Mótmælendur mótmæltu mótmælendunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2018 20:30 Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan sláturhúsið á Selfossi í dag til að sýna lömbum og fullorðnu fé samstöðu sem slátrað er þessa dagana. Fólkið segir að við þurfum ekki að borða dýr lengur, plöntur séu málið. Sauðfjárbóndi gefur lítið fyrir mótmæli fólksins og talar um fáfræði. Reykjavík Animal Save stóð fyrir samstöðuvökunni við girðinguna hjá Sláturfélagi Suðurlands þar sem sauðfjárslátrun stendur nú yfir á Selfossi en alls á að slátra um 110 þúsund fjár. Fólk hélt á skiltum með skilaboðum. „Við hötum ekki bændur en við viljum að bændur breyti yfir í að rækta plöntur í stað þess að rækta dýr. Við þurfum ekki að borða dýr lengur til þess að lifa heilbrigðu lífi, þess vegna ættum við bara að sleppa því. Dýr finna fyrir þjáningu eins og við og til hvers að valda einhverjum öðrum þjáningu þegar við höfum annað val“, segir Birgir Steinn Erlingsson frá Reykjavík Animal Save. Hinu megin við götuna safnaðist hópur saman af ungu fólki til að grilla SS pylsur og mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Eitt barn var með skilti með skýrum skilaboðumMagnús Hlynur Hreiðarsson„Mér finnst allt í lagi ef fólk er vegan, það þarf bara ekki að vera að troða því ofan í annað fólk. Ég er á móti mótmælendunum og ég er að mótmæla“, segir Mattías Emil Óttarsson bóndasonur frá bænum Miklaholti í Biskupstungum. En hvað segja sauðfjárbændur við uppákomuna við sláturhúsið á Selfossi í dag? „Allir öfgar eru ofsalega langt frá mér, mér finnst þetta svo mikið bull, sem betur fer nær þetta fólk engum árangri, engum, alveg sama hvar það er. Eitthvað heilbrigt fólk sem heldur að það nái einhverjum árangri með því að standa fyrir utan sláturhús eða binda sig við vélar og svona, það hefur ekki áhrif á mig og vonandi ekki marga“, segir Kristinn Guðnason, sauðfjárbóndi í Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra og bætir við. „Þetta fólk hlýtur að vera mjög fáfrótt en auðvitað eru margir með svona hugsun að það sé leiðinlegt að farga skepnum yfirleitt. En hvað tekur við hjá þessu fólki, ég veit það ekki. Er það ekki leiðinlegt að farga blómum, má veiða lifandi fisk, ég hef aldrei fengið upphafi eða endir á þessu enda er ég alveg hættur að hugsa um þetta því mér finnst þetta koma aldrei til með að gera nokkurn skapaðan hlut nema eitthvað fólk sem hefur lítið að gera hangandi einhvers staðar gargandi“.Unga fólkið sem mætti á svæðið til að grilla SS pylsur kom þangað til að mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fréttir Landbúnaður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan sláturhúsið á Selfossi í dag til að sýna lömbum og fullorðnu fé samstöðu sem slátrað er þessa dagana. Fólkið segir að við þurfum ekki að borða dýr lengur, plöntur séu málið. Sauðfjárbóndi gefur lítið fyrir mótmæli fólksins og talar um fáfræði. Reykjavík Animal Save stóð fyrir samstöðuvökunni við girðinguna hjá Sláturfélagi Suðurlands þar sem sauðfjárslátrun stendur nú yfir á Selfossi en alls á að slátra um 110 þúsund fjár. Fólk hélt á skiltum með skilaboðum. „Við hötum ekki bændur en við viljum að bændur breyti yfir í að rækta plöntur í stað þess að rækta dýr. Við þurfum ekki að borða dýr lengur til þess að lifa heilbrigðu lífi, þess vegna ættum við bara að sleppa því. Dýr finna fyrir þjáningu eins og við og til hvers að valda einhverjum öðrum þjáningu þegar við höfum annað val“, segir Birgir Steinn Erlingsson frá Reykjavík Animal Save. Hinu megin við götuna safnaðist hópur saman af ungu fólki til að grilla SS pylsur og mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Eitt barn var með skilti með skýrum skilaboðumMagnús Hlynur Hreiðarsson„Mér finnst allt í lagi ef fólk er vegan, það þarf bara ekki að vera að troða því ofan í annað fólk. Ég er á móti mótmælendunum og ég er að mótmæla“, segir Mattías Emil Óttarsson bóndasonur frá bænum Miklaholti í Biskupstungum. En hvað segja sauðfjárbændur við uppákomuna við sláturhúsið á Selfossi í dag? „Allir öfgar eru ofsalega langt frá mér, mér finnst þetta svo mikið bull, sem betur fer nær þetta fólk engum árangri, engum, alveg sama hvar það er. Eitthvað heilbrigt fólk sem heldur að það nái einhverjum árangri með því að standa fyrir utan sláturhús eða binda sig við vélar og svona, það hefur ekki áhrif á mig og vonandi ekki marga“, segir Kristinn Guðnason, sauðfjárbóndi í Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra og bætir við. „Þetta fólk hlýtur að vera mjög fáfrótt en auðvitað eru margir með svona hugsun að það sé leiðinlegt að farga skepnum yfirleitt. En hvað tekur við hjá þessu fólki, ég veit það ekki. Er það ekki leiðinlegt að farga blómum, má veiða lifandi fisk, ég hef aldrei fengið upphafi eða endir á þessu enda er ég alveg hættur að hugsa um þetta því mér finnst þetta koma aldrei til með að gera nokkurn skapaðan hlut nema eitthvað fólk sem hefur lítið að gera hangandi einhvers staðar gargandi“.Unga fólkið sem mætti á svæðið til að grilla SS pylsur kom þangað til að mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira