Hneykslaði með ummælum sínum um Bond, börn og karlmennsku Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2018 11:29 Piers Morgan hneykslaði marga með ummælum sínum um myndina af Daniel Craig sem sést hér til hægri. Mynd/Samsett Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum eftir að hann birti mynd af breska leikaranum Daniel Craig og ýjaði að því að karlmennska hans væri í bráðri hættu sökum þess að hann hélt á barni sínu. Morgan birti myndina á Twitter-reikningi sínum í gær. Á myndinni sést Craig á göngu með nokkurra vikna gamla dóttur sína reyrða framan á sig. Við myndina skrifaði Morgan: „Ó, 007 .. ekki þú líka?!!!“ og bætti við myllumerkinu #emasculatedbond, sem þýða mætti á íslensku sem „ókarlmannlegur“ eða „kveifarlegur“ Bond. Craig fer með hlutverk njósnarans James Bond í kvikmyndaflokknum um ævintýri hans og hefur hlutverkið löngum verið talið eitt það „karlmannlegasta“ í Hollywood.Oh 007.. not you as well?!!! #papoose #emasculatedBond pic.twitter.com/cqWiCRCFt3— Piers Morgan (@piersmorgan) October 15, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa en netverjar voru margir ósammála Morgan um að umönnun barna drægi úr karlmennsku, heldur þvert á móti sinntu „alvöru karlmenn“ börnum sínum til jafns við mæður þeirra. Á meðal þeirra sem svaraði Morgan fullum hálsi var bandaríski leikarinn Chris Evans, sem þangað til nýlega fór með hlutverk Captain America – annars holdgervings karlmennskunnar. „Sá karlmaður sem eyðir tíma sínum í að mæla karlmennsku er sjálfur dauðhræddur inn við beinið,“ skrifaði Evans meðal annars.You really have to be so uncertain of your own masculinity to concern yourself with how another man carries his child. Any man who wastes time quantifying masculinity is terrified on the inside. https://t.co/9jsHZ3WKRn— Chris Evans (@ChrisEvans) October 16, 2018 Morgan er annar stjórnenda spjallþáttarins Good Morning Britain. Hann er óhræddur við að láta í ljós umdeildar skoðanir sínar á hinum ýmsu málum, við misjafnar undirtektir almennings. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15 Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27 Piers Morgan gagnrýndur fyrir að hlutgera kollega Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hitti ekki beint í mark hjá áhorfendum morgunþáttarins The Good Morning Britain sem var á dagskrá ITV í morgun. 16. maí 2018 15:30 Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum eftir að hann birti mynd af breska leikaranum Daniel Craig og ýjaði að því að karlmennska hans væri í bráðri hættu sökum þess að hann hélt á barni sínu. Morgan birti myndina á Twitter-reikningi sínum í gær. Á myndinni sést Craig á göngu með nokkurra vikna gamla dóttur sína reyrða framan á sig. Við myndina skrifaði Morgan: „Ó, 007 .. ekki þú líka?!!!“ og bætti við myllumerkinu #emasculatedbond, sem þýða mætti á íslensku sem „ókarlmannlegur“ eða „kveifarlegur“ Bond. Craig fer með hlutverk njósnarans James Bond í kvikmyndaflokknum um ævintýri hans og hefur hlutverkið löngum verið talið eitt það „karlmannlegasta“ í Hollywood.Oh 007.. not you as well?!!! #papoose #emasculatedBond pic.twitter.com/cqWiCRCFt3— Piers Morgan (@piersmorgan) October 15, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa en netverjar voru margir ósammála Morgan um að umönnun barna drægi úr karlmennsku, heldur þvert á móti sinntu „alvöru karlmenn“ börnum sínum til jafns við mæður þeirra. Á meðal þeirra sem svaraði Morgan fullum hálsi var bandaríski leikarinn Chris Evans, sem þangað til nýlega fór með hlutverk Captain America – annars holdgervings karlmennskunnar. „Sá karlmaður sem eyðir tíma sínum í að mæla karlmennsku er sjálfur dauðhræddur inn við beinið,“ skrifaði Evans meðal annars.You really have to be so uncertain of your own masculinity to concern yourself with how another man carries his child. Any man who wastes time quantifying masculinity is terrified on the inside. https://t.co/9jsHZ3WKRn— Chris Evans (@ChrisEvans) October 16, 2018 Morgan er annar stjórnenda spjallþáttarins Good Morning Britain. Hann er óhræddur við að láta í ljós umdeildar skoðanir sínar á hinum ýmsu málum, við misjafnar undirtektir almennings.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15 Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27 Piers Morgan gagnrýndur fyrir að hlutgera kollega Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hitti ekki beint í mark hjá áhorfendum morgunþáttarins The Good Morning Britain sem var á dagskrá ITV í morgun. 16. maí 2018 15:30 Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15
Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27
Piers Morgan gagnrýndur fyrir að hlutgera kollega Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hitti ekki beint í mark hjá áhorfendum morgunþáttarins The Good Morning Britain sem var á dagskrá ITV í morgun. 16. maí 2018 15:30