Unnt að nota símann sem greiðslukort Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 17. október 2018 07:00 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Fréttablaðið/Eyþór Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. Töluverð reynsla er af þessari lausn í Bandaríkjunum. „Með því að ná í kortaappið getur þú notað símann alveg eins og þú sért með kortið í hendinni um allan heim,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Markaðinn, en hún hefur sjálf prófað appið undanfarnar vikur. „Þetta getur einfaldað lífið á margvíslegan hátt, til dæmis þegar maður fer út að hlaupa og skilur veskið eftir heima.“ Kortaappið var gert aðgengilegt í Google Play Store í byrjun október og er nú í prófunum. Skrá þarf kortaupplýsingar í appið en óþarfi er að opna appið til að greiða. Einungis þarf að opna símann og leggja hann að posanum. Þremur sekúndum eftir að færslan fer í gegn fær viðkomandi tilkynningu um viðskiptin í símann. Lilja Björk segir að Landsbankinn hafi sett stafræna þróun í forgang og að samstarfið við VISA komi sér vel í þeim efnum. „Við sláum nokkrar flugur í einu höggi með því að vera í samstarfi við stórt fyrirtæki sem sér um þróun og útbreiðslu á alþjóðavísu. Þá getum við nýtt hönnuði og þróunarteymi okkar í önnur stafræn verkefni. Eftir að við innleiddum nýtt grunnkerfi í fyrra höfum við getað sett aukinn kraft í að búa til stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini.“ Fyrst um sinn verður aðeins hægt að hlaða appinu niður í Android-símum. Það verður ekki aðgengilegt í iPhone-símum fyrr en Apple opnar fyrir Apple Pay á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Fjártækni Greiðslumiðlun Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. Töluverð reynsla er af þessari lausn í Bandaríkjunum. „Með því að ná í kortaappið getur þú notað símann alveg eins og þú sért með kortið í hendinni um allan heim,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Markaðinn, en hún hefur sjálf prófað appið undanfarnar vikur. „Þetta getur einfaldað lífið á margvíslegan hátt, til dæmis þegar maður fer út að hlaupa og skilur veskið eftir heima.“ Kortaappið var gert aðgengilegt í Google Play Store í byrjun október og er nú í prófunum. Skrá þarf kortaupplýsingar í appið en óþarfi er að opna appið til að greiða. Einungis þarf að opna símann og leggja hann að posanum. Þremur sekúndum eftir að færslan fer í gegn fær viðkomandi tilkynningu um viðskiptin í símann. Lilja Björk segir að Landsbankinn hafi sett stafræna þróun í forgang og að samstarfið við VISA komi sér vel í þeim efnum. „Við sláum nokkrar flugur í einu höggi með því að vera í samstarfi við stórt fyrirtæki sem sér um þróun og útbreiðslu á alþjóðavísu. Þá getum við nýtt hönnuði og þróunarteymi okkar í önnur stafræn verkefni. Eftir að við innleiddum nýtt grunnkerfi í fyrra höfum við getað sett aukinn kraft í að búa til stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini.“ Fyrst um sinn verður aðeins hægt að hlaða appinu niður í Android-símum. Það verður ekki aðgengilegt í iPhone-símum fyrr en Apple opnar fyrir Apple Pay á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Fjártækni Greiðslumiðlun Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira