Hafið við Ísland hefur kólnað um þrjár gráður frá 2012 Jakob Bjarnar skrifar 5. október 2018 08:33 Hafstraumar við Íslandsstrendur hafa mikið að segja um búsetuskilyrði hér. visir/hanna Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greindi frá því á Facebook-síðu sinni seint í gærkvöldi að greina megi örugga stigvaxandi kólnum sjávar á hafsvæðunum suður og suðvestan af Íslandi frá árinu 2012, kólnun sem nemur heilum þremur gráðum. Einar setur fram þrjár til hugsanlegar skýringar á þessu en treystir sér ekki til að kveða úr um hugsanlega orsakaþætti. Og segir ábyrgðarlaust að spá fyrir um framhaldið. En, bendir á að sjávarhitabreytingar á úthafi séu afar hægar og því sé um ótrúlega mikil umskipti á árunum 2012 til 2018 að ræða á stóru hafsvæði NV-Atlantshafs.Einar nefnir til sögunnar þrjár eða fjórar hugsanlegar skýringar á hinni markvissu kólnun sem greina má á stóru svæði í Atlantshafinu.Þær skýringar sem Einar nefnir til sögunnar sem hugsanlegar eru eftirfarandi: 1. „Óvenjuþrálátir vestan- og norðvestan vindar að vetri og vori frá Kanada og langt út á haf hafa valdið kælingu yfirborssjávarins og vindarnir einnig aukið á útbreiðslu svalsjávarins frá Labradorhafi út á NV-vert Atlantshaf.“ 2. Mikil bráðnun hafíss undanfarin 20-30 ár sem borist hefur með köldum straumum, einkum með A-Grænlandi hefur aukið lagskiptingu sjávar sem aftur dregur úr djúpsjávarmyndun og þar með "hita- og seltufæribandinu". Þetta er ekki einfalt í mælingum, en niðurstaðan er engu að síður hægfara kólnun. Bráðnun Grænlandsjökuls kemur þarna líka við sögu. 3. Norður-Atlantshafs-straumkerfið (Golfstraumurinn) er að breytast með hlýnun veðurfars. Kvíslin með hlýsjó fyrir sunnan Grænland og inn í Labradorhafið hafi veikst á meðan meginkvíslin til norðurs fyrir vestan Noreg sé óbreytt eða jafnvel styrktist. Þá nefnir Einar fjórðu skýringuna sem stundum er nefnd og þá í samhengi við einhverjar hinna: „Hún er sú að síðustu árin hafi óvenjumikið „lekið“ af ferskum og ísköldum sjó á milli Kanadísku eyjanna norðan úr Bauforthafi (Íshafinu), en þar hefur safnast upp ferskur sjór sem hringsólar þar hálfinnilokaður.“ Veður Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greindi frá því á Facebook-síðu sinni seint í gærkvöldi að greina megi örugga stigvaxandi kólnum sjávar á hafsvæðunum suður og suðvestan af Íslandi frá árinu 2012, kólnun sem nemur heilum þremur gráðum. Einar setur fram þrjár til hugsanlegar skýringar á þessu en treystir sér ekki til að kveða úr um hugsanlega orsakaþætti. Og segir ábyrgðarlaust að spá fyrir um framhaldið. En, bendir á að sjávarhitabreytingar á úthafi séu afar hægar og því sé um ótrúlega mikil umskipti á árunum 2012 til 2018 að ræða á stóru hafsvæði NV-Atlantshafs.Einar nefnir til sögunnar þrjár eða fjórar hugsanlegar skýringar á hinni markvissu kólnun sem greina má á stóru svæði í Atlantshafinu.Þær skýringar sem Einar nefnir til sögunnar sem hugsanlegar eru eftirfarandi: 1. „Óvenjuþrálátir vestan- og norðvestan vindar að vetri og vori frá Kanada og langt út á haf hafa valdið kælingu yfirborssjávarins og vindarnir einnig aukið á útbreiðslu svalsjávarins frá Labradorhafi út á NV-vert Atlantshaf.“ 2. Mikil bráðnun hafíss undanfarin 20-30 ár sem borist hefur með köldum straumum, einkum með A-Grænlandi hefur aukið lagskiptingu sjávar sem aftur dregur úr djúpsjávarmyndun og þar með "hita- og seltufæribandinu". Þetta er ekki einfalt í mælingum, en niðurstaðan er engu að síður hægfara kólnun. Bráðnun Grænlandsjökuls kemur þarna líka við sögu. 3. Norður-Atlantshafs-straumkerfið (Golfstraumurinn) er að breytast með hlýnun veðurfars. Kvíslin með hlýsjó fyrir sunnan Grænland og inn í Labradorhafið hafi veikst á meðan meginkvíslin til norðurs fyrir vestan Noreg sé óbreytt eða jafnvel styrktist. Þá nefnir Einar fjórðu skýringuna sem stundum er nefnd og þá í samhengi við einhverjar hinna: „Hún er sú að síðustu árin hafi óvenjumikið „lekið“ af ferskum og ísköldum sjó á milli Kanadísku eyjanna norðan úr Bauforthafi (Íshafinu), en þar hefur safnast upp ferskur sjór sem hringsólar þar hálfinnilokaður.“
Veður Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira