Skemmdir urðu á að minnsta kosti fimm bílum sem ekið var ofan í stóra holu á Grindavíkurvegi í gærkvöldi.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að átta hjólbarðar undir bílunum sprungu og ein felga var ónýt.
„Lögreglumenn á Suðurnesjum fóru á vettvang og reyndu eftir bestu getu að fylla holuna. Hún var svo merkt með keilum til að fyrirbyggja skemmdir á fleiri bifreiðum. Framkvæmdir stóðu yfir á veginum og var holan talin hafa myndast í tengslum við þær,“ segir í tilkynningunni.
Átta bíldekk sprungu vegna holu á Grindavíkurvegi
Atli Ísleifsson skrifar
