Fósturbörn í heild sinni: María fékk lítinn dreng í fóstur Stefán Árni Pálsson skrifar 1. október 2018 14:30 María var stressuð til að byrja með en núna gengur allt eins og í sögu. Sindri Sindrason hélt áfram að fjalla um fósturkerfið á Íslandi í annarri þáttaröð af Fósturbörnum sem hóf göngu sína á sunnudagskvöldið. Í fyrsta og öðrum þættinum fylgdist Sindri með ferlinu hjá Maríu Dröfn, einstæðri 39 ára konu, sem langar að eignast sína eigin fjölskyldu. María hitti Sindra fyrst í janúar á þessu ári. Í þættinum er farið vel yfir allt ferlið sem María þarf að fara í gegnum til að vera metin hæf sem fósturforeldri en hana langar að fá barn á aldrinum 0-7 ára í varanlegt fóstur. Hún hefur áður reynt að eignast barn. Í þættinum í gær fékk María dreng í fóstur. Drengurinn hafði búið við mikla vanrækslu. „Ég er til í þessa ábyrgð, en mig kvíðir fyrir henni,“ sagði María áður en hún hitti drenginn í fyrsta sinn. „Ég var mjög stressuð og hugsaði mjög mikið um það að honum myndi ekki líka vel við mig, að hann myndi alveg hunsa mig og það var það eina sem festist í hausnum á mér.“ María hefur verið með drenginn í fóstri síðan í sumar. María segist strax hafa séð að þarna var yndislegur drengur þegar hún sá hann fyrst. „Ég var mjög glöð með það hvað hann tók mér strax vel. Ég var búin að búa mig undir að hann myndi hunsa mig til að byrja með, að það væru eðlileg viðbrögð en hann vildi alveg tala við mig og sýna mér herbergið sitt.“ Sindri ræddi síðan við Maríu þegar drengurinn hafði búið hjá henni í rúman mánuð. „Það hefur gengið rosalega vel, hann er rosalega brattur og duglegur. Hann er búinn að stækka fullt, kominn með lit í kinnarnar og baugarnir farnir. Hann er farinn að geta talað við mann og tjáir sig við mann, sem hann gerði lítið þegar hann kom fyrst.“ Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Fósturbörnum sem eru á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. Fósturbörn Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Sindri Sindrason hélt áfram að fjalla um fósturkerfið á Íslandi í annarri þáttaröð af Fósturbörnum sem hóf göngu sína á sunnudagskvöldið. Í fyrsta og öðrum þættinum fylgdist Sindri með ferlinu hjá Maríu Dröfn, einstæðri 39 ára konu, sem langar að eignast sína eigin fjölskyldu. María hitti Sindra fyrst í janúar á þessu ári. Í þættinum er farið vel yfir allt ferlið sem María þarf að fara í gegnum til að vera metin hæf sem fósturforeldri en hana langar að fá barn á aldrinum 0-7 ára í varanlegt fóstur. Hún hefur áður reynt að eignast barn. Í þættinum í gær fékk María dreng í fóstur. Drengurinn hafði búið við mikla vanrækslu. „Ég er til í þessa ábyrgð, en mig kvíðir fyrir henni,“ sagði María áður en hún hitti drenginn í fyrsta sinn. „Ég var mjög stressuð og hugsaði mjög mikið um það að honum myndi ekki líka vel við mig, að hann myndi alveg hunsa mig og það var það eina sem festist í hausnum á mér.“ María hefur verið með drenginn í fóstri síðan í sumar. María segist strax hafa séð að þarna var yndislegur drengur þegar hún sá hann fyrst. „Ég var mjög glöð með það hvað hann tók mér strax vel. Ég var búin að búa mig undir að hann myndi hunsa mig til að byrja með, að það væru eðlileg viðbrögð en hann vildi alveg tala við mig og sýna mér herbergið sitt.“ Sindri ræddi síðan við Maríu þegar drengurinn hafði búið hjá henni í rúman mánuð. „Það hefur gengið rosalega vel, hann er rosalega brattur og duglegur. Hann er búinn að stækka fullt, kominn með lit í kinnarnar og baugarnir farnir. Hann er farinn að geta talað við mann og tjáir sig við mann, sem hann gerði lítið þegar hann kom fyrst.“ Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Fósturbörnum sem eru á Stöð 2 á sunnudagskvöldum.
Fósturbörn Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira