Sex ára dómur yfir Sveini Gesti staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2018 14:45 Sveinn Gestur Tryggvason við aðalmeðferð málsins í Landsrétti á dögunum. Vísir/Friðrik Þór Landsréttur hefur staðfest sex ára fangelsisdóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra.Mbl.is greinir frá en Sveinn Gestur hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann sæki um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar eður ei. Til þess hefur hann fjórar vikur. Þá var Sveinn Gestur dæmdur til að greiða fjórar milljónir króna í áfrýjunarkostnað og kostnað verjanda síns og réttargæslumanna fjölskyldu Arnars. Í héraði var Sveinn Gestur dæmdur til að greiða ættingjum Arnars samanlagt um 33 milljónir króna í miskabætur. Sveinn Gestur líkti rannsókn á Æsustaðamálinu við rannsókn lögreglu á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu við aðalmeðferðina í Landsrétti. Sveinn hélt því fram að rannsakendur hefðu eytt miklu púðri í að rifja upp hluti sem gerðust ekki, valið atriði úr sumum skýrslum vitna og reynt að fá alla aðra til að rifja þau atriði upp. Vildi Sveinn Gestur meina að sökin lægi frekar hjá Jóni Trausta Lútherssyni en honum sjálfum. Hann hefði ekki greint frá því á sínum tíma til að halda hlífisskyldi yfir Jóni Traust. Jón Trausti lá undir grun og sat í gæsluvarðhaldi um tíma eins og Sveinn Gestur. Héraðssaksóknari ákærði á endanum Svein Gest og studdist við framburð vitnis sem lýsti því hvernig Sveinn Gestur hefði beitt Arnar ofbeldi án aðkomu Jóns Trausta.Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef Landsréttar enn sem komið er. Landsréttur staðfesti sem fyrr segir dóminn úr héraði og því má ætla að lítið mark hafi verið tekið á breyttum framburði Sveins Gests í Landsrétti. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segist hafa logið að lögreglu til að halda hlífiskildi yfir Jóni Trausta Sveinn Gestur Tryggvason líkir rannsókn á Æsustaðamálinu við rannsókn lögreglu á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þessu hélt hann fram í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í morgun. 2. október 2018 10:07 Segir flækjustig Æsustaðarmálsins hátt og þurfti ekki mikið til að illa færi Réttarmeinafræðingur fór yfir dánarorsök hins látna. 2. október 2018 12:16 Krefja ríkið um milljónir vegna Æsustaðamálsins Bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski krefjast skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. 5. október 2018 11:02 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest sex ára fangelsisdóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra.Mbl.is greinir frá en Sveinn Gestur hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann sæki um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar eður ei. Til þess hefur hann fjórar vikur. Þá var Sveinn Gestur dæmdur til að greiða fjórar milljónir króna í áfrýjunarkostnað og kostnað verjanda síns og réttargæslumanna fjölskyldu Arnars. Í héraði var Sveinn Gestur dæmdur til að greiða ættingjum Arnars samanlagt um 33 milljónir króna í miskabætur. Sveinn Gestur líkti rannsókn á Æsustaðamálinu við rannsókn lögreglu á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu við aðalmeðferðina í Landsrétti. Sveinn hélt því fram að rannsakendur hefðu eytt miklu púðri í að rifja upp hluti sem gerðust ekki, valið atriði úr sumum skýrslum vitna og reynt að fá alla aðra til að rifja þau atriði upp. Vildi Sveinn Gestur meina að sökin lægi frekar hjá Jóni Trausta Lútherssyni en honum sjálfum. Hann hefði ekki greint frá því á sínum tíma til að halda hlífisskyldi yfir Jóni Traust. Jón Trausti lá undir grun og sat í gæsluvarðhaldi um tíma eins og Sveinn Gestur. Héraðssaksóknari ákærði á endanum Svein Gest og studdist við framburð vitnis sem lýsti því hvernig Sveinn Gestur hefði beitt Arnar ofbeldi án aðkomu Jóns Trausta.Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef Landsréttar enn sem komið er. Landsréttur staðfesti sem fyrr segir dóminn úr héraði og því má ætla að lítið mark hafi verið tekið á breyttum framburði Sveins Gests í Landsrétti.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segist hafa logið að lögreglu til að halda hlífiskildi yfir Jóni Trausta Sveinn Gestur Tryggvason líkir rannsókn á Æsustaðamálinu við rannsókn lögreglu á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þessu hélt hann fram í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í morgun. 2. október 2018 10:07 Segir flækjustig Æsustaðarmálsins hátt og þurfti ekki mikið til að illa færi Réttarmeinafræðingur fór yfir dánarorsök hins látna. 2. október 2018 12:16 Krefja ríkið um milljónir vegna Æsustaðamálsins Bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski krefjast skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. 5. október 2018 11:02 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Segist hafa logið að lögreglu til að halda hlífiskildi yfir Jóni Trausta Sveinn Gestur Tryggvason líkir rannsókn á Æsustaðamálinu við rannsókn lögreglu á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þessu hélt hann fram í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í morgun. 2. október 2018 10:07
Segir flækjustig Æsustaðarmálsins hátt og þurfti ekki mikið til að illa færi Réttarmeinafræðingur fór yfir dánarorsök hins látna. 2. október 2018 12:16
Krefja ríkið um milljónir vegna Æsustaðamálsins Bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski krefjast skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. 5. október 2018 11:02