Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. október 2018 17:22 Eldiskvíar í Tálknafirði Arnarlax Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Umhverfisstofnun veitti leyfin í desember á síðasta ári. Greint var frá því í síðustu viku að sama nefnd hefði fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna sem Matvælastofnun hafði veitt fyrirtækjunum í sama tilgangi. Ýmis náttúruverndarsamtök ásamt eigendum áa, og eigenda veiðiréttinda í ám á Vestfjörðum kærðu útgáfu starfsleyfa og rekstrarleyfa til nefndarinnar.Mörgum spurningum ósvarað Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að mörgum spurningum sé ósvarað í kjölfar úrskurðar nefndarinnar. Úrskurðarnefnd telji að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna geti ekki verið grundvöllur leyfisveitinga vegna skorts á umfjöllun um valkosti, en stofnunin taki ekki undir röksemdir nefndarinnar um að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hafi ekki verið lögmætur grundvöllur fyrir ákvörðun um veitingu leyfa til framkvæmda. „Einnig skal bent á að úrskurðarnefndin leitaði ekki umsagnar Skipulagsstofnunar í rannsókn sinni á málinu áður en hún kvað upp úrskurð sinn sem lýsti annmörkum á umhverfismatsferlinu. Stofnunin telur því að úrskurðarnefndin hafi ekki haft mikilvæg sjónarmið til grundvallar áður en úrskurðir féllu, einkum um raunhæfa valkosti,“ segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar.Mæla með að réttaráhrifum verði frestað Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig stofnunin mun bregðast við niðurstöðum úrskurðanna en farið verði yfir mögulegar lausnir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Umhverfisstofnun hefur í umsögn sinni til úrskurðarnefndar, vegna beiðni rekstraraðila um frestun réttaráhrifa úrskurðanna, mælt með því að réttaráhrifum verði frestað á meðan málin verði til meðferðar hjá dómstólum. Byggir sú afstaða á því að stofnunin telur að útgáfa starfsleyfa hafi verið í samræmi við lög og reglur.“ Lesa má tilkynningu Umhverfisstofnunar í heild sinni að neðan.Mörgum spurningum ósvarað í kjölfar úrskurðaÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvarðanir Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfa fyrir rekstraraðilana Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalax hf. í Patreks- og Tálknafirði. Áður hafði úrskurðarnefnd fellt út gildi ákvarðanir Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfa til sömu aðila á grundvelli sömu röksemda.Úrskurðarnefnd telur að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna geti ekki verið grundvöllur leyfisveitinga vegna skorts á umfjöllun um valkosti. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig brugðist verður við niðurstöðum úrskurðanna en farið verður yfir mögulegar lausnir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Seiði hafa einungis verið sett út á einu eldissvæði og umfang því lítið enn sem komið er.Umhverfisstofnun hefur í umsögn sinni til úrskurðarnefndar, vegna beiðni rekstraraðila um frestun réttaráhrifa úrskurðanna, mælt með því að réttaráhrifum verði frestað á meðan málin verði til meðferðar hjá dómstólum. Byggir sú afstaða á því að stofnunin telur að útgáfa starfsleyfa hafi verið í samræmi við lög og reglur.Tekur stofnunin ekki undir röksemdir úrskurðarnefndarinnar um að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hafi ekki verið lögmætur grundvöllur fyrir ákvörðun um veitingu leyfa til framkvæmda. Einnig skal bent á að úrskurðarnefndin leitaði ekki umsagnar Skipulagsstofnunar í rannsókn sinni á málinu áður en hún kvað upp úrskurð sinn sem lýsti annmörkum á umhverfismatsferlinu. Stofnunin telur því að úrskurðarnefndin hafi ekki haft mikilvæg sjónarmið til grundvallar áður en úrskurðir féllu, einkum um raunhæfa valkosti.Úrskurðarnefnd telur að skyldur leyfisveitenda nái ekki einvörðungu til þess að taka afstöðu til þeirra efnislegu niðurstaða sem í áliti Skipulagsstofnunar felast heldur einnig til þess að kanna hvort aðrir annmarkar geti verið til staðar, s.s. að skort hafi á umfjöllun um valkosti.Umhverfisstofnun telur að í því felist krafa um formlegt og efnislegt endurmat leyfisveitanda á áliti Skipulagsstofnunar. Úrskurðurinn sýnir þörf á að skýrt verði nánar í lögum hvert sé hlutverk leyfisveitenda hvað varðar ábyrgð á áliti um mat á umhverfisáhrifum.Mikilvægt er að árétta að leyfin eru ógilt á grundvelli þess að umhverfismati hafi verið áfátt en ekki að skilyrði í starfsleyfi um mengunarvarnir hafi verið ófullnægjandi.Lesa má úrskurði nefndarinnar hér og hér. Fiskeldi Tengdar