Býður fjölskyldunni í Fjósið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2018 11:00 "Mér finnst afskaplega spennandi að geta unnið með ungu og vel menntuðu fólki að því að byggja upp fjármálakerfi framtíðarinnar,“ segir Friðrik. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég er enn hraustur og vel lifandi,“ segir Friðrik Sophusson hressilega, inntur eftir því hvernig árin sjötíu og fimm hafi farið með hann. Friðrik er, eins og margir muna, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra bæði iðnaðar og fjármála á Íslandi. Skyldi hann alltaf hafa ætlað að verða stjórnmálamaður? „Nei, það gerðist nú bara,“ segir hann – eins og afsakandi. „Ég gekk ekki í Sjálfstæðisflokkinn fyrr en ég var tuttugu og tveggja eða þriggja ára gamall. En í Háskóla Íslands tók ég þátt í félagsmálum og var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, í tvö ár. Svo æxlaðist það þannig að ég tók að mér meiri störf en ég hafði hugsað mér og eitt leiddi af öðru. Ég var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna árið 1973 á átakafundi á Egilsstöðum, þar sem Björn Bjarnason var líka í kjöri, og vann með örfárra atkvæða mun. Í framhaldinu mátti um skeið merkja tvær fylkingar í röðum ungra sjálfstæðismanna en eftir því sem árin liðu urðu menn eindregnir samherjar, þar á meðal áttum við Björn Bjarnason afar gott samstarf í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar.“ Friðrik sat á Alþingi frá 1978 til ársbyrjunar 1999 þegar hann tók við sem forstjóri Landsvirkjunar og sinnti því starfi í tæp ellefu ár. Helgi steinninn er ekkert í sjónmáli því Friðrik sinnir enn ýmsum störfum, til dæmis sem formaður stjórnar Íslandsbanka. „Mér finnst afskaplega spennandi að geta unnið með ungu og vel menntuðu fólki að því að byggja upp fjármálakerfi framtíðarinnar,“ segir hann og kveðst líka í seinni tíð hafa lagt tveimur „uppeldisfélögum“ lið, skátahreyfingunni og Val. Hann sat til skamms tíma í stjórn sameignarfélagsins Úlfljótsvatns, sem er í eigu skáta og Skógræktarfélags Íslands og nú er hann stjórnarformaður sjálfseignarstofnunarinnar Hlíðarenda, sem er bakhjarl Vals. „Valur keypti jörðina Hlíðarenda 1939. Fjósið og hlaðan eru friðuð hús og nýlega voru þau endurbyggð. Þar inni má sjá myndir og muni frá sögu félagsins og nú ætla ég að bjóða nánustu fjölskyldu í mat í Fjósinu." Friðrik spilar bridds og fer í veiðiferðir með gömlum skólafélögum auk þess að iðka golf sem hann segir að gangi ekki alltof vel. Svo ferðast þau hjónin, hann og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, víða. „Einu er skemmtilegt að segja frá, við nokkrir strákar, sem störfuðum saman í röðum ungra sjálfstæðismanna og erum núna á áttræðis- og níræðisaldri, höfum hist tvisvar í mánuði í fimmtíu ár,“ segir hann. „Fundirnir voru fyrst haldnir í hádeginu á miðvikudögum og þó þeir hafi færst yfir á föstudaga heitir klúbburinn enn Miðvikudagsklúbburinn. Sumir verða forvitnir þegar þeir sjá okkur koma út úr fundarherbergjum ýmissa veitingahúsa borgarinnar og hafa spurt: „Hvað eruð þið að ræða?“ Einn okkar var orðinn þreyttur á þessu og svaraði: „Við hittumst reglulega til að hlusta á Perry Como!“ Þar með var það útrætt mál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira
„Ég er enn hraustur og vel lifandi,“ segir Friðrik Sophusson hressilega, inntur eftir því hvernig árin sjötíu og fimm hafi farið með hann. Friðrik er, eins og margir muna, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra bæði iðnaðar og fjármála á Íslandi. Skyldi hann alltaf hafa ætlað að verða stjórnmálamaður? „Nei, það gerðist nú bara,“ segir hann – eins og afsakandi. „Ég gekk ekki í Sjálfstæðisflokkinn fyrr en ég var tuttugu og tveggja eða þriggja ára gamall. En í Háskóla Íslands tók ég þátt í félagsmálum og var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, í tvö ár. Svo æxlaðist það þannig að ég tók að mér meiri störf en ég hafði hugsað mér og eitt leiddi af öðru. Ég var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna árið 1973 á átakafundi á Egilsstöðum, þar sem Björn Bjarnason var líka í kjöri, og vann með örfárra atkvæða mun. Í framhaldinu mátti um skeið merkja tvær fylkingar í röðum ungra sjálfstæðismanna en eftir því sem árin liðu urðu menn eindregnir samherjar, þar á meðal áttum við Björn Bjarnason afar gott samstarf í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar.“ Friðrik sat á Alþingi frá 1978 til ársbyrjunar 1999 þegar hann tók við sem forstjóri Landsvirkjunar og sinnti því starfi í tæp ellefu ár. Helgi steinninn er ekkert í sjónmáli því Friðrik sinnir enn ýmsum störfum, til dæmis sem formaður stjórnar Íslandsbanka. „Mér finnst afskaplega spennandi að geta unnið með ungu og vel menntuðu fólki að því að byggja upp fjármálakerfi framtíðarinnar,“ segir hann og kveðst líka í seinni tíð hafa lagt tveimur „uppeldisfélögum“ lið, skátahreyfingunni og Val. Hann sat til skamms tíma í stjórn sameignarfélagsins Úlfljótsvatns, sem er í eigu skáta og Skógræktarfélags Íslands og nú er hann stjórnarformaður sjálfseignarstofnunarinnar Hlíðarenda, sem er bakhjarl Vals. „Valur keypti jörðina Hlíðarenda 1939. Fjósið og hlaðan eru friðuð hús og nýlega voru þau endurbyggð. Þar inni má sjá myndir og muni frá sögu félagsins og nú ætla ég að bjóða nánustu fjölskyldu í mat í Fjósinu." Friðrik spilar bridds og fer í veiðiferðir með gömlum skólafélögum auk þess að iðka golf sem hann segir að gangi ekki alltof vel. Svo ferðast þau hjónin, hann og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, víða. „Einu er skemmtilegt að segja frá, við nokkrir strákar, sem störfuðum saman í röðum ungra sjálfstæðismanna og erum núna á áttræðis- og níræðisaldri, höfum hist tvisvar í mánuði í fimmtíu ár,“ segir hann. „Fundirnir voru fyrst haldnir í hádeginu á miðvikudögum og þó þeir hafi færst yfir á föstudaga heitir klúbburinn enn Miðvikudagsklúbburinn. Sumir verða forvitnir þegar þeir sjá okkur koma út úr fundarherbergjum ýmissa veitingahúsa borgarinnar og hafa spurt: „Hvað eruð þið að ræða?“ Einn okkar var orðinn þreyttur á þessu og svaraði: „Við hittumst reglulega til að hlusta á Perry Como!“ Þar með var það útrætt mál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira