Sónar Reykjavík kynnir tuttugu fyrstu listamenn hátíðarinnar Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2018 12:30 Sjöunda Sónar Reykjavík tónlistarhátíðin verður í apríl. Breska rappvalkyrjan Little Simz er á leiðinni til Íslands mun ásamt Jon Hopkins, sem er á hátindi ferils síns eftir útgáfu breiðskífunnar Singularity, einu stærsta nafni teknó tónlistarinnar fyrr og síðar, Richie Hawtin, og sómalsk-sænsku r&b prinsessunni Cherrie, sem er springa út í Skandinavíu og víðar í Evrópu, koma fram á sjöundu Sónar tónlistarhátíðinni í Reykjavík - dagana 25.-27. apríl í Hörpu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavík. Einum aukadegi hefur verið bætt við hátíðina og verður hún því þriggja daga hátíð í stað tveggja daga. Alls er nú tilkynnt um tuttugu listamenn og hljómsveitir sem koma munu fram á Sónar Reykjavík 2019. Í tilkynningunni segir að boðið verði upp á það nýjasta og mest spennandi sem sé að gerast í íslensku tónlistarlífi á hátíðinni en JDFR, Exos, GDRN, ClubDub, SiGRÚN, DJ Margeir, kef LAVIK, Sólveig Matthildur og Þorgerður Jóhanna verða á meðal þeirra innlendu listamanna sem þar koma fram. Aðrir listamenn sem nú eru kynntir til leiks er tónlistarkonan og plötusnúður Fatima Al Qadiri frá Kuwait sem verður með „live show” á hátíðinni, Objekt frá Berlín sem kemur fram sem plötusnúður í bílakjallara Hörpu, dúóið Sinjin Hawke & Zora Jones sem gefa kyngimagnaða popptónlist sína út hjá hinu virta plötumerki Warp Records, sviss-nepalska tónlistarkonanan Aïsha Devi og experimental meistarinn Yves Tumor sem koma mun fram á Red Bull Music sviði hátíðarinnar í Norðurljósarsal Hörpu. Gert er ráð fyrir að alls muni rúmlega fimmtíu hljómsveitir og listamenn koma fram á Sónar Reykjavík 2019 á fjórum sviðum í Hörpu. Auk þess sem áfram verður boðið upp á SónarSpil, sérstaka dagskrá tengda upplifun, nýsköpun og tækni, ásamt fyrirlestrum og pallborðsumræðum samhliða tónlistardagskránni. Kynntar verða nýjar og spennandi viðbætur við dagskrá hátíðarinnar á næstu vikum og mánuðum. Miðasala á hátíðina er hafin á sonarreykjavik.com Listamenn sem nú eru kynntir til leiks: Jon Hopkins (UK) Richie Hawtin (CA) Little Simz (UK) Yves Tumor (US) Fatima Al Qadiri Live (KW) Cherrie (SE) Sinjin Hawke & Zora Jones Live AV (CA/AT) Objekt (DE) Aïsha Devi (CH) JDFR, GDRN, Exos, ClubDub, DJ Margeir, kef LAVIK, SiGRÚN, Sólveig, Matthildur Thorgerdur, Johanna. Sónar Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Breska rappvalkyrjan Little Simz er á leiðinni til Íslands mun ásamt Jon Hopkins, sem er á hátindi ferils síns eftir útgáfu breiðskífunnar Singularity, einu stærsta nafni teknó tónlistarinnar fyrr og síðar, Richie Hawtin, og sómalsk-sænsku r&b prinsessunni Cherrie, sem er springa út í Skandinavíu og víðar í Evrópu, koma fram á sjöundu Sónar tónlistarhátíðinni í Reykjavík - dagana 25.-27. apríl í Hörpu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavík. Einum aukadegi hefur verið bætt við hátíðina og verður hún því þriggja daga hátíð í stað tveggja daga. Alls er nú tilkynnt um tuttugu listamenn og hljómsveitir sem koma munu fram á Sónar Reykjavík 2019. Í tilkynningunni segir að boðið verði upp á það nýjasta og mest spennandi sem sé að gerast í íslensku tónlistarlífi á hátíðinni en JDFR, Exos, GDRN, ClubDub, SiGRÚN, DJ Margeir, kef LAVIK, Sólveig Matthildur og Þorgerður Jóhanna verða á meðal þeirra innlendu listamanna sem þar koma fram. Aðrir listamenn sem nú eru kynntir til leiks er tónlistarkonan og plötusnúður Fatima Al Qadiri frá Kuwait sem verður með „live show” á hátíðinni, Objekt frá Berlín sem kemur fram sem plötusnúður í bílakjallara Hörpu, dúóið Sinjin Hawke & Zora Jones sem gefa kyngimagnaða popptónlist sína út hjá hinu virta plötumerki Warp Records, sviss-nepalska tónlistarkonanan Aïsha Devi og experimental meistarinn Yves Tumor sem koma mun fram á Red Bull Music sviði hátíðarinnar í Norðurljósarsal Hörpu. Gert er ráð fyrir að alls muni rúmlega fimmtíu hljómsveitir og listamenn koma fram á Sónar Reykjavík 2019 á fjórum sviðum í Hörpu. Auk þess sem áfram verður boðið upp á SónarSpil, sérstaka dagskrá tengda upplifun, nýsköpun og tækni, ásamt fyrirlestrum og pallborðsumræðum samhliða tónlistardagskránni. Kynntar verða nýjar og spennandi viðbætur við dagskrá hátíðarinnar á næstu vikum og mánuðum. Miðasala á hátíðina er hafin á sonarreykjavik.com Listamenn sem nú eru kynntir til leiks: Jon Hopkins (UK) Richie Hawtin (CA) Little Simz (UK) Yves Tumor (US) Fatima Al Qadiri Live (KW) Cherrie (SE) Sinjin Hawke & Zora Jones Live AV (CA/AT) Objekt (DE) Aïsha Devi (CH) JDFR, GDRN, Exos, ClubDub, DJ Margeir, kef LAVIK, SiGRÚN, Sólveig, Matthildur Thorgerdur, Johanna.
Sónar Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira