Prins Jóló er sjúkur jólapervert Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. október 2018 07:00 Prins Jóló hatar ekki jólin og heldur þau heilög með góðum gestum á jólagiggi 15. desember. Fréttablaðið/Anton Brink Prins Póló er kominn í jólafílinginn – Póló er orðið Jóló og jólatónleikar komnir á dagskrána – 15. desember er dagurinn. Það er ekki seinna vænna að koma sér í fílinginn núna. „Málið er það að ég er sjúkur jólapervert. Það hefur farið svona mishátt – við byrjuðum í hljómsveitinni Rúnk þar sem við gáfum út jólaplötu um aldamótin. Þetta gerði ég með góðu fólki eins og Benna Hemm Hemm, Hildi Guðnadóttur, hinum annálaða Borko, Óbó og fleiri meisturum. Síðan þá hef ég alltaf búið til eitt og eitt jólalag þannig að ég á uppsafnaðan góðan lager af jólalögum. Í öllum hljómsveitum sem ég hef verið í hef ég alltaf haft þá reglu að semja eitt jólalag – bara svona upp á fílinginn. Þessi jólalög fara mishátt – sum mjög lágt. Svo vill líka til að ég verð í bænum þarna í kringum jólin þannig að ég athugaði hvort ég gæti ekki hent í eitt jólagigg,“ segir Prinsinn alveg í skýjunum af jólafíling enda er hann kominn með Gamla bíó undir giggið og einvalalið fólks með sér til að gera þetta sem jólalegast.Benni Hemmi Hemm verður í jólabandinu.„Ég ætla að gera þetta í dálítið óhefðbundnum búningi. Benedikt Hermann Hermannsson, Benni Hemm Hemm, hann ætlar að vera með mér á píanói – hann er alveg geðsjúkur píanisti – einn af okkar fremstu píanistum. Örn Eldjárn gítarvirtúós verður þarna að búa til þykkan hljóðvegg með gítarnum. Svo verður Margrét Arnardóttir á harmonikku. Þetta er bandið sem ég hef búið til úr þessum hirðingjum. Þetta er gott band enda er þetta fólk annálaðir öðlingar og snillingar. Þetta miðast allt við það að mesta pressan fari af mér yfir á þau – mitt hlutverk er að fanga jólaandann á sviðinu og svo fæ ég þessa snillinga til að leika lögin mín í hátíðlegum útsetningum.“ Prinsinn vill undirstrika það að þetta verða bara hans eigin lög sem verða leikin – líklega mun Jólahjól til dæmis ekki fá að heyrast þetta kvöld. „Ég er ekkert bara að fara að taka einhver helvítis jólalög, ég myndi aldrei snerta einhver jólalög eftir aðra enda hef ég algjöra óbeit á coverlagadrasli … en það er bara út af því að ég gæti aldrei lært þau – þetta er bara minnimáttarkennd í mér. Mér finnst jólalög alveg fín. En ég ætla fyrst og fremst að taka lög Prins Póló og svo eitthvað af þessum jólalögum sem ég hef verið að semja í gegnum árin.“ Aðspurður hvort þarna verði einhvers konar húllumhæ – einhver atriði eða annað segist Prinsinn ekki alveg vera viss. „Ég veit ekkert – það verður eiginlega að ráðast. Hvort við sitjum á gólfinu, stöndum á borðum eða stöndum á haus, það verður allt að koma í ljós. En þetta verður allavegana eins og ég hugsaði með mér, „helgislepja með hátíðarbragði“. Þó er hann ansi hræddur um að það verði eitthvað af jólaskrauti – líklega tré á sviðinu og fleira. „Það þarf að efla sjónrænu hliðina enn frekar, enda eru jólin sjónrænt ævintýri. Þar sem maður er nú líka Breiðhyltingur hugsa ég að ég láti Breiðholtsseríuna ekki vanta – það verða Breiðholtsseríur, ég get lofað því.“ Miðasala er hafin á Tix.is. Það verða bara þessir einu tónleikar þannig að fólk verður að stökkva til og næla sér í miða vilji það ekki koma að lokuðum dyrum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
