

Atli Ísleifsson skrifar
Það var í nógu að snúast hja lögreglunni í nótt.
Það var í nógu að snúast hja lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af karlmanni á fimmta tímanum í nótt eftir að tilkynnt var um að hann væri að berja á hús í Úlfarsárdal. Í dagbók lögreglu segir að hann hafi ekki átt í nein hús að venda og verður hann vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur.

Í dagbók lögreglu segir að tvær konur hafi verið fluttar á slysadeild eftir að hafa dottið og rekið höfuðið í jörðina í miðborg Reykjavíkur, önnur klukkan 23 og hin upp úr klukkan 2. Meiðsli kvennanna voru talin minniháttar.

Upp úr klukkan tvö var tilkynnt um mann vera að fara inn í bíl í miðbænum. „Skömmu síðar var maður sem passaði við lýsinguna handtekinn. Í samtali við eiganda bifreiðarinnar var ekkert tekið og ekkert skemmt. Viðkomandi færður á lögreglustöðina Hverfisgötu. Teknar niður upplýsingar um viðkomandi, einnig fannst á honum lítilræði af ætluðum fíkniefnum, afgreitt og viðkomandi látinn laus,“ segir í skýrslu lögreglu.

Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×