fréttir Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Umhverfisstofnun veitti leyfin í desember á síðasta ári. Greint var frá því í síðustu viku að sama nefnd hefði fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna sem Matvælastofnun hafði veitt fyrirtækjunum í sama tilgangi. Ýmis náttúruverndarsamtök ásamt eigendum áa, og eigenda veiðiréttinda í ám á Vestfjörðum kærðu útgáfu starfsleyfa og rekstrarleyfa til nefndarinnar.Mörgum spurningum ósvarað Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að mörgum spurningum sé ósvarað í kjölfar úrskurðar nefndarinnar. Úrskurðarnefnd telji að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna geti ekki verið grundvöllur leyfisveitinga vegna skorts á umfjöllun um valkosti, en stofnunin taki ekki undir röksemdir nefndarinnar um að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hafi ekki verið lögmætur grundvöllur fyrir ákvörðun um veitingu leyfa til framkvæmda. „Einnig skal bent á að úrskurðarnefndin leitaði ekki umsagnar Skipulagsstofnunar í rannsókn sinni á málinu áður en hún kvað upp úrskurð sinn sem lýsti annmörkum á umhverfismatsferlinu. Stofnunin telur því að úrskurðarnefndin hafi ekki haft mikilvæg sjónarmið til grundvallar áður en úrskurðir féllu, einkum um raunhæfa valkosti,“ segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar.Mæla með að réttaráhrifum verði frestað Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig stofnunin mun bregðast við niðurstöðum úrskurðanna en farið verði yfir mögulegar lausnir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Umhverfisstofnun hefur í umsögn sinni til úrskurðarnefndar, vegna beiðni rekstraraðila um frestun réttaráhrifa úrskurðanna, mælt með því að réttaráhrifum verði frestað á meðan málin verði til meðferðar hjá dómstólum. Byggir sú afstaða á því að stofnunin telur að útgáfa starfsleyfa hafi verið í samræmi við lög og reglur.“ Lesa má tilkynningu Umhverfisstofnunar í heild sinni að neðan.Mörgum spurningum ósvarað í kjölfar úrskurðaÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvarðanir Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfa fyrir rekstraraðilana Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalax hf. í Patreks- og Tálknafirði. Áður hafði úrskurðarnefnd fellt út gildi ákvarðanir Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfa til sömu aðila á grundvelli sömu röksemda.Úrskurðarnefnd telur að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna geti ekki verið grundvöllur leyfisveitinga vegna skorts á umfjöllun um valkosti. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig brugðist verður við niðurstöðum úrskurðanna en farið verður yfir mögulegar lausnir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Seiði hafa einungis verið sett út á einu eldissvæði og umfang því lítið enn sem komið er.Umhverfisstofnun hefur í umsögn sinni til úrskurðarnefndar, vegna beiðni rekstraraðila um frestun réttaráhrifa úrskurðanna, mælt með því að réttaráhrifum verði frestað á meðan málin verði til meðferðar hjá dómstólum. Byggir sú afstaða á því að stofnunin telur að útgáfa starfsleyfa hafi verið í samræmi við lög og reglur.Tekur stofnunin ekki undir röksemdir úrskurðarnefndarinnar um að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hafi ekki verið lögmætur grundvöllur fyrir ákvörðun um veitingu leyfa til framkvæmda. Einnig skal bent á að úrskurðarnefndin leitaði ekki umsagnar Skipulagsstofnunar í rannsókn sinni á málinu áður en hún kvað upp úrskurð sinn sem lýsti annmörkum á umhverfismatsferlinu. Stofnunin telur því að úrskurðarnefndin hafi ekki haft mikilvæg sjónarmið til grundvallar áður en úrskurðir féllu, einkum um raunhæfa valkosti.Úrskurðarnefnd telur að skyldur leyfisveitenda nái ekki einvörðungu til þess að taka afstöðu til þeirra efnislegu niðurstaða sem í áliti Skipulagsstofnunar felast heldur einnig til þess að kanna hvort aðrir annmarkar geti verið til staðar, s.s. að skort hafi á umfjöllun um valkosti.Umhverfisstofnun telur að í því felist krafa um formlegt og efnislegt endurmat leyfisveitanda á áliti Skipulagsstofnunar. Úrskurðurinn sýnir þörf á að skýrt verði nánar í lögum hvert sé hlutverk leyfisveitenda hvað varðar ábyrgð á áliti um mat á umhverfisáhrifum.Mikilvægt er að árétta að leyfin eru ógilt á grundvelli þess að umhverfismati hafi verið áfátt en ekki að skilyrði í starfsleyfi um mengunarvarnir hafi verið ófullnægjandi.Lesa má úrskurði nefndarinnar hér og hér.
Fiskeldi Tengdar fréttir Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Sjá meira
Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38