Prins Póló er kominn í jólafílinginn – Póló er orðið Jóló og jólatónleikar komnir á dagskrána – 15. desember er dagurinn. Það er ekki seinna vænna að koma sér í fílinginn núna. „Málið er það að ég er sjúkur jólapervert. Það hefur farið svona mishátt – við byrjuðum í hljómsveitinni Rúnk þar sem við gáfum út jólaplötu um aldamótin. Þetta gerði ég með góðu fólki eins og Benna Hemm Hemm, Hildi Guðnadóttur, hinum annálaða Borko, Óbó og fleiri meisturum. Síðan þá hef ég alltaf búið til eitt og eitt jólalag þannig að ég á uppsafnaðan góðan lager af jólalögum. Í öllum hljómsveitum sem ég hef verið í hef ég alltaf haft þá reglu að semja eitt jólalag – bara svona upp á fílinginn. Þessi jólalög fara mishátt – sum mjög lágt. Svo vill líka til að ég verð í bænum þarna í kringum jólin þannig að ég athugaði hvort ég gæti ekki hent í eitt jólagigg,“ segir Prinsinn alveg í skýjunum af jólafíling enda er hann kominn með Gamla bíó undir giggið og einvalalið fólks með sér til að gera þetta sem jólalegast.Benni Hemmi Hemm verður í jólabandinu.„Ég ætla að gera þetta í dálítið óhefðbundnum búningi. Benedikt Hermann Hermannsson, Benni Hemm Hemm, hann ætlar að vera með mér á píanói – hann er alveg geðsjúkur píanisti – einn af okkar fremstu píanistum. Örn Eldjárn gítarvirtúós verður þarna að búa til þykkan hljóðvegg með gítarnum. Svo verður Margrét Arnardóttir á harmonikku. Þetta er bandið sem ég hef búið til úr þessum hirðingjum. Þetta er gott band enda er þetta fólk annálaðir öðlingar og snillingar. Þetta miðast allt við það að mesta pressan fari af mér yfir á þau – mitt hlutverk er að fanga jólaandann á sviðinu og svo fæ ég þessa snillinga til að leika lögin mín í hátíðlegum útsetningum.“ Prinsinn vill undirstrika það að þetta verða bara hans eigin lög sem verða leikin – líklega mun Jólahjól til dæmis ekki fá að heyrast þetta kvöld. „Ég er ekkert bara að fara að taka einhver helvítis jólalög, ég myndi aldrei snerta einhver jólalög eftir aðra enda hef ég algjöra óbeit á coverlagadrasli … en það er bara út af því að ég gæti aldrei lært þau – þetta er bara minnimáttarkennd í mér. Mér finnst jólalög alveg fín. En ég ætla fyrst og fremst að taka lög Prins Póló og svo eitthvað af þessum jólalögum sem ég hef verið að semja í gegnum árin.“ Aðspurður hvort þarna verði einhvers konar húllumhæ – einhver atriði eða annað segist Prinsinn ekki alveg vera viss. „Ég veit ekkert – það verður eiginlega að ráðast. Hvort við sitjum á gólfinu, stöndum á borðum eða stöndum á haus, það verður allt að koma í ljós. En þetta verður allavegana eins og ég hugsaði með mér, „helgislepja með hátíðarbragði“. Þó er hann ansi hræddur um að það verði eitthvað af jólaskrauti – líklega tré á sviðinu og fleira. „Það þarf að efla sjónrænu hliðina enn frekar, enda eru jólin sjónrænt ævintýri. Þar sem maður er nú líka Breiðhyltingur hugsa ég að ég láti Breiðholtsseríuna ekki vanta – það verða Breiðholtsseríur, ég get lofað því.“ Miðasala er hafin á Tix.is. Það verða bara þessir einu tónleikar þannig að fólk verður að stökkva til og næla sér í miða vilji það ekki koma að lokuðum dyrum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira