Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Sveinn Arnarsson skrifar 2. október 2018 07:00 Áslaug Thelma Einarsdóttir. Leynd ríkir yfir niðurstöðu fundar stjórnarmanna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Orku náttúrunnar (ON) annars vegar og Áslaugar Thelmu Einarsdóttur hins vegar sem rekin var í síðasta mánuði úr stjórnunarstöðu hjá ON. Á fundinum síðastliðinn fimmtudag sátu Helga Jónsdóttir, tímabundið forstjóri Orkuveitunnar, Berglind Rán Ólafsdóttir, tímabundið forstjóri ON, Áslaug Thelma auk lögmanna beggja aðila. Var þar farið yfir málið. Sameiginlega var tekin ákvörðun á fundinum um að efni hans og niðurstaða yrði aðeins milli þeirra einstaklinga sem sátu téðan fund. Áslaug Thelma gaf vilyrði fyrir því í gær að ræða við blaðamann Fréttablaðsins en stóð ekki við þau orð þegar sóst var eftir því. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, staðfestir að fundurinn hafi átt sér stað og segir að efni hans sé trúnaðarmál þeirra sem sóttu fundinn. „Það er í gangi rannsókn á starfsmannamálum fyrirtækisins og mál Áslaugar er þar á meðal,“ segir Eiríkur. Hann segir enn fremur að uppsögn Áslaugar sé enn í gildi og hafi ekki breyst á fundinum síðasta fimmtudag. Áslaug var rekin sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar ON í síðasta mánuði. ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Málið komst í fjölmiðla eftir ákall eiginmanns Áslaugar Thelmu um að þau fengju að vita ástæður þess að eiginkona hans var látin taka pokann sinn. Opinber umfjöllun um málið hratt af stað nokkurri atburðarás. Bjarni Már Júlíusson, var rekinn sem forstjóri ON fyrir óviðeigandi framkomu og nafni hans, Bjarni Bjarnason, steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Orkuveitunnar. Samhliða þessu á að fara í heildarendurskoðun á vinnustaðamenningu innan Orkuveitunnar og tilteknum starfsmannamálum innan fyrirtækisins. Þegar Bjarni Már var látinn taka pokann sinn átti fyrst að setja Þórð Ásmundsson í starfið. Það var hins vegar afturkallað vegna ásakana í hans garð um kynferðisbrot áður en hann hóf störf hjá fyrirtækinu. Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Leynd ríkir yfir niðurstöðu fundar stjórnarmanna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Orku náttúrunnar (ON) annars vegar og Áslaugar Thelmu Einarsdóttur hins vegar sem rekin var í síðasta mánuði úr stjórnunarstöðu hjá ON. Á fundinum síðastliðinn fimmtudag sátu Helga Jónsdóttir, tímabundið forstjóri Orkuveitunnar, Berglind Rán Ólafsdóttir, tímabundið forstjóri ON, Áslaug Thelma auk lögmanna beggja aðila. Var þar farið yfir málið. Sameiginlega var tekin ákvörðun á fundinum um að efni hans og niðurstaða yrði aðeins milli þeirra einstaklinga sem sátu téðan fund. Áslaug Thelma gaf vilyrði fyrir því í gær að ræða við blaðamann Fréttablaðsins en stóð ekki við þau orð þegar sóst var eftir því. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, staðfestir að fundurinn hafi átt sér stað og segir að efni hans sé trúnaðarmál þeirra sem sóttu fundinn. „Það er í gangi rannsókn á starfsmannamálum fyrirtækisins og mál Áslaugar er þar á meðal,“ segir Eiríkur. Hann segir enn fremur að uppsögn Áslaugar sé enn í gildi og hafi ekki breyst á fundinum síðasta fimmtudag. Áslaug var rekin sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar ON í síðasta mánuði. ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Málið komst í fjölmiðla eftir ákall eiginmanns Áslaugar Thelmu um að þau fengju að vita ástæður þess að eiginkona hans var látin taka pokann sinn. Opinber umfjöllun um málið hratt af stað nokkurri atburðarás. Bjarni Már Júlíusson, var rekinn sem forstjóri ON fyrir óviðeigandi framkomu og nafni hans, Bjarni Bjarnason, steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Orkuveitunnar. Samhliða þessu á að fara í heildarendurskoðun á vinnustaðamenningu innan Orkuveitunnar og tilteknum starfsmannamálum innan fyrirtækisins. Þegar Bjarni Már var látinn taka pokann sinn átti fyrst að setja Þórð Ásmundsson í starfið. Það var hins vegar afturkallað vegna ásakana í hans garð um kynferðisbrot áður en hann hóf störf hjá fyrirtækinu.
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15
Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52
Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00