Lokatölur að koma úr flestum ánum Karl Lúðvíksson skrifar 4. október 2018 11:10 Lokatölur úr laxveiðiánum eru að detta í hús Mynd: SVFR Ef snjórinn í Esjunni í morgun og fréttir af snjómokstri á Hellisheiði eru ekki skýr merki um að sumrinu sé lokið ættu fréttir af lokatölum laxveiðiánna kannski að vera það fyrir marga. Nú eru lokatölur að berast úr öllum ánum nema hafbeitaránum en það er veitt í þeim fram til loka október. Það sem helst stendur upp úr í veiðitölum síðustu daga er að Ytri Rangá hefur skotið tánum fram úr Eystri ánni sem hefur verið með forskot í allt sumar en Ytri Rangá er þó ekki nema 48 löxum yfir Eystri ánni en Ytri hefur þó oft á tíðum verið að gefa betri veiði í október en Eystri Rangá. Miðfjarðará trónir efst á listanum yfir náttúrulegu árnar með 2.719 laxa sem er um 1.000 löxum minni veiði en í fyrra en það er þó engin að kvarta yfir veiðinni þar í sumar. Á listanum frá Landssambandi Veiðifélaga sést að það á eftir að færa inn lokatölur úr nokkrum ám en veiði í þeim er engu að síður lokið svo þegar allar tölur verða komnar í hús gerum við þeim góð skil. Hér fyrir neðan er listinn yfir topp fimm árnar á listanum en listann í heild sinni má finna á www.angling.is 1. Ytri Rangá - 3.848 laxar 2. Eystri Rangá - 3.800 laxar 3. Miðfjarðará - 2.719 laxar 4. Þverá/Kjarrá - 2.455 (staðfestar lokatölur vantar) 5. Norðurá - 1.692 laxar Mest lesið RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Fín veiði í Frostastaðavatni Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Aðalfundur SVFR Veiði
Ef snjórinn í Esjunni í morgun og fréttir af snjómokstri á Hellisheiði eru ekki skýr merki um að sumrinu sé lokið ættu fréttir af lokatölum laxveiðiánna kannski að vera það fyrir marga. Nú eru lokatölur að berast úr öllum ánum nema hafbeitaránum en það er veitt í þeim fram til loka október. Það sem helst stendur upp úr í veiðitölum síðustu daga er að Ytri Rangá hefur skotið tánum fram úr Eystri ánni sem hefur verið með forskot í allt sumar en Ytri Rangá er þó ekki nema 48 löxum yfir Eystri ánni en Ytri hefur þó oft á tíðum verið að gefa betri veiði í október en Eystri Rangá. Miðfjarðará trónir efst á listanum yfir náttúrulegu árnar með 2.719 laxa sem er um 1.000 löxum minni veiði en í fyrra en það er þó engin að kvarta yfir veiðinni þar í sumar. Á listanum frá Landssambandi Veiðifélaga sést að það á eftir að færa inn lokatölur úr nokkrum ám en veiði í þeim er engu að síður lokið svo þegar allar tölur verða komnar í hús gerum við þeim góð skil. Hér fyrir neðan er listinn yfir topp fimm árnar á listanum en listann í heild sinni má finna á www.angling.is 1. Ytri Rangá - 3.848 laxar 2. Eystri Rangá - 3.800 laxar 3. Miðfjarðará - 2.719 laxar 4. Þverá/Kjarrá - 2.455 (staðfestar lokatölur vantar) 5. Norðurá - 1.692 laxar
Mest lesið RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Fín veiði í Frostastaðavatni Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Aðalfundur SVFR Veiði