Sumar kröfur verkalýðshreyfinga ríma við aðgerðir stjórnvalda Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 13. október 2018 16:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vera algjörlega ólíðandi í okkar samfélagi sem býr við góða hagsæld og öflugt velferðarkerfi að það sé pottur brotin varðandi vinnumál. „Það á ekki að líðast að fyrirtæki komist upp með að varpa skugga á atvinnulífið sem heild. Þegar svona mál koma upp er það ekki gott fyrir neinn. Það er ekki gott heldur fyrir þá atvinnurekendur sem reka sín fyrirtæki heiðarlega og borga kjör í samræmi við það sem tíðkast. Þannig að við eigum að taka höndum saman. Ég skynja sterkan vilja bæði frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum til þess að koma í þetta verkefni með okkur. Þetta á að vera forgangsmál,“ segir Katrín. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag og fór yfir víðan völl. Katrín sagði að kröfur verkalýðshreyfinga fyrir komandi viðræður vera mjög víðtækar en sumt af því rími við aðgerðir stjórnvalda um þessar mundir. Þar nefnir Katrín aukning á barnabótum, hækkun á persónuafslætti fram yfir neysluvísitölu og að verið sé að færa efri og neðri skattbil til samræmis við neysluvísitölu. Katrín fór einnig yfir umhverfismál í spjalli sínu við Heimi. „Við kynntum okkar áætlun núna í september og hún er metnaðarfyllsta loftslagáætlun sem að stjórnvöld hafa lagt fram hér á Íslandi og það hafa náttúrulega orðið algjör straumhvörf í fjárveitingu til loftslagsmála. Þar förum við yfir þessi tvö flaggskip okkar, sem við ætlum að byrja á, sem eru orkuskipti í samgöngum annars vegar og hins vegar aukin kolefnisbinding,“ segir Katrín. Viðtalið við Katrínu má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Víglínan Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vera algjörlega ólíðandi í okkar samfélagi sem býr við góða hagsæld og öflugt velferðarkerfi að það sé pottur brotin varðandi vinnumál. „Það á ekki að líðast að fyrirtæki komist upp með að varpa skugga á atvinnulífið sem heild. Þegar svona mál koma upp er það ekki gott fyrir neinn. Það er ekki gott heldur fyrir þá atvinnurekendur sem reka sín fyrirtæki heiðarlega og borga kjör í samræmi við það sem tíðkast. Þannig að við eigum að taka höndum saman. Ég skynja sterkan vilja bæði frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum til þess að koma í þetta verkefni með okkur. Þetta á að vera forgangsmál,“ segir Katrín. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag og fór yfir víðan völl. Katrín sagði að kröfur verkalýðshreyfinga fyrir komandi viðræður vera mjög víðtækar en sumt af því rími við aðgerðir stjórnvalda um þessar mundir. Þar nefnir Katrín aukning á barnabótum, hækkun á persónuafslætti fram yfir neysluvísitölu og að verið sé að færa efri og neðri skattbil til samræmis við neysluvísitölu. Katrín fór einnig yfir umhverfismál í spjalli sínu við Heimi. „Við kynntum okkar áætlun núna í september og hún er metnaðarfyllsta loftslagáætlun sem að stjórnvöld hafa lagt fram hér á Íslandi og það hafa náttúrulega orðið algjör straumhvörf í fjárveitingu til loftslagsmála. Þar förum við yfir þessi tvö flaggskip okkar, sem við ætlum að byrja á, sem eru orkuskipti í samgöngum annars vegar og hins vegar aukin kolefnisbinding,“ segir Katrín. Viðtalið við Katrínu má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira