Boða til samstöðuvöku fyrir lömbin við sláturhúsið á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. október 2018 12:15 Tilgangur vökunnar er að sýna dýrum á leið í slátrun samstöðu, að þau eigi rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, segir Vigdís Þórðardóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samtökin Reykjavík Animal Save hafa boðað til samstöðuvöku fyrir utan sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi á föstudaginn á milli 14:00 og 16:00 fyrir dýrin en ætlunin er að fylgjast með því þegar lömb og kindur eru sendar til slátrunar. „Við munum vera með þeim þeirra síðustu stundir, skrásetja aðstæður þeirra og dreifa eins mikilli samúð og ást og við getum. Með því að mæta þarna fyrir utan sláturhúsið sendum við sterk skilaboð um að þessir einstaklingar eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, og að þeirra dauði sé ekki falinn umheiminum,“ segir m.a. í tilkynningu um viðburðinn á Facebook. Fólk er beðið að koma með myndvél, sótthreinsispritt, föt með vegan skilaboðum, hlý föt eftir veðri án dýraafurða og lag, ljóð eða ræðu sem hægt er að beina að dýrunum, verkamönnunum, samfélaginu, vegönum eða öðrum á staðnum. Lömbin eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttmæti „Tilgangur vökunnar er að sýna dýrum á leið í slátrun samstöðu, að þau eigi rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti. Með því að vekja athygli á dýrunum sem þetta þurfa að þola vonumst við til þess að almenningur muni frekar þegar þau versla eða borða dýr að þau hafi andlit, vilja til að lifa og rétt. Það fer ekki á milli mála að það er ekkert mál að lifa góðu og heilbrigðu lífi án allra dýraafurða, milljónir manna hafa gert það í fjölda ára og virt samtök næringarfræðinga gefa út að vegan matarræði sé öruggt fyrir fólk á öllum lífskeiðum“, segir Vigdís Þórðardóttir, einn þáttakandi og skipuleggjandi vökunnar.Samstöðuvakan fer fram föstudaginn 5. október við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ást á dýrum Vigdís segir að hópurinn sem tilheyri Reykjavík Animal Save telji framleiðslu dýra til manneldis óþarfa og úrhelta starfsemi. „Við höfum jarðhita og vistvænt rafmagn, við getum alveg ræktað allan þann mat úr plönturíkinu sem okkur listir innandyra, afhverju ekki. Megnið af dýrunum sem við borðum eru ræktuð innandyra, lömbin ganga laus í fjóra mánuði á ári en mæður þeirra og feður húka inni í þröngum fjárhúsum restina af árinu.“ Vigdís tekur fram að samstöðuvakan á Selfossi sé ekki boðuð með óvild í garð þeirra sem neyta dýraafurða né starfsfólks Sláturfélags Suðurlands. „Save hreyfingin er byggð upp af ást fyrir dýrunum og erum við einungis á þessum vökum fyrir þau, engann annan“, segir Vigdís. Fréttir Landbúnaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Samtökin Reykjavík Animal Save hafa boðað til samstöðuvöku fyrir utan sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi á föstudaginn á milli 14:00 og 16:00 fyrir dýrin en ætlunin er að fylgjast með því þegar lömb og kindur eru sendar til slátrunar. „Við munum vera með þeim þeirra síðustu stundir, skrásetja aðstæður þeirra og dreifa eins mikilli samúð og ást og við getum. Með því að mæta þarna fyrir utan sláturhúsið sendum við sterk skilaboð um að þessir einstaklingar eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, og að þeirra dauði sé ekki falinn umheiminum,“ segir m.a. í tilkynningu um viðburðinn á Facebook. Fólk er beðið að koma með myndvél, sótthreinsispritt, föt með vegan skilaboðum, hlý föt eftir veðri án dýraafurða og lag, ljóð eða ræðu sem hægt er að beina að dýrunum, verkamönnunum, samfélaginu, vegönum eða öðrum á staðnum. Lömbin eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttmæti „Tilgangur vökunnar er að sýna dýrum á leið í slátrun samstöðu, að þau eigi rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti. Með því að vekja athygli á dýrunum sem þetta þurfa að þola vonumst við til þess að almenningur muni frekar þegar þau versla eða borða dýr að þau hafi andlit, vilja til að lifa og rétt. Það fer ekki á milli mála að það er ekkert mál að lifa góðu og heilbrigðu lífi án allra dýraafurða, milljónir manna hafa gert það í fjölda ára og virt samtök næringarfræðinga gefa út að vegan matarræði sé öruggt fyrir fólk á öllum lífskeiðum“, segir Vigdís Þórðardóttir, einn þáttakandi og skipuleggjandi vökunnar.Samstöðuvakan fer fram föstudaginn 5. október við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ást á dýrum Vigdís segir að hópurinn sem tilheyri Reykjavík Animal Save telji framleiðslu dýra til manneldis óþarfa og úrhelta starfsemi. „Við höfum jarðhita og vistvænt rafmagn, við getum alveg ræktað allan þann mat úr plönturíkinu sem okkur listir innandyra, afhverju ekki. Megnið af dýrunum sem við borðum eru ræktuð innandyra, lömbin ganga laus í fjóra mánuði á ári en mæður þeirra og feður húka inni í þröngum fjárhúsum restina af árinu.“ Vigdís tekur fram að samstöðuvakan á Selfossi sé ekki boðuð með óvild í garð þeirra sem neyta dýraafurða né starfsfólks Sláturfélags Suðurlands. „Save hreyfingin er byggð upp af ást fyrir dýrunum og erum við einungis á þessum vökum fyrir þau, engann annan“, segir Vigdís.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira