Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2018 18:07 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. Tveir úrskurðir sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála birti fyrir helgi hafa vakið hörð viðbrögð en með þeim eru felld úr gildi rekstrarleyfi Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm til laxeldis í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirið. „Fyrirtækin sem að fengu rekstrar- og starfsleyfi hjá þremur opinberum stofnunum og þá kemur úrskurður nefndarinnar öllum í opna skjöldu,“ segir Kristján Þór. Á hann þar við Skipulagsstofnun, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun sem allar höfðu veitt tilskilin leyfi til starfseminnar. Þetta segir ráðherra gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar til starfseminnar. „Það kann að vera að það komi upp. Það er verið að vinna að hér í ráðuneytinu mínu að endurskoðun laga um fiskeldi, í umhverfisráðuneytinu er verið að skoða lög um mat á umhverfisáhrifum. Fyrirtækin hafa óskað eftir því við nefndina að fá rými til þess að bregðast við með einhverjum hætti á meðan þau reka sín mál fyrir dómstólum,“ segir Kristján Þór. Þá hefur Matvælastofnun úrskurðinn til skoðunar og metur hvernig bregðast skuli við. Málið í algjörum forgangi að sögn upplýsingafulltrúa stofnunarinnar. „Mér finnst það sjálfsagt mál að við búum svo um hnútana að við forðum þessari starfsemi og byggðunum frá svona einhverju ófyrirséðu áfalli sem enginn reiknaði með,“ segir Kristján Þór. Tengdar fréttir Virðist byggja á mistökum opinberra stofnanna segir ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan. 29. september 2018 19:45 Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00 „Eins og stjórnsýslan sé bara að hugsa um sig“ Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 29. september 2018 12:06 Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. Tveir úrskurðir sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála birti fyrir helgi hafa vakið hörð viðbrögð en með þeim eru felld úr gildi rekstrarleyfi Fjarðarlax ehf. og Arctic Sea Farm til laxeldis í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirið. „Fyrirtækin sem að fengu rekstrar- og starfsleyfi hjá þremur opinberum stofnunum og þá kemur úrskurður nefndarinnar öllum í opna skjöldu,“ segir Kristján Þór. Á hann þar við Skipulagsstofnun, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun sem allar höfðu veitt tilskilin leyfi til starfseminnar. Þetta segir ráðherra gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar til starfseminnar. „Það kann að vera að það komi upp. Það er verið að vinna að hér í ráðuneytinu mínu að endurskoðun laga um fiskeldi, í umhverfisráðuneytinu er verið að skoða lög um mat á umhverfisáhrifum. Fyrirtækin hafa óskað eftir því við nefndina að fá rými til þess að bregðast við með einhverjum hætti á meðan þau reka sín mál fyrir dómstólum,“ segir Kristján Þór. Þá hefur Matvælastofnun úrskurðinn til skoðunar og metur hvernig bregðast skuli við. Málið í algjörum forgangi að sögn upplýsingafulltrúa stofnunarinnar. „Mér finnst það sjálfsagt mál að við búum svo um hnútana að við forðum þessari starfsemi og byggðunum frá svona einhverju ófyrirséðu áfalli sem enginn reiknaði með,“ segir Kristján Þór.
Tengdar fréttir Virðist byggja á mistökum opinberra stofnanna segir ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan. 29. september 2018 19:45 Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00 „Eins og stjórnsýslan sé bara að hugsa um sig“ Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 29. september 2018 12:06 Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Virðist byggja á mistökum opinberra stofnanna segir ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan. 29. september 2018 19:45
Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna Afturköllun starfsleyfa Arctic Fish og Arnarlax kann að hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi íbúa á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu eru öskureiðir vegna úrskurða um afturköllun. Formaður atvinnuveganefndar vill skoða að fr 29. september 2018 10:00
„Eins og stjórnsýslan sé bara að hugsa um sig“ Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 29. september 2018 12:06
Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53